Rósa Lúxembúrg

Fjöldaverkföll, flokkur og verkalýđsfélög

1906


Published: 1906
Translation: Örn Ólafsson
HTML Markup: Jonas Holmgren
Public Domain: Marxists Internet Archive (2008). You may freely copy, distribute, display and perform this work; as well as make derivative and commercial works. Please credit "Marxists Internet Archive" as your source.


I

Nćr allt sem sósíalistar um víđa veröld hafa sagt um fjöldaverkföll í rćđu og riti, er frá ţví fyrir rússnesku byltinguna. En hún er fyrsta tilraun sögunnar međ ţetta baráttutćki á stćrsta mćlikvarđa. Ţví eru ţessi ummćli sósíalista mestmegnis úrelt. Ţau byggjast í meginatriđum á ţeirri skođun sem Friedrich Engels lét í ljós 1873, ţegar hann gagnrýndi byltingarbrölt bakúnínista á Spáni:

"Í stefnuskrá bakúnínista er almennt verkfall sú vogarstöng sem á ađ hefja félagslega byltingu. Einn góđan veđurdag leggja allir verkamenn allra iđngreina, í einhverju landi eđa jafnvel í öllum heiminum, niđur vinnu. Á fjórum vikum í mesta lagi neyđa ţeir ţannig eignastéttirnar til ţess annađ hvort ađ gefast upp eđa ráđast á verkamenn, svo ađ ţeir eigi ţá rétt á ađ verjast, og viđ ţađ tćkifćri bylta öllu gamla samfélaginu. Ţađ er langt frá ţví ađ ţessi tillaga sé ný. Franskir sósíalistar, og síđan belgískir hafa haft ţessa flugu í kollinum síđan 1848, en upphaflega er hún enskrar ćttar, frá chartismanum. Hann ţróađist hratt og ákaft eftir kreppuna 1837, og ţegar á árinu 1839 var enskum verkamönnum bođađur "helgur mánuđur", niđurlagning vinnu um land allt (sbr. Engels: Ađstćđur verkalýđsstéttarinnar í Englandi M/E: Werke, 2. bindi, bls. 447). Hugmyndin fékk ţvílíkan hljómgrunn ađ verksmiđjufólk reyndi ađ framkvćma ţetta á Norđur-Englandi í júlí 1842. Á Bandalagsţinginu í Genf 1/9 1873 [ţingi stjórnleysingja. Ţýđ.] gegndi almennt verkfall líka miklu hlutverki, en almennt var viđurkennt ađ til ţess ţyrfti fullkomiđ skipulag verkalýđsstéttarinnar og fulla sjóđi. Og ţar stendur hnífurinn í kúnni. Annarsvegar láta ríkisstjórnirnar hvorki skipulag verkalýđsstéttarinnar né sjóđi nokkurntímann ţróast svo langt, og ţó síst ef ţćr eru egndar til óbilgirni međ pólitísku bindindi hennar. Hinsvegar munu stjórnmálaatburđir og árásir drottnandi stétta leiđa til frelsunar verkalýđsins löngu áđur en öreigastéttin nćr ţessu draumaskipulagi og ţessum feiknlegu varasjóđum. En hefđi hún náđ ţví, ţyrfti hún ekki krókaleiđir almenns verkfalls til ađ ná takmarkinu" (Engels : Bakúnínistar ađ verki. M/E: Werke, 18. bindi, bls. 479-80).

Ţetta er röksemdafćrslan sem réđi afstöđu sósíalista um allan heim til allsherjarverkfalls nćstu áratugi. Hún er algerlega miđuđ viđ kenningar stjórnleysingja um allsherjarverkfall, ađ ţađ sé tćki til ađ hefja félagslega byltingu, í andstöđu viđ daglega stjórnmálabaráttu verkalýđsstéttarinnar, og hún kemur fyllilega fram í ţessari einföldu klípu: Annađhvort á öreigastéttin í heild enn ekki voldugar hreyfingar og sjóđi, og getur ţá ekki gert allsherjarverkfall, ellegar hún hefur náđ nógu öflugu skipulagi, ţá ţarf hún ekki allsherjarverkfall. Ţessi röksemdafćrsla er raunar svo einföld, og viđ fyrstu sýn svo óhrekjandi, ađ í aldarfjórđung dugđi hún verkalýđshreyfingu nútímans prýđilega sem rök gegn heilaspuna stjórnleysingja, og sem ađferđ til ađ bođa pólitíska baráttu sem víđast međal verkalýđsins. Stórfenglegar framfarir verkalýđshreyfingarinnar í öllum nútímalegum löndum undanfarin 25 ár sanna glćsilegast gildi stjórnmálabaráttu, ađferđarinnar sem Marx og Engels börđust fyrir gegn bakúnínismanum. Máttur ţýskra sósíalista nú, forystuhlutverk ţeirra í verkalýđshreyfingu um heim allan, er ekki síst ţví ađ ţakka, beinlínis, ađ ţeir hafa lagt mikla samrćmda áherslu á ţessa baráttuađferđ.

Rússneska byltingin hefur nú leitt til rćkilegrar endurskođunar á ofangreindri röksemdafćrslu. Í fyrsta skipti í sögu stéttabaráttu hefur hún leitt til stórkostlegrar framkvćmdar á hugmyndinni um fjöldaverkföll og jafnvel um allsherjarverkfall, einsog ég rćđi nánar síđar. Ţannig hóf hún nýtt skeiđ í ţróun verkalýđshreyfingarinnar. Vissulega leiđir ekki af ţví, ađ stjórnmálabarátta, sú ađferđ sem Marx og Engels bođuđu, eđa gagnrýni ţeirra á stjórnleysingja, hafi veriđ röng. Ţvert á móti, ţađ var sami hugsunarháttur, sama ađferđ Marx og Engels, sem var grundvöllur starfs ţýskra sósíalista hingađ til, og ól nú af sér í rússnesku byltingunni alveg ný stig stéttabaráttunnar og ný skilyrđi hennar. Rússneska byltingin, ţessi bylting sem er fyrsta dćmi sögunnar um fjöldaverkföll, hún er engin uppreisn ćru fyrir stjórnleysisstefnuna, heldur afmáir hana beinlínis sögulega. Hinn mikli vöxtur sósíalismans í Ţýskalandi undanfarna áratugi hefur valdiđ uppdráttarsýki hjá ţessari stefnu. Ţađ mátti ađ vissu leyti skýra međ algerri drottnun ţingrćđislegrar baráttu um langt skeiđ. Stefna sem beindist öll ađ "skyndilegri árás" og "beinum ađgerđum", sem er "byltingarsinnuđ" í hreinum heykvíslaskilningi[1], hún gat ađ sinni ađeins dragnast upp í logni ţingrćđishversdagsins. En ţegar aftur kćmu tímar beinnar, opinnar baráttu, bylting úti á götum, myndi hún lifna viđ og innri máttur hennar fengi útrás. Sérstaklega virtist Rússland til ţess kjöriđ ađ verđa tilraunasviđ hetjudáđa stjórnleysingja. Í ţessu landi hefur öreigastéttin alls engin pólitísk réttindi og mjög veikburđa samtök. Ţar ćgir saman mismunandi ţjóđabrotum međ mjög sundurleita hagsmuni sem rekast ýmislega á. Alţýđan hefur litla menntun og stjórnvöld beita valdi sínu af ítrasta skepnuskap. Allt virtist ţetta kjöriđ til ađ hefja stjórnleysisstefnuna skyndilega til valda, jafnvel ţótt ţau völd stćđu kannski ekki lengi. Og loks var Rússland fćđingarstađur stjórnleysisstefnunnar. En föđurland Bakúníns átti eftir ađ verđa grafreitur kenninga hans. Stjórnleysingjar voru ekki og eru ekki í forystu fjöldaverkfallanna í Rússlandi. Öll pólitísk forysta byltingarađgerđanna og fjöldaverkfallanna er í höndum samtaka sósíalista, en rússneskir stjórnleysingjar berjast ákaft gegn ţeim sem "borgaralegum flokki". Ađ hluta er forystan í höndum sósíalískra hreyfinga sem eru undir meiri eđa minni áhrifum sósíalistaflokksins og nálgast hann, svosem hryđjuverkaflokkur "sósíalískra byltingarmanna"[2] - stjórnleysingjar eru alls ekki til sem marktćk pólitísk stefna í rússnesku byltingunni. Einungis í einni lítáískri smáborg, ţar sem ađstćđur eru sérstaklega erfiđar, verkalýđurinn samsettur úr ýmiskonar ţjóđabrotum og á mjög lágu ţroskastigi, atvinnulífiđ sundrađ í smáfyrirtćki, í Bialystok er međal sjö eđa átta mismunandi byltingarhópa einnig smáhópur hálfvaxinna "stjórnleysingja". Ţeir auka á rugling verkalýđsstéttarinnar og villuráf eftir mćtti. Í Moskvu og e. t. v. tveimur til ţremur öđrum borgum verđur loks vart viđ einn hóp af ţessu tagi á hverjum stađ. En fyrir utan ţessa fáeinu hópa "byltingarsinna", hvađ hefur ţá eiginlega veriđ hlutverk stjórnleysisstefnunnar í rússnesku byltingunni? Hún er orđin skilti venjulegra ţjófa og rćningja. Fyrirtćkiđ "stjórnleysiskommúnismi" stendur fyrir miklum hluta ţeirra óteljandi ţjófnađa og rána hjá einkaađiljum, sem rísa einsog gruggug bylgja á hverju lćgđarskeiđi byltingarinnar, á varnartímum hennar. Í rússnesku byltingunni varđ stjórnleysisstefnan ekki frćđikenning öreigastéttarinnar í baráttu, heldur hugmyndafrćđilegt skilti gagnbyltingarsinnađra tötraöreiga, sem synda á eftir orrustuskipi byltingarinnar einsog hákarlahópur. Og ţar međ er sögulegu skeiđi stjórnleysisstefnunnar vćntanlega lokiđ.

Fjöldaverkföll í Rússlandi voru hinsvegar í framkvćmd ekki ađferđ til ađ sneiđa hjá pólitískri baráttu verkalýđsstéttarinnar og ţingrćđisbaráttu sérstaklega og stökkva beint inn í félagslega byltingu međ leikhúsbrellu. Ţau eru ađferđ til ađ skapa sjálfar forsendurnar fyrir daglegri pólitískri baráttu öreigastéttarinnar og sérstaklega fyrir ţingrćđisbaráttu. Fjöldaverkföll eru mikilvćgasta vopniđ í byltingarbaráttunni í Rússlandi. En hana heyr vinnandi alţýđa og fyrst og fremst öreigastéttin, einmitt fyrir ţeim stjórnmálaréttindum og ađstćđum, sem Marx og Engels sýndu fyrst ađ vćru mikilvćg og beinlínis nauđsynleg í frelsisbaráttu verkalýđsstéttarinnar. Ţeir börđust fyrir ţeim af alefli gegn stjórnleysingjum innan fyrsta alţjóđasambandsins. Söguleg ţráttarhyggja [díalektík] er ţađ bjarg sem öll frćđi marxísks sósíalisma byggjast á. Hún hefur nú leitt til ţess, ađ stjórnleysisstefnan sem hugmyndin um fjöldaverkföll var órjúfanlega tengd, er komin í andstöđu viđ sjálf fjöldaverkföllin í framkvćmd. Barist var gegn fjöldaverkföllum sem andstćđu pólitísks starfs öreigastéttarinnar. En ţau eru nú einmitt orđin máttugasta vopniđ í baráttu hennar fyrir stjórnmálaréttindum. Ţegar ţví rússneska byltingin útheimtir rćkilega endurskođun á hefđbundinni afstöđu marxismans til fjöldaverkfalla, ţá er ţađ hinsvegar einungis marxisminn sem vinnur ţar sigur í nýrri mynd međ almennum ađferđum sínum og sjónarmiđum. Ástmey márans getur ađeins márinn drepiđ [vitnađ til Othello Shakespeares. Ţýđandi].

 

II

Vegna atburđanna í Rússlandi ţarf ađ endurskođa hugmyndir um fjöldaverkföll. Fyrst er ţađ hvernig almennt er litiđ á máliđ. Hingađ til hafa allir í rauninni litiđ á máliđ frá sama sjónarhóli, ţ.e. stjórnleysingja. Ţetta gildir bćđi um ákafa talsmenn "tilraunar međ fjöldaverkfall" í Ţýskalandi, svo sem Bernstein, Eisner o. s. frv., sem og um harđa andstćđinga slíkrar tilraunar, en í herbúđum verkalýđsfélaganna er t. d. Bömelburg fulltrúi ţeirra. Ţetta virđast andstćđir pólar, en ţeir útiloka ekki ađeins hvor annan, einsog ćvinlega móta ţeir jafnframt hvor annan og uppfylla. Ţví draumurinn um hiđ "mikla búmsarabúms", félagslega byltingu, er í rauninn ađeins óverulegt ytra einkenni á hugsunarhćtti stjórnleysingja. Meginatriđi er hinsvegar öll ţessi sértćka, ósögulega hugmynd um fjöldaverkfall og yfirleitt um öll skilyrđi baráttu öreiganna. Fyrir stjórnleysingja eru efnislegar forsendur "byltingar" hugleiđinga ţeirra ađeins tveir hlutir: í fyrsta lagi bláloftiđ og síđan góđur vilji og hugrekki til ađ bjarga mannkyninu úr táradal auđvaldsins, sem ţađ situr nú í. Út í bláinn var sýnt međ rökum, ţegar fyrir 60 árum, ađ fjöldaverkfall vćri stysta, öruggasta og auđveldasta leiđin til ađ stökkva yfir í annan og betri heim félagslega. Sömuleiđis út í bláinn eru nýlegar hugleiđingar um ađ fagleg barátta sé einu "beinu ađgerđir fjöldans" og ţarafleiđandi eina byltingarbaráttan. En ţetta er, einsog menn vita, nýjasta grilla franskra og ítalskra "stéttarfélagsmanna". Stjórnleysisstefnan steytti ţá jafnan á ţví skeri ađ bardagaađferđir prjónađar út í bláloftiđ eru í fyrsta lagi reikningur án ţátttöku gestgjafans, ţ.e. hreinir draumórar. Í öđru lagi taka ţćr ekkert miđ af raunveruleikanum, ógeđfelldum og fyrirlitnum. Einmitt ţessvegna breytast ţćr oftast í ţessum ógeđfellda raunveruleika, óvart úr byltingarhugleiđingum í raunverulega ađstođ viđ afturhaldiđ .

Sama sértćka, ósögulega hugsunarhátt hafa ţeir líka sem vilja ađ forystan setji fjöldaverkfall í Ţýskalandi niđur á ákveđinn mánađardag á nćstunni. Sama gildir um ţá sem vilja losna viđ ţetta vandamál međ fjöldaverkföll međ ţví ađ banna "áróđur" fyrir ţví, svo sem ţeir er sátu ţing verkalýđsfélaganna í Köln. Báđir ađiljar byggja á sömu stjórnleysingjahugmyndinni um fjöldaverkföll, ađ ţau séu bara viss baráttutćkni sem megi "ákveđa" eđa "banna" ađ vild, eftir bestu vitund og samvisku, einskonar vasahnífur sem menn bera lokađan á sér "ef međ ţyrfti", sem ţeir geta líka ákveđiđ ađ opna og nota. Reyndar telja einmitt andstćđingar fjöldaverkfalla sér ţađ til tekna ađ ţeir taki tillit til sögulegs grundvallar og efnislegra ađstćđna í Ţýskalandi núna. En ţví sé öfugt fariđ međ "byltingarrómantíkusana", sem svífi í loftinu og vilji alls ekki reikna međ hörđum raunveruleikanum, hvađ sé mögulegt og hvađ ómögulegt. "Stađreyndir og tölur, tölur og stađreyndir:" hrópa ţeir einsog Mr. Graddgrind í Erfiđum tímum Dickens. Ţađ sem andstćđingar fjöldaverkfalla innan verkalýđsfélaga eiga viđ međ "sögulegum grundvelli" og "efnislegum ađstćđum" er tvennt: annarsvegar ađ öreigastéttin sé veikburđa, hinsvegar ađ prússnesk-ţýski herinn sé máttugur. Ónóg verkalýđsfélög og sjóđir og ógnvekjandi prússneskir byssustingir, ţađ eru "stađreyndirnar og tölurnar" sem ţessi verkalýđsforysta byggir hagnýta stefnu sina á í ţessu tilviki. Nú er sjóđir verkalýđsfélaga og prússneskir byssustingir vissulega mjög efniskenndir hlutir, mjög sögulegir einnig. En skođunin sem byggist á ţessu, er alls engin söguleg efnishyggja í marxískum skilningi, heldur lögregluleg efnishyggja í skilningi Puttkamers[3]. Fulltrúar lögregluríkis auđvaldsins taka líka mikiđ tillit til raunverulegs máttar skipulagđra öreiga hverju sinni, sem og til efnislegs valds byssustingjanna, raunar taka ţeir einvörđungu tillit til ţessa. Og samanburđur ţessara tveggja talnarađa leiđir enn til niđurstöđu sem róar ţá: Byltingarsinnuđ verkalýđshreyfing er búin til af einstökum undirróđurs- og ćsingamönnum, ţessvegna eru fangelsin og byssustingirnir fullnćgjandi tćki tilađ sigrast á ţessu ógeđfellda, "tímabundna fyrirbćri".

Stéttvís ţýskur verkalýđur er löngu búinn ađ sjá hve spaugileg ţessi frćđikenning lögreglunnar er, ađ öll verkalýđshreyfing nútímans sé tilviljunarkenndur tilbúningur fáeinna samviskulausra "undirróđurs- og ćsingamanna".

En nákvćmlega sama skođun birtist í ţví ţegar nokkrir traustir félagar mynda sjálfbođaliđ nćturvarđa til ađ vara ţýskan verkalýđ viđ hćttulegum umsvifum fáeinna "byltingarrómantíkusa" og "áróđri ţeirra fyrir fjöldaverkfalli". Einnig ţegar hinir ađiljanir setja af stađ grátbólgna hneykslunarherferđ vegna ţess ađ eitthvert "leynilegt" samkomulag flokksforystunnar viđ verkalýđsforystuna hafi svikiđ ţá um ađ fjöldaverkfall brytist út í Ţýskalandi[4]. Vćri ţetta komiđ undir tendrandi "áróđri" by1tingarrómantíkusa, eđa ákvörđunum flokksforystu, leynilegum eđa opinberum, ţá vćri enn ekkert alvarlegt fjöldaverkfall í Rússlandi. Í engu landi datt mönnum síđur í hug ađ "reka áróđur" fyrir fjöldaverkfalli, eđa einu sinni ađ "rćđa" ţađ, en í Rússlandi. Ţetta dró ég fram ţegar í mars 1905, í Sächsische Arbeiterzeitung. Og í ţau fáu skipti sem rússneska flokksforystan tók raunverulega ákvörđun um ađ lýsa yfir fjöldaverkfalli, eins og nú síđast í ágúst, ţegar ţingiđ var leyst upp, ţá mistókst ţađ nćr algerlega. Megi ţví eitthvađ lćra af rússnesku byltingunni, ţá er ţađ einkum ađ fjöldaverkföll eru ekki "búin til", ekki "ákveđin" útí bláinn, ekki drifin upp "međ áróđri", heldur eru ţau sögulegt fyrirbćri sem hlýst af félagslegum ađstćđum á ákveđnum tímum, af sögulegri nauđsyn.

Ţađ ţarf ţví ekki sértćkar hugleiđingar um hvort fjöldaverkföll séu möguleg eđa ómöguleg, gagnleg eđa skađleg, heldur ţarf ađ rannsaka ţćr stundlegu og félagslegu ađstćđur sem fjöldaverkföll hljótast af á núverandi skeiđi stéttabaráttunnar. Međ öđrum orđum, ekki ţarf huglćgan dóm um fjöldaverkföll miđađ viđ hvađ vćri ćskilegt, heldur ţarf hlutlćga rannsókn á uppsprettum fjöldaverkfalla, frá sjónarmiđi sögulegrar nauđsynjar. Ađeins ţannig er hćgt ađ skilja viđfangsefniđ og rćđa ţađ.

Í lausu lofti óhlutbundinnar rökgreiningar er hćgt ađ sanna ađ fjöldaverkföll séu alveg ómöguleg og leiđi áreiđanlega til ósigurs, af jafnmiklum ţrótti má sanna ađ ţau séu fullkomlega möguleg og leiđi örugglega til sigurs. Og ţví er gildi sannananna í báđum tilvikum jafnmikiđ, nefnilega alls ekkert. Og ţví er sérstaklega óttinn viđ "áróđur" fyrir fjöldaverkföllum, sem leiđir meira ađ segja til formlegrar bannfćringar á meintum fremjendum ţessa glćps, ađeins afleiđing skringilegra mistaka. Ţađ er alveg jafnómögulegt ađ "reka áróđur" fyrir fjöldaverkföllum sem sértćkri baráttuađferđ, eins og ţađ er ómögulegt ađ reka áróđur fyrir "byltingunni". "Bylting" og "fjöldaverkfall" eru hugtök, sem tákna sjálf ađeins ytri myndir stéttabaráttunnar, ađeins í samhengi viđ ákveđnar stjórnmálaađstćđur hafa ţau inntak og merkingu.

Vildi einhver taka ţađ ađ sér ađ reka reglulegan áróđur fyrir fjöldaverkföllum sem ćskilegu formi ađgerđa öreiganna, falbjóđa ţessa hugmynd til ađ fá verkalýđinn smám saman inn á hana, ţá vćri ţađ jafntilgangslausar athafnir og ţćr vćru innihaldslausar og asnalegar. Sama gildir um ţađ ef einhver vildi reka sérstakan áróđur fyrir byltingarhugmyndinni eđa baráttu á götuvígjum. Fjöldaverkföll vekja nú ákafan áhuga verkalýđs í Ţýskalandi og um heim allan, af ţví ađ ţau eru ný baráttuađferđ, og ţví ótvírćtt til marks um djúptćkar innri breytingar á stéttaafstćđum og skilyrđum stéttabaráttunnar. Ţađ sýnir heilbrigđar byltingarhvatir og góđar gáfur hins ţýska öreigafjölda, ađ hann skuli snúa sér ađ ţessu nýja viđfangsefni af svo vakandi áhuga, ţrátt fyrir megna andstöđu verkalýđsforystu sinnar. En ţessum áhuga verkalýđsins, göfuga andans ţorsta hans og byltingarsinnuđu athafnaţrá, er ekki hćgt ađ svara međ sértćkri heilaleikfimi um ađ fjöldaverkföll séu möguleg eđa ómöguleg, heldur međ ţví ađ gera honum ljósa ţróun rússnesku byltingarinnar, ţýđingu hennar alţjóđlega. Ennfremur verđur ađ skýra fyrir honum hvernig stéttaandstćđur í Vesturevrópu skerpast, hvađa horfur séu víđtćkt pólitískt fyrir stéttabaráttuna í Ţýskalandi, hvert sé hlutverk fjöldans og verkefni hans í komandi baráttu. Ađeins ţannig verđa umrćđurnar um fjöldaverkfall til ađ víkka andlegan sjóndeildarhring öreigastéttarinnar, skerpa stéttarvitund hennar, dýpka hugsunarhátt og styrkja athafnaţrótthennar. En frá ţessu sjónarmiđi sést best hve hlćgilegur er sá refsiréttur, sem andstćđingar "byltingarrómantíkur" reka, af ţví ađ menn haldi sig ekki nákvćmlega viđ orđalag Jenasamţykktarinnar[5], ţegar ţeir fjalla um máliđ. Menn "hagnýtra stjórnmála" sćtta sig viđ ţá ályktun vegna ţess ađ hún tengir fjöldaverkföll einkum viđ örlög almenns kosningaréttar. En af ţví ţykjast ţeir geta ályktađ tvennt: í fyrsta lagi ađ fjöldaverkföll séu hrein varnarađgerđ, í öđru lagi ađ ţau séu undirskipuđ ţingrćđisbaráttu, einungis taglhnýtingur hennar. En hvađ ţetta varđar, ţá er eiginlegur kjarni Jenaályktunarinnar sá, ađ viđ núverandi ađstćđur í Ţýskalandi yrđi árás ríkjandi afturhaldsafla á kosningarétt til ríkisţingsins langsennilegast merki um upphaf tímabils stormasamrar pólitískrar baráttu. En ţá yrđi fjöldaverkföllum líklega fyrst beitt sem baráttuađferđ í Ţýskalandi. En ćtli menn ađ nota orđalag ályktunar flokksţings til ađ takmarka međ tilbúnum skorđum félagslegt áhrifasvćđi fjöldaverkfalla og sögulegt athafnasviđ, ţá jafnađist slíkt tiltćki á viđ umrćđubann Kölnarţings verkalýđsfélaganna ađ skammsýni. Í ályktun flokksţingsins í Jena hafa ţýskir sósíalistar viđurkennt opinberlega hve djúpum umbreytingum rússneska byltingin olli í alţjóđlegum ađstćđum stéttabaráttu öreiganna. Og jafnframt sýndu ţeir byltingarlegan ţróunarmátt sinn og hćfni til ađ ađlagast nýjum kröfum komandi skeiđs stéttabaráttunnar. Ţetta er ţýđing Jenaályktunarinnar. Hvađ varđar beina framkvćmd fjöldaverkfalla í Ţýskalandi, ţá mun sagan ákvarđa hana, einsog hún ákvarđađi hana í Rússlandi. Í ţeirri sögu eru sósíalistar og samţykktir ţeirra vissulega mikilvćgur ţáttur, en einungis einn ţáttur af mörgum.

 

III

Í umrćđum um fjöldaverkföll í Ţýskalandi núna er ţau sett fram mjög skýrt og einfalt hugsađ, sem skarpt afmarkađ, einstakt fyrirbćri. Eingöngu er talađ um pólitísk fjöldaverkföll. Ţá hugsa menn sér einstakt, stórkostlegt verkfall iđnađaröreiga sem hefst af áhrifamesta tilefni stjórnmála. Flokksstjórn og verkalýđsforysta hafa tekiđ sameiginlega ákvörđun um ţađ í tćka tíđ, síđan er ţađ framkvćmt af aga í bestu röđ og reglu, loks lýkur ţví međ sömu röđ og reglu, ţegar forystan gefur merki á réttum tíma. Fyrirfram voru teknar nákvćmar ákvarđanir um styrki, kostnađ, fórnir, í stuttu máli, allan efnislegan kostnađ viđ fjöldaverkfalliđ.

Ef viđ nú berum ţetta frćđilega kerfi saman viđ raunveruleg fjöldaverkföll, svo sem ţau hafa orđiđ í Rússlandi undanfarin fimm ár, ţá hljótum viđ ađ viđurkenna ađ hugmyndin, sem umrćđur Ţjóđverja snúast um, samsvarar varla einu einasta af öllum ţeim fjöldaverkföllum sem orđiđ hafa. En hinsvegar hafa fjöldaverkföllin í Rússlandi veriđ svo fjölbreytileg, ađ ţađ er ómögulegt ađ tala um "fjöldaverkfalliđ" - um sértekiđ fjöldaverkfall eftir ákveđnum reglum. Eđli fjöldaverkfalla og öll stig ţeirra eru mismunandi í mismunandi borgum og héruđum ríkisins, en einkum hefur ţó almennt eđli ţeirra oft breyst međan byltingin stóđ. Fjöldaverkföll eiga sér ákveđna sögu í Rússlandi, og hún er enn ađ gerast. Hver sem rćđir um fjöldaverkföll í Rússlandi, verđur ţví umframt allt ađ líta á ţessa sögu.

Rússneska byltingin er talin hefjast opinberlega, ef svo má segja, međ uppreisn öreiganna í Pétursborg 22. janúar 1905, ţegar 200 ţúsund verkamenn gengu fyrir keisarahöllina. Ţeirri göngu lauk međ hrođalegu blóđbađi. Ţessi tímasetning er fullkomlega réttmćt. Einsog alkunna er, urđu fjöldamorđin í Pétursborg til ţess ađ fyrsta mikla keđjan af fjöldaverkföllum braust út. Innan fáeinna daga náđu ţau yfir allt Rússland og báru veđurbođa byltingarinnar frá Pétursborg inn í hvern kima ríkisins og til öreiganna hvarvetna. En uppreisnin í Pétursborg 22. janúar var hinsvegar ađeins tindur fjöldaverkfalls sem gripiđ hafđi öreigana áđur í höfuđborg zarsins, í janúar 1905. Ţađ fjöldaverkfall var nú áreiđanlega tilkomiđ fyrir bein áhrif allsherjarverkfallsins feiknamikla, sem braust út skömmu áđur, í desember 1904, í Bakú í Kákasus, og allt Rússland stóđ á öndinni yfir um hríđ. En ţessir atburđir í Bakú í desember voru hinsvegar síđasti mikli kippurinn í ţeim geysilegu fjöldaverkföllum sem gengu einsog jarđskjálfti hvađ eftir annađ yfir Suđur-Rússland á árunum 1903 og 1904. Upphaf ţeirra var fjöldaverkfalliđ í Batum í Kákasus í mars 1902. Ţessi fyrsta hreyfing fjöldaverkfalla í samfelldri keđju byltingarumbrotanna núna, er loks ađeins fjórum eđa fimm árum eftir hiđ mikla allsherjarverkfall vefiđjufólks í Pétursborg á árunum 1896-7. Enda ţótt sú hreyfing virđist ađskilin frá byltingunni núna af nokkrum árum kyrrstöđu og megns afturhalds, ţá munu samt allir sem ţekkja innri stjórnmálaţróun rússneskra öreiga fram á núverandi stig stéttarvitundar og byltingarţróttar, vera sammála um ađ núverandi skeiđ fjöldabaráttu hefjist međ ţessum allsherjarverkföllum í Pétursborg. Ţau eru mikilvćg ţeim sem fást viđ fjöldaverkföll ţegar af ţeirri ástćđu ađ í ţeim sjást á frumstigi öll megineinkenni seinni fjöldaverkfalla. Viđ fyrstu sýn virđist allsherjarverkfalliđ í Pétursborg 1896 vera hrein kjarabarátta fyrir sérkröfum. Tilefni ţess voru óţolandi vinnuađstćđur spunaverksmiđjufólks og vefara í Pétursborg, vinnutíminn var 13, 14 eđa 15 stundir, vesćlleg ákvćđislaun, og lítilmótlegustu atvinnurekendaárásir af öllu tagi. En ţessar ađstćđur umbar vefiđjufólk lengi af ţolinmćđi, uns ađ ţví er virtist ómerkilegt atvik fyllti bikarinn, svo útaf flóđi. Í maí 1896 fór fram krýning núverandi keisara, Nikulásar II, en henni hafđi ţá veriđ frestađ í tvö ár af ótta viđ byltingarmenn. Viđ ţetta tćkifćri sýndu atvinnurekendur Pétursborgar ákafa föđurlandsást sína međ ţví ađ fyrirskipa verkamönnum sínum ţriggja daga frí, en ţótt undarlegt megi virđast, vildu ţeir ekki greiđa laun fyrir ţessa daga. Vefiđjufólkiđ ćstist viđ ţetta og komst nú á hreyfingu. Um 300 hinna upplýstustu verkamanna ráđguđust um í garđi Jekaterinenhof, ákváđu verkfall og settu fram kröfur: 1. Greidd yrđu laun fyrir krýningardagana, 2. Vinnutími yrđi tíu og hálf stund. 3. Ákvćđislaun yrđu hćkkuđ. Ţetta var 24. maí. Eftir viku voru allar vefnađar- og spunaverksmiđjur lamađar og 40.000 verkamenn í allsherjarverkfalli. Ţetta mega virđast smámunir núna, miđađ viđ hin feiknlegu allsherjarverkföll byltingarinnar. En í stjórnmálafrosti Rússlands ţá var allsherjarverkfall alveg dćmalaust, ţađ var heil bylting í smáum stíl. Auđvitađ hófust hinar ruddalegustu ofsóknir, um 1000 verkamenn voru handteknir og reknir heim, allsherjarverkfalliđ var bćlt niđur.

Hér koma ţegar fram öll megineinkenni seinni fjöldaverkfalla. Nánasta tilefni hreyfingarinnar var hrein tilviljun, minniháttar atriđi, og hún braust útaf frumafli. En hún sýndi ávöxt margra ára áróđurs sósíalista. Og í allsherjarverkfallinu stóđu áróđursmenn sósíalista í fararbroddi, stjórnuđu hreyfingunni og notuđu hana til ákafs byltingaráróđurs. Ennfremur var verkfalliđ hrein kjarabarátta á ytra borđi, en afstađa ríkisstjórnarinnar og áróđur sósíalista gerđu ţađ ađ fyrsta flokks pólitískum viđburđi. Og ađ lokum: Verkfalliđ var bćlt niđur, verkalýđurinn beiđ "ósigur". En ţegar í janúar á nćsta ári, 1897, endurtóku vefiđjumenn Pétursborgar allsherjarverkfalliđ og nú náđu ţeir frábćrum árangri: sett voru lög um ellefu og hálfrar stundar vinnudag um allt Rússland. Annar árangur var ţó miklu mikilvćgari. Fyrsta allsherjarverkfalliđ, 1896, var hafiđ án ţess ađ vottađi fyrir skipulögđum hreyfingum eđa verkfallssjóđum. Eftir ţađ hefst í hinu eiginlega Rússlandi áköf, fagleg barátta, sem breiđist skjótt út um landiđ frá Pétursborg, og opnar áróđri sósíalista og skipulagsstarfi alveg nýjar víddir. Á nćsta skeiđi virđist ríkja kirkjugarđsfriđur, en ţá er öreigabyltingin undirbúin af ósýnilegri moldvörpustarfsemi.

Upphaf verkfallsins í Kákasus, í mars 1902 virtist jafntilviljunarkennt og stafa af jafnalgerum sérhagsmunum og 1896, ţótt ţeir vćru nú allt ađrir. Ţađ fylgir hinni djúptćku iđnađar- og verslunarkreppu í Rússlandi, sem fór á undan stríđinu viđ Japan, og var, ásamt ţví, ein öflugasta uppspretta byltingarólgunnar sem nú hófst. Kreppan olli geysimiklu atvinnuleysi, sem gerđi öreigafjöldann móttćkilegan fyrir áróđri. Til ađ róa verkalýđsstéttina fór ţví ríkisstjórnin ađ flytja "óţarft vinnuafl" međ valdi til heimkynna ţess. Einmitt ein slík ađgerđ, sem beindist ađ um 400 olíuverkamönnum, vakti fjöldamótmćli í Batum. Ţá kom til mótmćlaađgerđa sem svarađ var međ handtökum, fjöldamorđum og loks pólitískum réttarhöldum. Ţessi hreina kjarabarátta fyrir sérkröfum varđ ţá ađ stjórnmálaatburđi og byltingarvaka. Endurómur ţessa alveg "árangurslausa" verkfalls, sem var bćlt niđur í Batum, var svo keđja byltingarsinnađra andófsađgerđa verkamanna í Nishni-Nowgorod, í Saratow, í fleiri borgum, sem sagt öflug framrás almennrar bylgju byltingarhreyfingarinnar.

Ţegar í nóvember 1902 kemur fyrsta sanna byltingarbergmáliđ, allsherjarverkfall í Rostow viđ Don. Tilefni ţessarar hreyfingar var launadeila á vinnustöđum Wladikákasísku járnbrautarinnar. Framkvćmdastjórnin vildi lćkka launin og ţá gaf sósíalistafélag Don út ávarp međ hvatningu til verkfalls fyrir ţessum kröfum: níu stunda vinnudegi, launahćkkun, afnámi refsinga, brottrekstri óvinsćlla verkfrćđinga, o. s. frv. Á öllum vinnustöđum járnbrautanna var hćtt störfum. Brátt bćttust allar ađrar starfsgreinar viđ, og skyndilega ríkti alveg nýtt ástand í Rostow, allur iđnađur var lamađur og dag eftir dag voru haldnir geysimiklir útifundir 15.000 til 20.000 verkamanna, sem oft voru umkringdir af kósökkum. Ţarna gátu rćđumenn sósíalista í fyrsta skipti komiđ fram opinberlega, haldiđ glóandi rćđur um sósíalismann og pólitískt frelsi, og dreift byltingarákalli í tugţúsundum eintaka, sem tekiđ var af geysilegri hrifningu. Mitt í stirđnuđu einveldi Rússlands tekur öreigalýđur Rostow sér í fyrsta sinn fundafrelsi og málfrelsi međ áhlaupi. Vissulega kostar ţađ fjöldamorđ, einnig hér. Launadeilan hjá Wladikákasísku járnbrautinni varđ á fáeinum dögum ađ pólitísku allsherjarverkfalli og byltingarsinnuđum götubardögum. Ţetta endurómađi ţegar í öđru allsherjarverkfalli í Tichorezk, en ţađ er stöđ á sömu járnbraut. Einnig hér kom til fjöldamorđa, síđan til réttarhalda, og Tichorezk varđ enn einn hlekkurinn í órjúfanlegri keđju byltingarinnar.

Voriđ 1903 kom svariđ viđ ţví ađ verkföllin í Rostow og Tichorezk voru bćld niđur: allur suđurhluti Rússlands stendur í báli í maí, júní og júlí. Í Baku, Tiflis, Batum, Jelisawetgrad, Odessa, Kiew, Nikolajew og Jekaterinoslaw er bókstaflega allsherjarverkfall. En einnig hér verđur hreyfingin ekki til eftir einhverri fyrirfram ákveđinni áćtlun einhverrar miđstöđvar, hún rennur saman úr einstökum hlutum, sem hver varđ af sérstöku tilefni. Upphafiđ var í Bakú, ţar sem sérstök kjarabarátta í ýmsum verksmiđjum og greinum rann loks saman í allsherjarverkfall. Í Tiflis hófu 2000 búđarmenn verkfalliđ. Vinnutími ţeirra var frá kl. 6 á morgnana til 11 á kvöldin. 4. jú1í yfirgáfu ţeir allir búđirnar kl. 8 um kvöldiđ og fóru í göngu um borgina til ađ hvetja verslunareigendur til ađ loka búđunum. Ţetta varđ fullkominn sigur, búđarmenn fengu vinnutíma frá 8 til 8, og allar verksmiđjur, verkstćđi og skrifstofur fylgdu ţegar á eftir. Blöđin komu ekki út, sporvagna var ađeins hćgt ađ reka međ hervernd. Í Jelisawetgrad hófst verkfall fyrir hreinum kjarakröfum í öllum verksmiđjum 10. júli. Mestmegnis var gengiđ ađ ţeim, og 14. júlí lauk verkfallinu. En tveimur vikum síđar hefst ţađ aftur, og nú hefja bakarar baráttuna, á eftir ţeim koma steinhöggvarar, húsgagnasmiđir, litarar, myllustarfsmenn, og loks allt verksmiđjufólkiđ aftur. Í Odessa hefst hreyfingin á launabaráttu. Í henni lendir "löglegt" verkamannafélag handbenda ríkisstjórnarinnar, sem var stofnađ eftir fyrirmynd hins frćga lögreglumanns Subatoff[6]. Hér fékk söguleg dialektík aftur fćri á laglegum hrekkjum. Kjarabarátta hins fyrra skeiđs - ţ. á m. allsherjarverkfalliđ mikla í Pétursborg 1896 hafđi leitt sósíalista til öfga svokallađrar "efnahagshyggju". Ţar međ höfđu ţeir skapađ međal verkalýđsins jarđveg fyrir lýđskrum Subatoffs. En eftir nokkra hríđ sneri byltingarstraumurinn mikli ţessari kćnu undir fölsku flaggi, og neyddi hana tilađ sigla beinlínis í broddi skipalestar byltingarsinnađra öreiga. Subatoff-félögin kvöddu menn til allsherjarverkfallsins mikla í Odessa voriđ 1904, og í Pétursborg í janúar 1905. Verkamenn í Odessa voru haldnir ţeirri blekkingu ađ ríkisstjórnin vćri í einlćgni vinveitt verkalýđnum og hefđi samúđ međ hreinni kjarabaráttu. Nú vildu ţeir sannreyna ţetta, og neyddu Subatoff-félagiđ í verksmiđju einni til ađ lýsa yfir verkfalli vegna hinna hófsamlegustu krafna. Atvinnurekandinnn henti ţeim ţá einfaldlega út, og ţegar ţeir kröfđu leiđtoga félags síns um fyrirheitna ađstođ hins opinbera, gufađi sá herra upp og skildi verkamennina eftir í mesta uppnámi. Sósíalistar tóku ţegar viđ forystunni, og verkfallshreyfingin greip ađrar verksmiđjur. Ţann 1. júlí fóru 2.500 járnbrautamenn í verkfall, og 4. júlí hafnarverkamenn, til ađ fá launahćkkun úr 80 kópekum í 2 rúblur og vinnudaginn styttan um hálftíma. 6. júlí taka sjómenn ţátt í hreyfingunni. 13. júlí hefst verkfall starfsfólks viđ sporvagna. Nú er haldinn fundur allra verkfallsmanna, 7-8000 manns. Ganga ţeirra fer frá einni verksmiđju til annarrar, vex einsog snjóskriđa og er orđin 40-50 ţúsund manns, ţegar hún kemur niđur ađ höfn og stöđvar alla vinnu ţar. Brátt er allsherjarverkfall um alla borgina. Í Kiew hefst verkfall starfsfólks járnbrautanna 21. júlí. Hér er nánasta tilefni líka ömurleg vinnuskilyrđi, og launakröfur eru settar fram. Nćsta dag fylgja málmsteypurnar fordćminu. 23. júlí gerđist svo atvik sem varđ kveikjan ađ allsherjarverkfalli. Um nóttina voru tveir fulltrúar járnbrautarverkamanna handteknir; verkfallsmenn krefjast ţess ađ ţeir verđi ţegar í stađ látnir lausir, og ţegar ekki er orđiđ viđ ţví, ákveđa ţeir ađ hleypa ekki lestunum úr borginni. Viđ brautarstöđina setjast allir verkfallsmenn á teinana međ konum og börnum - heilt haf af mannshöfđum. Hótađ er ađ skjóta. Verkamenn afhjúpa brjóst sín og hrópa: "Skjótiđ:" Skothríđ dynur á varnarlausan, sitjandi mannfjöldann, og 30-40 lík liggja eftir, ţ.á m. kvenna og barna. Ţegar ţađ fréttist rís öll Kiew til verkfalls samdćgurs. Mannfjöldinn hefur á loft lík hinna myrtu og ber ţau um í mikilli fjöldagöngu. Fundir, rćđur, handtökur, stakir götubardagar - Kiew er mitt í byltingu. Hreyfingunni lýkur skjótt; en bókaprentarar fengu vinnutímann styttan um klukkustund og launin hćkkuđ um rúblu, átta stunda vinnudegi var komiđ á í gergerđ, járnbrautarsmiđjunum var lokađ međ tilskipun ráđuneytis; ađrar greinar héldu áfram sérstökum verkföllum fyrir kröfum sínum. - Í Nikolajew brýst út allsherjarverkfall fyrir bein áhrif fréttanna frá Odessa, Baku, Batum og Tiflis, ţrátt fyrir andstöđu sósíalistafélagsins, sem vildi fresta ţví ađ hreyfingin brytist út ţangađ til herinn fćri til ćfinga úr borginni. Fjöldinn lét ekki stöđva sig, ein verksmiđja byrjađi, verkfallsmenn fóru af einum vinnustađ á annan, andstađa hersins hellti bara olíu á eldinn. Brátt hófust fjöldagöngur međ byltingarsöngvum, ţćr hrifu međ sér alla verkamenn, starfsmenn, starfsfólk viđ sporvagnana, konur og karla. Verkfalliđ var algert. - Í Jekaterinoslaw fóru bakarar í verkfall 5. ágúst, verkamenn hjá járnbrautunum ţann 7., en síđan allar ađrar verksmiđjur. 8. ágúst stöđvuđust sporvagnarnir, blöđin komu ekki út. Ţannig kom til hins stórkostlega allsherjarverkfalls Suđur-Rússlands sumariđ 1903. Úr mörgum litlum sprćnum sérstakrar kjarabaráttu og af lítilvćgum "tilviljunum" rann ţađ hratt saman í geysilegt haf og breytti öllum suđurhluta zarríkisins um nokkurra vikna skeiđ í furđulegt, byltingarsinnađ verkamannalýđveldi. "Bróđurleg fađmlög, hrifningarhróp og ákafa-, frelsissöngvar, ánćgjuhlátur, glettni og gleđi ómađi í mörgţúsundhöfđađum fjöldanum, sem vall um borgina frá morgni til kvölds. Menn voru í sjöunda himni, ćtla mátti ađ nú hćfist nýtt og betra líf á jörđu. Ţetta snart fólk djúpt ađ sjá, háalvarlegt og sćluţrungiđ í senn." Ţannig skrifađi á sinni tíđ Peter von Struve, fréttaritari frjálshyggjublađsins Oswoboshdenije.

Áriđ 1904 hófst á stríđinu og um hríđ varđ ţá hlé á fjöldaverkföllum. Fyrst helltist aurug alda yfir landiđ; fundir og ađgerđir "föđurlandsvina", sem lögreglan stóđ fyrir. Félag borgaralegra "frjálshyggjumanna" var alveg slegiđ niđur af opinberri, keisaralegri ţjóđrembu. En brátt ná sósíalistar vígvellinum aftur, gegn lögregluađgerđum ţjóđhollra tötraöreiga koma byltingarsinnađar ađgerđir verkamanna. Loks vekja hraksmánarlegar ófarir keisarahersins einnig frjálshyggjufélagiđ úr rotinu; nú hefst tímaskeiđ međ ţingum frjálshyggjumanna og lýđrćđissinna, málsverđum ţeirra, rćđum, ávörpum og samţykktum. Einveldiđ er ađţrengt um hríđ vegna háđulegra ófara sinna í stríđinu. Ţví lćtur ţađ ţessa herra halda áfram rugli sínu og himinninn fyllist af skýjaborgum frjálshyggjunnar. Í hálft ár leggja borgaralegir frjálshyggjumenn undir sig framsviđ stjórnmálanna, en öreigastéttin hverfur í skuggann. En eftir langvarandi lćgđ rífur einveldiđ sig aftur upp, hirđsnáparnir hressast og eftir ađ kósakkastígvéli hefur einu sinni veriđ stappađ kröftuglega niđur, hverfa allar ađgerđir frjálshyggjumanna inn í músarholurnar í desember. Málsverđirnir, rćđurnar, ţingin, eru einfaldlega bönnuđ sem "frekjulegur yfirgangur" og frjálshyggjan á ekkert ráđ viđ ţví. En einmitt ţar sem frjálshyggjan missti móđinn, hefjast ađgerđir öreigastéttarinnar. Vegna atvinnuleysis hefst hiđ tilkomumikla allsherjarverkfall í Bakú í desember 1904, verkalýđsstéttin er aftur á vígvellinum. Ţegar skrafiđ var bannađ og hljóđnađi, hófust athafnir aftur. Í Bakú drottnuđu sósíalistar algerlega nokkrar vikur, mitt í allsherjarverkfallinu, og ţessir furđulegu atburđir í Kákasus hefđu vakiđ mjög mikla athygli, hefđu ţeir ekki horfiđ svo skjótt i rísandi öldu byltingarinnar, sem ţeir höfđu sjálfir magnađ upp. Hinar furđulegu, óljósu fréttir af allsherjarverkfallinu í Bakú höfđu enn ekki náđ út í alla króka keisararíkisins, ţegar fjöldaverkfalliđ braust út í Pétursborg í janúar 1905.

Einnig hér var tilefniđ mjög smávćgilegt, einsog mönnum mun kunnugt. Tveir verkamenn í Putilot-verksmiđjunum voru reknir fyrir ađ vera í löglegu Subatoff-félagi. Gegn ţessum ađgerđum sýndu allir 12.000 verkamenn ţessarar verksmiđju samstöđu međ verkfalli 16. janúar. Í ţessu verkfalli hófu sósíalistar ákafan áróđur fyrir ţví ađ krefjast meira og náđu fram kröfugerđ um átta stunda vinnudag, félagafrelsi, málfrelsi og prentfrelsi, o. s. frv. Ólgan í Putiloff-verksmiđjunum breiddist hratt út međal öreigastéttarinnar, og innan fárra daga voru 140.000 komnir í verkfall. Samráđ ţeirra og ákafar umrćđur ólu af sér lýđréttindaskrá öreiganna, ţar sem krafan um átta stunda vinnudag var efst á blađi. Ţađ var plaggiđ sem 200.000 verkamenn gengu međ fyrir höll zarsins, 22. janúar, undir leiđsögn Gapons prests. Átök vegna tveggja verkamanna, sem höfđu veriđ reknir frá Putiloff, urđu á einni viku ađ forleik mestu byltingar nútímans.

Nćstu atburđir eru alkunnir: Blóđbađiđ í Pétursborg kallađi fram hrikaleg fjöldaverkföll og allsherjarverkföll í janúar og febrúar, í öllum iđnađarsvćđum og borgum Rússlands, Póllands, Litáens, baltnesku hérađanna, Kákasus, Síbiríu, frá norđri til suđurs, frá vestri til austurs. En viđ nánari athugun reynast fjöldaverkföllin koma fram í öđrum myndum en hingađ til. Nú voru félög sósíalista ćvinlega í fararbroddi međ herhvöt sína. Allsstađar var yfirlýstur tilgangur allsherjarverkfallsins og tilefni ađ sýna byltingarsamstöđu međ öreigalýđ Pétursborgar, allsstađar voru á sama tíma andófsađgerđir, rćđur, barist viđ herinn. En heldur ekki nú var um ađ rćđa fyrirfram gerđa áćtlun, skipulagđar ađgerđir, ţví áköll flokkanna gátu naumast haft viđ sjálfsprottnum ađgerđum fjöldans, leiđtogarnir höfđu naumast tíma til ađ orđa vígorđ öreigafjöldans, sem geystist fram. Ennfremur er ţađ, ađ fyrri fjölda- og allsherjarverkföll urđu til viđ samruna margvíslegrar kjarabaráttu. Í ţví almenna hugarástandi sem fylgir byltingarástandi, og undir áhrifum áróđurs sósíalista varđ kjarabaráttan skjótt ađ stjórnmálaađgerđum. Kjaramálin og sundrung verkalýđsfélaga voru upphafiđ, sameinandi stéttarađgerđir og pólitísk leiđsögn útkoman. Í hreyfingunni núna var ţessu öfugt fariđ. Verkföllin í janúar og febrúar hófust sem sameinađar byltingarađgerđir undir forystu sósíalista, en ţessar ađgerđir runnu skjótt sundur í óendanlega keđju stađbundinna, sérstakra verkfalla fyrir kjarabótum í einstökum héruđum, borgum, starfsgreinum og verksmiđjum. Allt voriđ 1905 og fram á mitt sumar geisađi um allt ţetta mikla ríki óţrotleg kjarabarátta nćstum allrar öreigastéttarinnar gegn auđvaldinu, barátta sem náđi upp í allar smáborgaralegar og frjálsar starfsgreinar: búđarfólk, bankamenn, tćknimenn, leikara, listamenn, og niđur í ţjónustufólk, lágt setta lögreglumenn, já alveg niđur til tötraöreiganna. Baráttan barst jafnframt úr borgum í sveitir og barđi jafnvel á járnhliđ herbúđanna. Ţetta er risastór, marglit mynd af almennum átökum vinnuafls og auđmagns. Hún speglar allan margbreytileika félagslegrar skiptingar og pólitískrar vitundar hvers lags og kima í samfélaginu. Ţarna sést allur langi tröppugangurinn frá reglulegri faglegri baráttu ţaulreyndrar úrvalssveitar öreiga í stóriđju til ţess er út brýst formlaust andóf hóps af sveitaöreigum, og ađ fyrstu óljósu hrćringum ćstrar setuliđssveitar, allt frá siđfágađri, glćsibúinni uppreisn í manséttum og stífum flibba í bankaskrifstofu, yfir í feimnisfrekt muldur klunnalegs hóps óánćgđra lögreglumanna í reykmettađri, dimmri og skítugri lögregluvarđstofu.

Samkvćmt kenningu ţeirra sem vilja "skipulega og agađa" baráttu eftir áćtlun og kerfi, sérstaklega ţeirra, sem alltaf vita betur úr fjarlćgđ hvernig "hefđi átt ađ gera ţetta", ţá voru ţađ sennilega "mikil mistök" ađ hin miklu pólitísku allsherjarverkföll í janúar 1905, skyldu splundrast í ótal kjarabaráttuađgerđir. Ţannig hafi pólitísku ađgerđirnar"lamast" og breyst í "sinubruna". Sósíalistar í Rússlandi taka vissulega ţátt í byltingunni, en "fremja" hana ekki, og lögmál hennar verđa ţeir ađ lćra af henni sjálfri. Ţeir voru líka nokkuđ ráđvilltir framanaf, ţegar fyrsta stórflóđi allsherjarverkfallsins slotađi, og virtist árangurslaust. En sagan, sem gerđi ţessi "miklu mistök" lét sig engu varđa röksemdafćrslu ótilkvaddra kennara sinna og vann ţarna feiknalegt byltingarstarf, jafnóhjákvćmilegt, sem afleiđingar ţess eru óútreiknanlegar.

Skyndileg almenn uppreisn öreiganna í janúar, viđ hina miklu örvun frá atburđunum í Pétursborg, var pólitísk athöfn út á viđ, yfirlýsing um byltingarstríđ gegn einveldinu. En ţessar fyrstu almennu, beinu stéttarađgerđir höfđu einmitt sem slíkar ţeim mun meiri áhrif inn á viđ, ţví ţćr vöktu í fyrsta skipti stéttartilfinningu og stéttarvitund milljóna og aftur milljóna eins og međ raflosti. Ţegar stéttartilfinningin vaknađi, hafđi ţađ ţegar ţau áhrif ađ milljónafjöldi öreigalýđsins áttađi sig skyndilega skarpt á ţví, hve óţolandi voru ţćr félagslegu og efnahagslegu ađstćđur, sem hann hafđi umboriđ ţolinmóđur áratugum saman í hlekkjum auđvaldsins. Ţađ kemur ţví af sjálfu sér ađ almennt er fariđ ađ toga og kippa í ţessar keđjur. Ţúsundfaldar ţjáningar nútímaöreiga minna ţá á gömul, blćđandi sár. Hér er barist fyrir átta stunda vinnudegi, ţar gegn ákvćđisvinnu, á einum stađ er ruddalegum yfirmönnum stungiđ í poka og ekiđ út á handkerru, annars stađar er barist gegn níđingslegu refsikerfi, allsstađar er barist fyrir betri launum, hér og ţar fyrir afnámi framleiđslu á heimilum. Fólk í vanţróuđum, lítilsmetnum störfum í stórborgum, íbúar lítilla borga úti á landi, sem móktu í kyrrđinni, ţorpsbúar međ arfleifđ bćndaánauđarinnar - allir fara nú skyndilega ađ hugsa til réttinda sinna, ţegar ţeir vöknuđu viđ janúareldinguna, og reyna nú ákaft ađ bćta úr ţví sem vanrćkt var. Í rauninni var ţví kjarabaráttan ekki sundrung ađgerđanna, heldur einungis breyting víglínunnar, skyndileg og eđlileg umskipti frá fyrstu allsherjarorrustunni viđ einveldiđ til almenns uppgjörs viđ auđvaldiđ. Ţađ hlaut samkvćmt eđli sínu ađ koma fram í mynd einstakra, ađskilinna kjarabaráttuađgerđa. Ţađ var ekki svo ađ pólitískar stéttarađgerđir í janúar hafi veriđ brotnar niđur er allsherjarverkfalliđ rann sundur í verkföll kjarabaráttu, heldur ţvert á móti: eftir ađ tćmt var ţađ inntak stjórnmálaađgerđanna sem var mögulegt viđ ţessar ađstćđur og á ţessu stigi byltingarinnar, runnu ţćr sundur, eđa öllu heldur breyttust í kjarabaráttu.

Ţví ţegar betur er ađ gáđ, hverju gat allsherjarverkfalliđ í janúar áorkađ frekar? Ţađ ţarf fullkomiđ umhugsunarleysi til ađ vćnta ţess ađ einveldiđ yrđi eyđilagt međ einu höggi, međ einu einasta "langvarandi" allsherjarverkfalli ađ fyrirmynd stjórnleysingja. Í Rússlandi verđur öreigastéttin ađ steypa einveldinu. En til ţess ţarf öreigastéttin pólitíska skólun, stéttarvitund og skipulag, allt ţetta á háu stigi. En ţetta getur hún ekki öđlast af bćklingum og dreifiritum, heldur ađeins úr hinum lifandi stjórnmálaskóla sínum, af baráttu og í baráttu, í áframhaldandi gangi byltingarinnar. Ennfremur er ekki hćgt ađ steypa einveldinu hvenćr sem vera skal, bara međ nćgjanlegu "átaki" og "ţolgćđi". Fall einveldisins er einungis ytri merki um innri ţróun rússnesks samfélags, stétta ţess og félagslega. Til ţess ađ einveldinu verđi steypt, ţarf komandi, borgaralegt Rússland fyrst ađ mótast hiđ innra, stéttir nútímans ađ ađgreinast. Til ţess ţarf sundurgreiningu mismunandi laga samfélagsins og hagsmuna, myndun stjórnmálaflokka, bćđi byltingarsinnađra öreiga, en ekki síđur flokka frjálshyggjumanna, róttćkra, smáborgaralegra, íhaldsmanna og afturhaldsins. Til ţess ţarf sjálfsvitund, sjálfsţekkingu og stéttarvitund, ekki bara alţýđunnar, heldur líka borgaralegra hópa. En ţeir geta heldur ekki myndast og ţroskast nema í baráttu, í byltingarferlinu sjálfu, í lifandi skóla atburđanna, í árekstri viđ öreigastéttina og hver viđ annan, í sífelldum gagnkvćmum átökum. Ţessi ađgreining stétta og ţroski í borgaralegu samfélagi, sem og barátta ţess gegn einveldinu, verđur annarsvegar örđugri vegna hins einkennilega forystuhlutverks öreigastéttarinnar og ađgerđa hennar, sem ţó hinsvegar örva ţetta líka og hrađa ţví. Djúpstraumar samfélagsbreytinga byltingarinnar rekast á hver annan og stöđva, magna innri andstćđur byltingarinnar, en útkoman verđur sú ađ ţeir hrađa sinni óskaplegu útrás og magna hana.

Ţetta viđfangsefni, ađ steypa einveldinu, virđist svo einfalt og bert, alveg vélrćnt. En ţađ krefst langrar samfélagsţróunar, ađ samfélagsgrunnurinn verđi alveg grafinn upp, hiđ neđsta verđur ađ fćrast upp, hiđ efsta niđur. Ţađ sem virđist "samrćmi" verđur glundrođi, og úr ţví sem virđist "stjórnleysisglundrođi", verđur ađ skapa nýtt samrćmi. Og í ţessari félagslegu uppstokkun gamla Rússlands var ekki bara janúarelding fyrsta allsherjarverkfallsins ómissandi, heldur enn frekar hiđ mikla ţrumuveđur verkfalla kjarabaráttu um voriđ og sumariđ. Bitur almenn átök launavinnu viđ auđmagn leiddu í jafnríkum mćli til ađ greina sundur mismunandi ţjóđfélagshópa, til ađ ţroska stéttarvitund byltingarsinnađra öreiga og einnig frjálslyndrar og íhaldssamrar borgarastéttar. Og eins og launabaráttan í borgum stuđlađi ađ myndun hins sterka konungssinnaflokks iđnjöfranna í Moskvu, ţannig leiddi hinn rauđi hani sveitauppreisnarinnar miklu í Líflandi til bráđs bana hinnar frćgu Semstwo-frjálshyggju ađalslandeigenda. En jafnframt gaf tímabil kjarabaráttu, voriđ og sumariđ 1905, borgaöreigum fćri á ađ tileinka sér alla lćrdóma janúarforleiksins eftir á, í mynd ákafs áróđurs og leiđsagnar sósíalista. Ţannig áttuđu ţeir sig á frekari verkefnum byltingarinnar. En ţví tengist annar varanlegur félagslegur ávinningur: afkoma öreigastéttarinnar batnađi almennt, efnahagslega, félagslega og andlega. Verkföllum vorsins 1905 lauk nćstum öllum međ sigri. Hér eru dćmi úr geysilegu stađreyndaflóđinu, sem enn er ađ mestu ómögulegt ađ sjá yfir, ţađ eru nokkur helstu verkföll í Varsjá einni sem sósíalistaflokkur Póllands og Litáens stýrđi. Eftir fjögurra til fimm vikna verkfall sem hófst 25. og 26. janúar, í mestu málmiđjum Varsjár[7], alls 22 verksmiđjum, náđu allir verkamenn fram níu stunda vinnudegi, 15-25% launahćkkun og ýmsum minniháttar kröfum. Á stćrstu vinnustöđum timburiđju Varsjár náđu verkfallsmenn fram níu stunda vinnudegi ţegar 23. febrúar. En ţeir létu sér ţađ ekki nćgja og stóđu fast á átta stunda vinnudegi, sem ţeir komu á eftir vikuverkfall í viđbót, ásamt launahćkkun. Múrarar hófu í heild verkfall 27. febrúar, kröfđust átta stunda vinnudags skv. vígorđi sósíalista, og 11. mars náđu ţeir fram níu stunda vinnudegi, launahćkkun fyrir alla flokka, reglubundnum vikulegum útborgunum, o. s. frv., o. s. frv. Málarar, vagnasmiđir, söđlasmiđir og járnsmiđir náđu allir fram átta stunda vinnudegi án launalćkkunar. Á símanum var verkfall í tíu daga, ţar fékkst átta stunda vinnudagur og launahćkkun um 10 til 15%. Í línvefiđjunni miklu Hielle & Dietrich (10.000 verkamenn) náđist eftir níu vikna verkfall stytting vinnutíma um klukkustund og 5-10% launahćkkun. Og sami árangur sést í ótal tilbrigđum í öllum öđrum starfsgreinum Varsjár, einnig í Lodz og í Sosnowiec.

Í Rússlandi sjálfu náđist fram átta stunda vinnudagur: í desember 1904 hjá ýmsum flokkum olíuverkamanna í Bakú, í maí 1905 hjá sykurverkamönnum umhverfis Kiew, í janúar 1905 í öllum bókaprentsmiđjum Samara (ţar voru ákvćđislaun jafnframt hćkkuđ og refsiákvćđi afnumin), í febrúar í verksmiđju fyrir herlćknistćki, húsgagnasmiđju og skothylkjaverksmiđju í Pétursborg. Ennfremur voru teknar upp átta tíma vaktir í námunum viđ Wladiwostok. Í mars komst á átta stunda vinnudagur í vélsmiđjum Stofnunar ríkisskuldabréfa, í apríl hjá smiđum Bobruisk-borgar, í maí hjá starfsmönnum rafbrautarinnar í Tiflis, ţá komst á átta og hálfrar stundar vinnudagur í bómullarvefiđjunni miklu í Morosoff (jafnframt var nćturvinna afnumin og laun hćkkuđ um 8%). Í júní komst átta stunda vinnudagur á í fáeinum olíuvinnslustöđvum í Pétursborg og Moskvu, í júlí átta og hálfrar stundar vinnudagur hjá smiđum Pétursborgarhafnar, í nóvember í öllum prentsmiđjum í einkaeign í Orelborg (jafnframt var tímakaup hćkkađ um 20%, ákvćđislaun um 100% og komiđ á gerđardómi).

Níu stunda vinnudegi var komiđ á allsstađar hjá járnbrautunum (í febrúar), á mörgum opinberum vinnustöđum hjá her og flota, í flestum verksmiđjum Berdjansk-borgar, í öllum prentsmiđjum borganna Poltawa og Minsk, níu og hálfur tími á skipasmíđastöđinni, vélaverkstćđinu ogmálmsteypunni í borginni Nikolajew, og í júní á mörgum veitingastöđum og kaffihúsum Varsjár, eftir almennt verkfall ţjóna ţar (einnig fengu ţeir launahćkkun um 20-40% og tveggja vikna orlof árlega).

Tíu stunda vinnudagur náđist fram í nćr öllum verksmiđjum borganna Lodz, Sosnowiec, Riga, Kowno, Reval, Dorpat, Minsk, Hvarkoff, hjá bökurum í Odessa, á handverkstćđum í Kisjinjoff, nokkrum hattagerđum í Pétursborg, eldspýtnaverksmiđjunum í Kowno (og laun jafnframt hćkkuđ um 10%), á öllum opinberum vinnustöđum hjá flotanum og hjá öllum hafnarverkamönnum. Launahćkkun er almennt minni en stytting vinnutíma, en samt veruleg Ţannig komst verksmiđjuráđ Varsjárborgar ađ ţeirri niđurstöđu í mars 1905, ađ laun hefđu almennt hćkkađ um 15%. Í vefiđjukjarnanum Iwanowo-Wosnessensk nam launahćkkunin 7-15%, í Kowno fengu 73% allra verkamanna hlut í launahćkkuninni. Föstum lágmarkslaunum var komiđ á, í nokkrum bökunarhúsanna í Odessa, í skipasmíđastöđinni viđ Newa í Pétursborg, o. s. frv. Vissulega eru ţessar tilslakanir víđa teknar aftur á ýmsan hátt. En ţađ verđur ađeins tilefni til nýrrar hefndarbaráttu, enn biturri en áđur. Ţannig varđ verkfallsskeiđiđ voriđ 1905 af sjálfu sér forleikur óendanlegrar keđju sífellt víđtćkari kjarabaráttu, ţar sem hvađ greip inn í annađ, og ţađ stendur fram á ţennan dag. Á tímum ytri kyrrstöđu byltingarinna ţegar símskeytin fluttu engar ćsifréttir frá rússnesku vígstöđvunum, ţegar vesturevrópskir lesendur lögđu vonsviknir frá sér morgunblađiđ međ ţeim orđum ađ "ekkert gerđist" í Rússlandi, ţá hélt í rauninni áfram hiđ mikla moldvörpustarf byltingarinnar, hvíldarlaust, dag eftir dag, stund fyrir stund. Óţrotleg, áköf kjarabaráttan rekur auđvaldiđ ć hrađar af stigi frumupphleđslu, gerrćđislegrar rányrkju, á hánútímalegt stig tćknimenningar. Nú er raunverulegur vinnutími í rússneskum iđnađi ekki ađeins styttri en rússnesk verksmiđjulög kveđa á um, ţ.e. ellefu og hálfrar stundar vinnudagur, heldur hefur ţróunin fariđ framúr raunverulegum ađstćđum í Ţýskalandi. Á flestum sviđum rússneskrar stóriđju er nú tíu stunda vinnudagur, í Ţýskalandi er ţađ álitiđ markmiđ sem verđi ekki náđ í félagsmálalöggjöf. Já, ekki nóg međ ţađ. Ţessi "efnahagslögstjórn"[8], sem menn eru svo hrifnir af í Ţýskalandi ađ hennar vegna vilja fylgjendur endurskođunarstefnunnar halda hverjum hressandi gusti frá stöđupolli ţingrćđisins sem eitt er ţeim hjálprćđi; hún fćđist í Rússlandi mitt í byltingarstorminum, af byltingunni, ásamt međ pólitískri "lögstjórn". Reyndar er ţađ ekki bara afkoma verkalýđsins sem hefur almennt batnađ, eđa öllu heldur menningarstig hans. Í byltingunni er ekkert rúm fyrir efnislega afkomu í mynd varanlegrar vellíđanar. Hún er full af mótsögnum og andstćđum. Í senn leiđir hún til furđulegs sigurs í kjarabaráttunni og grófustu hefndarađgerđa auđvaldsins. Einn daginn leiđir hún til átta stunda vinnudags, annan dag til fjöldaverkbanns og hungurs hundrađa ţúsunda. Dýrmćtast viđ ţetta krappa ris og hnig byltingaröldunnar, er ţađ sem varir, andleg áhrif hennar, stökkţróun öreiganna ađ viti og menningu.Ţađ er varanleg trygging fyrir óstöđvandi framţróun ţeirra í kjara- og stjórnmálabaráttu. En ekki nóg međ ţađ. Sjálft samband verkamanna og atvinnurekenda breytist algerlega, eftir allsherjarverkfalliđ í janúar og verkföllin ţar á eftir 1905, er "húsbóndaregla" auđvaldsins í rauninni afnumin. Í stćrstu verksmiđjum allra helstu iđnađarsvćđa hafa verkamannanefndir myndast einsog af sjálfu sér. Atvinnurekendur semja ađeins viđ ţćr, ţćr skera úr öllum deilum. Og enn eitt ađ lokum: Verkföllin sem virtust alger glundrođi og byltingarađgerđirnar sem virtust "óskipulegar" eftir janúarverkfalliđ, ţau eru upphaf ákafs skipulagsstarfs. Frú Saga ullar hlćjandi ađ kerfisbundnum skriffinnunum langt í burtu, sem grimmúđugir verja hliđ stéttarfélagasćlu Ţýskalands. Styrk samtök áttu ađ vera óhjákvćmileg forsenda ţess ađ einhverntíma yrđi reynt ađ gera allsherjarverkfall í Ţýskalandi, ţau ţurfti ţví ađ víggirđa einsog ósigranlegt virki. En í Rússlandi fćddust ţessi samtök ţvert á móti af fjöldaverkfalli: Varđmenn ţýskra verkalýđsfélaga óttast ţađ mest ađ í umróti byltingarinnar mölvist samtökin einsog dýrmćtt postulín. En rússneska byltingin sýnir algera andstćđu ţessa: úr umróti og stormi, eldi og glóđ fjöldaverkfalla og götubardaga, rísa einsog Venus úr öldufrođunni: fersk, ung, öflug og lífsglöđ verkalýđsfélög.

Hér er nú aftur eitt lítiđ dćmi, sem er einkennandi fyrir allt ríkiđ. Á öđru ţingi verkalýđsfélaga Rússlands, sem var haldiđ í Pétursborg í febrúar 1906, sagđi fulltrúi verkalýđsfélaga í Pétursborg í skýrslu um ţróun ţeirra:

"Ţann 22. janúar 1905, sem skolađi Gapons-félaginu burt, urđu skil. Verkalýđsfjöldinn lćrđi af atburđunum ađ meta mikilvćgi skipulagđra samtaka, og skildi, ađ hann einn gat skapađ ţessi samtök. Í beinum tengslum viđ janúarhreyfinguna verđur til fyrsta verkalýđsfélagiđ í Pétursborg, félag bókprentara. Nefndin sem kosin var til ađ ákvarđa taxtann, samdi lög félagsins og 19. júní varđ verkalýđsfélagiđ til. Um svipađ leyti var stofnađ stéttarfélag skrifstofufólks og bókhaldara. Auk ţessara félaga, sem voru nánast opinber (lögleg), urđu einnig til hálflögleg og ólögleg félög frá janúar til október 1905. Međal hinna fyrrnefndu var félag starfsfólks í lyfjaverslunum. Af ólöglegum verkalýđsfélögum verđur sérstaklega ađ nefna félag úrsmiđa, en fyrsti fundur ţess var leynilegur, haldinn 24. apríl. Allar tilraunir til ađ kalla saman almennan, opinberan fund, strönduđu á harđsvírađri mótspyrnu lögreglunnar og atvinnurekenda, ţ.e. verslunarráđs. Ţessi ósigur kom ekki í veg fyrir tilveru verkalýđsfélagsins. Ţađ hélt leynilega fundi 9. júní og 14. ágúst, auk stjórnarfunda. Félag klćđskera, kvenna og karla, var stofnađ voriđ 1905 á fundi 70 klćđskera úti í skógi. Eftir ađ rćtt hafđi veriđ um félagsstofnun var kosin nefnd til ađ semja félagslög. Allar tilraunir nefndarinnar til ađ tryggja verkalýđsfélaginu löglega tilveru, reyndust árangurslausar. Starf ţess takmarkast viđ áróđur og ađ fá inn félagsmenn á einstökum vinnustöđum. Ámóta örlög hlaut félag skósmiđa. Í júlí var haldinn leynilegur nćturfundur í skógi utanviđ borgina. Meira en 100 skósmiđir komu saman, haldin var rćđa um mikilvćgi verkalýđsfélaga, sögu ţeirra í Vestur-Evrópu og hlutverk í Rússlandi. Síđan var samţykkt ađ stofna verkalýđsfélag, 12 manns voru kjörnir í nefnd til ađ semja lög og bođa almennan fund skósmiđa. Lögin voru samin, en ađ sinni tókst hvorki ađ prenta ţau né ađ kalla saman almennan fund".

Ţetta voru fyrstu, erfiđu sporin. Síđan komu októberdagarnir, annađ almennt allsherjarverkfall, yfirlýsing zarsins 30. Október[9] og"stjórnarskrárskeiđiđ" stutta. Brennandi af ákafa köstuđu verkamenn sér út í bylgjur stjórnmálafrelsis til ađ nota ţađ strax í skipulagsstarfinu. Auk daglegra stjórnmálafunda, umrćđna og félagsstofnana, er strax fariđ ađ útbreiđa verkaiýđshreyfinguna. Í október og nóvember verđa til fjörutíu ný verkalýđsfélög í Pétursborg. Ţar er stofnuđ "miđnefnd", ţ.e. samband verkalýđsfélaga, ýmis blöđ verkalýđsfélaga fara ađ birtast, og frá ţví í nóvember kemur út sameiginlegt blađ ţeirra: Verkalýđsfélagiđ. Ţađ sem hér á undan var sagt um Pétursborg, gildir í stórum dráttum um Moskvu og Odessa, Kiew og Nikolajew, Saratow og Woronesh, Samara og Nishni Nowgorod, um allar stórar borgir í Rússlandi, og enn frekar í Póllandi. Verkalýđsfélög einstakra borga tóku upp samband sín í milli, haldnar voru ráđstefnur. Lok "stjórnarskrártímans" og hvörfin til afturhalds í desember 1905 leiđa til ţess ađ um sinn lýkur opnu, víđtćku starfi verkalýđsfélaganna, ţótt ţau deyji ekki. Ţau starfa sem leynileg samtök og heyja jafnframt opinbera kjarabaráttu. Til verđur undarleg blanda af löglegu og ólöglegu ástandi faglegrar baráttu, ţetta samsvarar mótsagnakenndum byltingarađstćđunum. En mitt í baráttunni heldur skipulagsstarfiđ áfram af fullri nákvćmni, já af smámunasemi. Verkalýđsfélög Sósíalistaflokks Póllands og Litáens, t. d. sem áttu fimm fulltrúa 10. 000 fullgildra félagsmanna á síđasta flokksţingi ( í júni 1906), ţau hafa frágengin félagslög, prentuđ félagsskírteini, límmiđa, o. s. frv. Og sömu bakarar, skósmiđir, málmsmiđir og bókaprentarar í Varsjá og Lódz, sem í júní 1905 stóđu á götuvígjunum og í desember biđu bara eftir vígorđi frá Pétursborg, til ađ fara út í götubardaga, ţeir finna sér tíma á milli allsherjarverkfalla, milli fangelsa og verkbanna, viđ umsátursástand rćđa ţeir félagslög sín nákvćmlega og af heilagri alvöru. Já, ţessir götuvígjaliđar gćrdagsins og morgundagsins hafa oftar en einu sinni hundskammađ leiđtoga sína á fundum og hótađ ađ ganga úr flokkinum, af ţví ađ ţađ gekk ekki nógu fljótt ađ prenta ţessi árans félagsskírteini verkalýđsfélaga í leynilegum prentsmiđjum, undir stöđugum lögregluofsóknum. Ţessi ákafi og ţessi alvara ríkja enn. Tvćr fyrstu vikurnar í júlí 1906 urđu t.d. til í Jekaterinoslaw 15 ný verkalýđsfélög; 6 í Kostroma, mörg í Kiew, Poltawa, Smolensk, Tsjerkassy, Proskuroff - allt niđur í minnstu krummaskuđ. Á fundi sambands verkalýđsfélaga í Moskvu, 4. júní ţ. á., var ákveđiđ, eftir ađ einstakir fulltrúar höfđu flutt skýrslur sínar, "ađ verkalýđsfélögin ćttu ađ aga félagsmenn sína, og halda ţeim frá götuóeirđum, ţví nú vćri ekki rétti tíminn fyrir fjöldaverkfall. Hćfi ríkisstjórnin ögranir, áttu verkalýđsfélögin ađ halda mannfjöldanum frá ţví ađ streyma út á götu. Loks ákvađ sambandiđ ađ ţegar eitt verkalýđsfélag er í verkfalli, skuli önnur halda sig frá kjarabaráttu. Kjarabaráttunni er nú oftast stýrt af verkalýđsfélögum[10].

Kjarabaráttan mikla sem fylgdi janúarverkfallinu, stendur enn. Hún myndar breiđan bakgrunn byltingarinnar og hefur sífellt gagnvirk áhrif á pólitískan áróđur og ytri atburđi byltingarinnar. Af ţessu kemur sífellt til einstakra sprenginga og almennra stórađgerđa öreigastéttarinnar. Af ţessum grundvelli rísa bálin: 1. maí 1905 er haldiđ upp á dag verkalýđsins međ dćmalausu algjöru allsherjarverkfalli í Varsjá, alveg friđsamlegar fjöldaađgerđir sem lyktađi međ blóđugum átökum varnarlauss mannfjöldans viđ hermenn. - Í júní dreifđu hermenn fjöldaútifundí í Lodz. Ţađ leiddi til mótmćlaađgerđa 100.000 verkamannaviđ jarđarför nokkurra fórnarlamba hermannaskrílsins, nýrra átaka viđ herinn og loks allsherjarverkfalls, sem ţróađist yfir í fyrstu götuvirkjabardagana í keisararíkinu ţann 23., 24. og 25. Og í júní varđ líka sprengingin í Odessahöfn: lítilfjörlegt atvik um borđ í beitiskipinu Potjomkín varđ ađ fyrstu miklu sjóliđauppreisn Svartahafsflotans. Hún kallađi ţegar fram feiknalegt fjöldaverkfall í Odessa og Nikolajew. Ennfremur leiđir af ţessu fjöldaverkfall og sjóliđauppreisn í Kronstadt, Libau og Wladiwostok.

Í október kemur hin stórfenglega tilraun međ ađ koma á átta stunda vinnudegi í Pétursborg. Fulltrúaráđ verkalýđsins ákveđur ađ koma á átta stunda vinnudegi í Pétursborg á byltingarhátt. Ţađ merkir ađ á tilteknum degi tilkynna allir verkamenn Pétursborgar atvinnurekendum sínum, ađ ţeir vilji ekki vinna lengur en átta stundir á dag, og yfirgefa svo vinnusali ţegar ţćr eru liđnar. Ţessi hugmynd gefur tilefni til ákafs áróđurs. Öreigarnir taka henni međ fögnuđi og framkvćma, ţótt ţađ kosti miklar fórnir. Ţannig kostađi t.d. átta stunda vinnudagur vefiđjufólk mikinn launamissi, ţví ţađ hafđi ţangađ til unniđ ellefu tíma, og ţađ í ákvćđisvinnu. En ţađ tók ţessu međ glöđu geđi. Innan viku ríkti átta stunda vinnudagur í öllum verksmiđjum og vinnustöđum Pétursborgar, og fögnuđur verkalýđsins er takmarkalaus. Vinnuveitendur urđu klumsa, en brátt rísa ţeir til varnar, alls stađar er hótađ ađ loka verksmiđjunum. Hluti verkalýđsins gengur til samninga og nćr ýmist fram tíu eđa níu stunda vinnudegi. En úrvalssveitir öreiganna í Pétursborg, verkamenn í hinum miklu málmiđjum ríkisins, láta ekki bifast, og nú kemur verkbann sem setur 45.000 til 50.000 manns út á gaddinn í mánuđ. Međ ţessum endalokum rann átta stunda hreyfingin yfir í almennt fjöldaverkfall í desember, en verkbanniđ mikla hindrađi ţađ ađ verulegu leyti.

En í október kom svariđ viđ tillögum Bulygins um dúmuna[11], annađ, geysilegt fjöldaverkfall um allt keisararíkiđ. Nú áttu járnbrautamenn frumkvćđiđ. Ţessar ađrar meginbyltingarađgerđir öreigastéttarinnar eru nú allt annars eđlis en ţćr fyrstu, í janúar. Pólitísk vitund gegndi miklu meira hlutverki. Nú var reyndar líka nćsta tilefni upphafs fjöldaverkfallsins lítilfjörlegt og ađ ţví er virtist tilviljunarkennt: járnbrautarmenn deildu viđ framkvćmdastjórnina um eftirlaunasjóđ. En á eftir fylgdi almenn uppreisn iđnađaröreiganna, og hún var borin uppi af skýrri pólitískri hugmynd. Forleikur janúarverkfallsins var bón til zarsins um stjórnmálafrelsi, en í októberverkfallinu var kjörorđiđ: Burt međ stjórnarskrárskrípaleik zarsins: Og vegna umsvifalauss árangurs allsherjarverkfallsins, en hann var tilskipun zarsins 30. október, rennur hreyfingin nú ekki aftur inn á viđ, einsog í janúar, til ađ heyja efnahagslega stéttarbaráttu frá upphafi, heldur rennur hún nú út á viđ í ađ beita ákaft nýunnu stjórnmálafrelsi. Andófsađgerđir, fundir, ný blöđ, opinberar umrćđur og lokapunkturinn: blóđbađ, fjöldamorđ. Ţví fylgja ný fjöldaverkföll og andófsađgerđir, ţannig liđu nóvember og desember í stormi. Ađ frumkvćđi sósíalista er í nóvember í Pétursborg fyrsta fjöldaverkfall sem mótmćlaađgerđ gegn blóđbađinu og gegn yfirlýsingu um neyđarástand í Líflandi og Póllandi. Ólgan eftir ađ menn vöknuđu hrottalega af stuttum stjórnarskrárdraumi, leiđir loks til ţess í desember, ađ ţriđja almenna fjöldaverkfalliđ brýst út um allt keisararíkiđ. Núna er gangur ţess og lok allt öđruvísi en í fyrri tvö skiptin. Stjórnmálaađgerđir breytast ekki lengur í kjarabaráttu eins og í janúar, en ţćr leiđa heldur ekki til skjóts sigurs eins og í október. Hirđsnápar keisarans gera ekki fleiri tilraunir međ raunverulegt stjórnmálafrelsi, og byltingarađgerđirnar rekast ţví fyrsta sinni á fastan vegg efnislegs valds einveldisins, yfir alla línuna. Vegna rökréttrar innri ţróunar atburđarásarinnar breytist fjöldaverkfalliđ nú í opinbera uppreisn, í vopnađa baráttu á götum og götuvirkjum í Moskvu. Desemberdagarnir í Moskvu eru hápunkturinn á rísandi öldu stjórnmálaađgerđa og hreyfingar fjöldaverkfalla. Ţannig lauk fyrsta mikla starfsári byltingarinnar. Atburđirnir í Moskvu sýna líka í smáum mćlikvarđa rökrétta ţróun og framtíđ byltingarhreyfingarinnar í heild. Henni hlýtur ađ lykta međ almennri, opinberri uppreisn. Hún getur hinsvegar fyrir sitt leyti ekki komiđ til nema eftir skóla heillar keđju af takmörkuđum uppreisnum. Ţćr eru undirbúningurinn, og einmitt ţessvegna getur ţeim ekki lyktađ öđruvísi en međ takmörkuđum ytri "ósigrum". Sé litiđ á hverja fyrir sig, munu ţćr ţví virđast "ótímabćrar". Áriđ 1906 koma dúmukosningar og dúmumáliđ. Af öflugri byltingarvitund og glöggum skilningi á ađstćđum hunsar öreigastéttin allan stjórnarskrárskrípaleik zarsins, og frjálshyggjumenn taka aftur framsviđ stjórnmálanna í nokkra mánuđi. Ástand ársins 1904 virđist koma aftur. Tímaskeiđ rćđuhalda kemur í stađ framkvćmda og öreigastéttin hverfur um tíma í skuggann, en er ţá ţeim mun ötulli viđ faglega baráttu og skipulagsstarf. Fjöldaverkföllin hverfa, en snarkandi flugeldum málskrúđs frjálslyndra er skotiđ upp, dag eftir dag. Ađ lokum skellur járntjaldiđ skyndilega niđur, leikurunum er ţeytt í burtu, af flugeldum frjálslyndra er ekkert eftir nema reykur og svćla. Tilraun miđstjórnar rússneska sósíalistaflokksins til ađ kalla fram fjórđa allsherjarverkfalliđ um allt Rússland, til ađ krefjast ţings og hefja aftur tímaskeiđ frjálslyndra rćđuhalda, mistekst algerlega. Pólitísk fjöldaverkföll ein saman hafa lokiđ hlutverki sínu, enn er ekki komiđ ađ ţví ađ fjöldaverkföll geti ţróast yfir í almenna alţýđuuppreisn og í götubardaga. Ţćtti frjálslyndra er lokiđ, ţáttur öreiganna enn ekki hafinn ađ nýju. Sviđiđ stendur autt ađ sinni.

 

IV

Hér ađ framan hefi ég reynt ađ draga upp sögu fjöldaverkfalla í Rússlandi í fáeinum dráttum. Fljótlegt yfirlit um ţessa sögu sýnir ţegar í stađ mynd sem líkist ekki í minnsta drćtti ţeirri sem menn hafa gert sér, ţegar fjöldaverkföll eru rćdd í Ţýskalandi. Í stađinn fyrir stífar innantómar útlínur ţurra pólitískra "ađgerđa", sem eru framkvćmdar ađ ákvörđun ćđstu yfirstjórnar, eftir áćtlun og af gćtni, birtist okkur bráđlifandi lífvera af holdi og blóđi, og hana er allsekki hćgt ađ skera úr stórum ramma byltingarinnar, hún er tengd öllum hlutum byltingarinnar međ ţúsund ćđum.

Fjöldaverkföll, einsog ţau birtast í rússnesku byltingunni, eru svo breytileg fyrirbćri, ađ í ţeim birtast öll skeiđ pólitískrar baráttu og faglegrar, öll stig byltingarinnar og stundir. Nothćfni ţeirra, áhrifamáttur og uppsprettur breytast sífellt. Ţau opna byltingunni skyndilega nýjar víddir, ţegar hún virđist komin í ógöngur, og ţau bregđast óđar ţegar menn ţykjast geta treyst alveg á ţau. Ýmist flćđa ţau um allt ríkiđ sem breiđ hafalda eđa greinast í feiknalegt net mjórra strauma, ýmist gjósa ţau upp úr undirdjúpunum sem fersk uppspretta eđa leka alveg niđur í jörđina. Verkföll í stjórnmála- og kjarabaráttu, fjöldaverkföll og takmörkuđ, verkföll sem andófsađgerđ og baráttuverkföll, allsherjarverkföll í einstökum greinum og í einstökum borgum, róleg launabarátta og orrustur á götum úti, barátta á götuvígjum allt rennur ţetta hvađ innan um annađ, hliđ viđ hliđ, ţvert á hvađ annađ, yfir hvađ annađ. Ţetta er síhvikult, breytilegt haf fyrirbćra. Og hreyfilögmál ţessara fyrirbćra verđur ljóst: Ţađ felst ekki í fjöldaverkföllunum sjálfum, ekki í tćknilegum sérkennum ţeirra, heldur í afstćđum pólitískra og félagslegra afla byltingarinnar. Fjöldaverkföll eru ađeins form byltingarbaráttunnar, og hver breyting á afstćđum stríđandi afla, í ţróun flokka og ađgreiningu stétta, á stöđu gagnbyltingaraflanna, allt hefur ţetta ţegar áhrif á verkfallsađgerđir, eftir ţúsund ósýnilegum leiđum, sem varla er hćgt ađ fylgjast međ. En ţó stöđvast verkfallsađgerđirnar varla eitt andartak. Form ţeirra breytist ađeins, hve vítt ţćr ná, áhrif ţeirra. Ţćr eru lifandi púls byltingarinnar, og jafnframt máttugasta hreyfiafl hennar. Í stuttu máli: fjöldaverkföll, einsog ţau birtast í rússnesku byltingunni, eru ekki sniđug ađferđ sem hugsuđ var upp til ađ gera baráttu öreiganna öflugri, heldur eru ţau hreyfingarháttur öreigafjöldans, birtingarmynd baráttu öreigastéttarinnar í byltingu. Af ţessu má leiđa nokkur almenn sjónarmiđ til ađ dćma um fjöldaverkföll.

1. Ţađ er alrangt ađ hugsa sér fjöldaverkföll sem athöfn, einstaka framkvćmd. Fjöldaverkföll eru öllu heldur nafn, safnheiti á skeiđi stéttabaráttunnar sem stendur árum saman, e.t.v. áratugum saman. Af öllum ţeim óteljandi mismunandi fjöldaverkföllum, sem orđiđ hafa í Rússlandi undanfarin fjögur ár, á fyrirmyndin: einstök stutt athöfn, einvörđungu pólitísk, kölluđ fram og lokiđ eftir áćtlun og ásetningi, ađeins viđ eina tegund, og hana minniháttar: verkfall sem hreina andófsađgerđ. Á öllu fimm ára skeiđinu eru ađeins fáein verkföll af ţessu tagi í Rússlandi, og vel ađ merkja eru ţau venjulega takmörkuđ viđ einstakar borgir. Ţar má nefna árlegt allsherjarverkfall 1. maí í Varsjá og í Lódz - í Rússlandi sjálfu hefur vinna hingađ til ekki veriđ lögđ niđur 1. maí svo heitiđ geti. Ennfremur er fjöldaverkfalliđ í Varsjá 11. september 1905 til ađ minnast Marcin Kasprzak, sem tekinn hafđi veriđ af lífi, í nóvember 1905 í Pétursborg til ađ mótmćla ţví ađ neyđarástandi hafđi veriđ lýst yfir í Póllandi og Líflandi, 22. janúar 1906[12] í Varsjá, Lodz, Czpstochowa og á kolasvćđinu viđ Dabrov og ađ hluta í nokkrum rússneskum borgum til ađ minnast ţess ađ ár var liđiđ frá blóđbađinu í Pétursborg; ennfremur var allsherjarverkfall í Tiflis í júlí 1906 til ađ lýsa yfir samstöđu međ hermönnunum sem voru dćmdir af herrétti fyrir uppreisn, loks af samskonar tilefni í september í ár međan herrétturinn sat í Reval. Öll önnur fjöldaverkföll og allsherjarverkföll, víđtćk eđa takmörkuđ, voru ekki andófsađgerđir, heldur baráttuverkföll. Ţví voru ţau mestmegnis sjálfsprottin, ćvinlega af sérstöku, stađbundnu tilefni, eftir ţví sem vildi til hverju sinni, án áćtlunar eđa ásetnings. Ţau uxu af frumafli upp í miklar hreyfingar, síđan kom ekki "skipulegt undanhald", heldur breyttust ţau ýmist í kjarabaráttu eđa götubardaga, eđa duttu niđur af sjálfum sér.

Í ţessari almennu mynd eru hrein pólitisk andófsverkföll mjög ţýđingarlítil - einstakir, litlir deplar undir afarmiklum flötum. Í tímarásinni má greina ţennan drátt: Ólíkt baráttuverkföllunum einkennast andófsverkföllin í mestum mćli af flokksaga, međvitađri stjórn og pólitískum hugmyndum. Samkvćmt kerfinu mćttu ţau virđast ćđsta og ţroskađasta form fjöldaverkfalla. En í rauninni eru ţau mikilvćgust í upphafi hreyfingarinnar. Ţannig var t.d. algert verkfall í Varsjá, 1. maí 1905, afar ţýđingarmikiđ fyrir öreigahreyfinguna í Póllandi, ţví ţetta var í fyrsta skipti sem ákvörđun sósíalistaflokksins var framkvćmd á svo undraverđan hátt. Sömuleiđis hafđi samúđarverkfalliđ í Pétursborg í nóvember sama ár mikil áhrif sem fyrsta dćmiđ um međvitađar, skipulagđar fjöldaađgerđir í Rússlandi. Alveg á sama hátt verđur "fjöldaverkfallstilraun" félaga okkar í Hamborg, 17. janúar 1906, sérlega mikilvćg í sögu komandi ţýskra fjöldaverkfalla, sem fyrsta ferska tilraunin međ svo umdeilt vopn. Einkum verđur ţađ vegna ţess hve vel hún tókst, hve vel hún sýndi baráttuanda og baráttugleđi verkalýđsins í Hamborg. Og ţegar tímaskeiđ fjöldaverkfalla í Ţýskalandi verđur einu sinni hafiđ af alvöru, leiđir ţađ jafnörugglega af sjálfu sér til ţess ađ vinna verđi í alvöru almennt lögđ niđur 1. maí. Hátíđahöldunum 1. maí ber eđlilega heiđurinn af ţví ađ verđa fyrstu miklu andófsađgerđirnar í fjöldabaráttunni. Í ţessum skilningi á ţessi "halta bikkja", einsog hátíđahöldin voru kölluđ á ţingi verkalýđsfélaganna í Köln, enn mikla framtíđ og mikiđ hlutverk fyrir sér í stéttabaráttu öreiganna í Ţýskalandi. En međ ţróun alvarlegrar byltingarbaráttu rénar mikilvćgi slíks andófs ört. Ţau atriđi sem gerđu ţađ hlutlćgt mögulegt ađ skipuleggja andófsverkföll skv. fyrirfram gerđri áćtlun og vígorđum flokkanna, voru vöxtur pólitískrar vitundar og skólunar öreigastéttarinnar. En einmitt sömu atriđi útiloka nú ţessháttar fjöldaverkföll; nú vill öreigastéttin í Rússlandi og sér í lagi hinn dugmesti framvörđur fjöldans, ekkert af andófsverkföllum vita. Verkamenn eru ekkert upplagđir fyrir spaug lengur, og vilja nú bara hugsa um alvarlega baráttu međ öllu ţví sem af henni leiđir. Ţáttur andófsađgerđa skipti enn miklu máli í fyrsta mikla fjöldaverkfallinu, í janúar 1905, ađ vísu ekki ađ yfirlögđu ráđi, heldur fremur í ómeđvituđu, sjálfsprottnu formi. Hinsvegar mistókst tilraun miđstjórnar rússneska sósíalistaflokksins ađ kalla fram fjöldaverkfall til ađ mótmćla upplausn ţingsins. Ástćđan var m. a. eindregin andúđ skólađra öreiganna á veiklulegum hálfverkum og tómum sýningum.

2. Ef viđ nú hverfum frá ţessari minniháttar tegund verkfalla, hreinum andófsađgerđum, og lítum á baráttuverkföll, sem bera í rauninni uppi ađgerđir öreiga í Rússlandi núna, ţá stingur ţađ ennfremur í augun, ađ hér er ógerlegt ađ ađgreina stjórnmálabaráttu og efnahagslega. Einnig hér víkur veruleikinn mjög frá hinu frćđilega kerfi. Ţađ er smásmuguleg hugmynd ađ fjöldaverkfall sem sé eingöngu pólitískt, sé ţróađasta og ćđsta stig faglegra allsherjarverkfalla, og ţví beri ađ ađgreina ţađ skarpt frá verkföllum kjarabaráttu. Ţetta afsannast rćkilega af reynslu rússnesku byltingarinnar. Ţetta kemur ekki ađeins sögulega fram í ţví, allt frá fyrstu miklu launabaráttu vefiđjufólks í Pétursborg til síđasta mikla allsherjarverkfallsins í desember 1905, ađ fjöldaverkföllin breytast ómerkjanlega úr kjarabaráttu í stjórnmálabaráttu, svo ađ nćr ógerlegt er ađ draga markalínu milli ţeirra. Einnig má segja ađ hvert einstakt hinna miklu fjöldaverkfalla enduspegli í smáu almenna sögu rússneskra fjöldaverkfalla. Ţau hófust á hreinni kjarabaráttu eđa allavega takmörkuđum stéttarfélagsátökum, og fóru svo allan tröppuganginn upp í stjórnmálaađgerđir. Hiđ mikla ţrumuveđur fjöldaverkfalla í Suđur-Rússlandi 1902 og 1903 hófst, einsog viđ sáum, í Bakú vegna ađgerđa gegn atvinnuleysingjum, í Rostow vegna launadeilu hjá járnbrautinni, í Tiflis úr baráttu búđarmanna fyrir styttri vinnutíma, í Odessa úr launabaráttu í einni, lítilli verksmiđju. Fjöldaverkfalliđ í janúar 1905 ţróađist uppúr innri átökum í Putiloffverksmiđjunum, októberverkfalliđ úr baráttu járnbrautarmanna fyrir eftirlaunasjóđi, desemberverkfalliđ loks úr baráttu póst- og símamanna fyrir félagafrelsi. Ţróun hreyfingarinnar í heild kemur ekki fram í ţví ađ upphafsstig kjarabaráttunnar falli brott, heldur miklu fremur í ţeim hrađa sem menn fara tröppurnar til pólitískra ađgerđa, og í ţví hve langt fjöldaverkfalliđ gengur.

En hreyfingin í heild fćrist ekki bara frá kjarabaráttu til stjórnmálabaráttu, heldur líka öfugt. Eftir ađ hinar miklu pólitísku fjöldaađgerđir hafa náđ hámarki stjórnmálalega, breytast ţćr allar í urmul verkfalla kjarabaráttu. Og ţetta á ekki einungis viđ um hvert einstakt hinna miklu fjöldaverkfalla, heldur líka byltinguna í heild. Eftir ţví sem stjórnmálabarátta verđur útbreiddari, skýrari og öflugri, víkur kjarabarátta hreint ekki, heldur útbreiđist hún, skipuleggst og eflist í sama mćli fyrir sitt leyti. Fullkomin víxlverkan er á milli ţessarar tvennskonar baráttu. Sérhvert nýtt áhlaup og nýr sigur í stjórnmálabaráttu verđur öflugur hvati kjarabaráttu, ţví ţetta víkkar í senn ytri möguleika hennar og hneigđ verkamannanna til ađ bćta stöđu sina, eykur baráttuvilja ţeirra. Eftir hverja freyđandi bylgju stjórnmálaađgerđa liggur frjóvgandi leir, og úr honum spretta óđar ţúsund grös kjarabaráttu. Og öfugt. Stöđugt styrjaldarástand milli verkamanna og auđvaldsins í kjarabaráttu heldur uppi baráttuţrekinu í öllum hléum stjórnmálabaráttu, ţađ myndar síferskt forđabúr stéttarmáttar öreiganna, ef svo mćtti segja. Í ţađ sćkir stjórnmálabarátta mátt sinn ć ađ nýju. Óţrotleg kjarabarátta öreigalýđsins leiđir jafnframt hér og ţar til einstakra, skarpra átaka, allar stundir, óvart springa út úr ţeim stjórnmálaátök í mesta mćli.

Í stuttu máli sagt: Kjarabaráttan tengir miđpunkta stjórnmálabaráttu, en hún frjóvgar jarđveg kjarabaráttu, hvađ eftir annađ. Orsök og afleiđing skiptast á sćtum öllum stundum. Ţessvegna fer ţví fjarri ađ efnahagslegur og stjórnmálalegur ţáttur tímaskeiđs fjöldaverkfalla ađgreinist skýrt eđa útiloki jafnvel hver annan, einsog smásmuguleg fyrirmyndin gerir ráđ fyrir. Öllu heldur tvinnast ţessir ţćttir, ţetta eru tvćr hliđar á stéttabaráttu öreiganna í Rússlandi. Og eining ţeirra er fjöldaverkföllin. Til ađ úthugsuđ kenning nái fram "hreinu pólitísku fjöldaverkfalli", ţarf hún ađ skera ţvert á fjöldaverkfalliđ. En ţegar svona er skoriđ, ţá leiđir ţađ einsog ćvinlega á rannsóknarstofu, ekki til ţekkingar á fyrirbćrinu í lífi og starfi, heldur ađeins til dauđa ţess.

3. Loks sjáum viđ af atburđunum í Rússlandi ađ fjöldaverkföll eru óađskiljanleg frá byltingunni. Saga rússneskra fjöldaverkfalla er saga rússnesku byltingarinnar. Heyri nú ţýsku endurskođunarsinnarnir okkar talađ um "byltingu", ţá hugsa ţeir ţegar til blóđbađs, götubardaga, púđurs og blýs, og rökrétt niđurstađa verđur: fjöldaverkföll leiđa óhjákvćmilega til byltingar, ţar af leiđandi megum viđ ekki gera ţau. Vissulega sést í Rússlandi, ađ nćstum hvert fjöldaverkfall leiđir loks til átaka viđ vopnađa verđi stjórnskipanar zarsins, í ţessu eru svokölluđ pólitísk verkföll alveg eins og meiriháttar kjarabarátta. En byltingin er annađ og meira en blóđbađ. Ólíkt skođun lögreglunnar sem sér byltinguna ađeins sem götuóeirđir og lćti, ţ.e. sem "óreiđu", lítur frćđilegur sósíalismi á byltinguna fyrst og fremst sem djúptćkar innri umbyltingar á félagslegum afstćđum stétta. Og frá ţessu sjónarmiđi er líka allt annađ samhengi milli byltingar og fjöldaverkfalla í Rússlandi, en kemur fram í ţeirri lítilfjörlegu uppgötvun ađ fjöldaverkföllum lýkur venjulega međ blóđbađi.

Viđ höfum hér ađ framan séđ innra kerfi rússnesku fjöldaverkfallanna, sem byggist á sífelldri víxlverkan stjórnmálabaráttu og efnahagslegrar. En ţessi víxlverkan rćđst einmitt af byltingarskeiđinu. Ţví einungis í rafmögnuđu lofti byltingartíma geta hver takmörkuđ, lítilvćg átök launavinnu og auđmagns orđiđ ađ almennri sprengingu. Í Ţýskalandi verđa árlega og daglega hinir áköfustu, ţjösnalegustu árekstrar milli verkamanna og atvinnurekenda, án ţess ađ baráttan fari út fyrir mörk einstakrar greinar eđa borgar, eđa jafnvel verksmiđju. Árásir á skipulagđa verkamenn eins og í Pétursborg, atvinnuleysi einsog í Bakú, launadeila einsog í Odessa, barátta fyrir félagafrelsi eins og í Moskvu, eru daglegt brauđ í Ţýskalandi. En í ekkert einasta skipti breiđist ţessi barátta út í sameiginlegar ađgerđir stéttarinnar. Og jafnvel ţegar hún breiđist út í einstök fjöldaverkföll, sem hafa tvímćlalaust pólitískan blć, jafnvel ţá vekja ţau ekki almennt ţrumuveđur. Sláandi sönnun ţessa er allsherjarverkfall hollenskra járnbrautarmanna. Ţótt ţađ mćtti mikilli samúđ, blćddi ţví út ţannig ađ öreigalýđur landsins hreyfđi sig ekki[13].

Á byltingarskeiđi losnar hinsvegar um félagslegan grundvöll stéttasamfélagsins og múra ţess, ţetta fćrist stöđugt til. Ađeins ţá geta sérhverjar stjórnmálaađgerđir öreigastéttarinnar á fáeinum klukkustundum komiđ hreyfingu á ţangađ til ósnortna hluta verkalýđsstéttarinnar. Eđlilega brýst ţađ umsvifalaust út í kjarabaráttustormi. Verkamenn sem vakna skyndilega viđ raflost stjórnmálaađgerđa, grípa í nćstu anddrá umfram allt til ţess sem nćst liggur: til varnar gegn efnahagslegum ţrćldómi sínum. Stormasamar ađgerđir stjórnmálabaráttu koma ţeim skyndilega til ađ finna fyrir ţví, dýpra en nokkurn hefđi grunađ, hve ţungt hinir efnahagslegu hlekkir ţrýsta ţeim niđur. Og á sama tíma og t.d. hin ákafasta stjórnmálabarátta í Ţýskalandi, kosningabarátta eđa ţingleg barátta um tollamál, hefur varla greinanleg áhrif á hvernig launabaráttan fer fram, sem rekin er á sama tíma í Ţýskalandi, né hve áköf hún verđur, ţá hafa sérhverjar stjórnmálaađgerđir öreigastéttarinnar í Rússlandi umsvifalaust ţau áhrif ađ sviđ kjarabaráttunnar víkkar og dýpkar.

Ţannig skapar byltingin fyrst ţćr félagslegu ađstćđur, sem gera ţađ mögulegt ađ kjarabaráttu slái beint yfir í stjórnmálabaráttu og öfugt, en ţađ kemur fram í fjöldaverkfalli. Og ţegar lágkúran sér samband fjöldaverkfalla og byltingar ađeins í blóđugum götubardögum, endalokum fjöldaverkfalla, ţá sýnir svolítiđ dýpri skođun atburđanna í Rússlandi ţveröfugt samhengi: í rauninni leiđa ekki fjöldaverkföll til byltingar, heldur elur byltingin af sér fjöldaverkföll.

4. Ţađ nćgir ađ draga saman ţađ sem hér er komiđ, til ađ skilja hvert er hlutverk međvitađrar forystu og frumkvćđis í fjöldaverkföllum. Fyrst fjöldaverkföll eru ekki einstakar athafnir, heldur heilt skeiđ stéttabaráttunnar, og ţetta skeiđ er sama og byltingarskeiđ, ţá er ljóst, ađ fjöldaverkföll er ekki hćgt ađ kalla fram ađ vild, ekki heldur ţótt ákvörđun um ţađ komi frá ćđstu yfirstjórn hins öflugasta sósíalistaflokks. Á međan sósíalistar hafa ţađ ekki í hendi sér ađ setja byltingar á sviđ eđa aflýsa ţeim ađ eigin mati, ţá nćgir ekki einu sinni hin mesta hrifning liđssveita sósíalista og óţolinmćđi til ađ kalla fram raunverulegt skeiđ fjöldaverkfalla, lifandi, öfluga alţýđuhreyfingu. Á grundvelli ákveđinnar afstöđu flokksstjórnar og flokksaga sósíalísks verkalýđs má mćtavel skipuleggja stuttar andófsađgerđir svosem fjöldaverkfalliđ í Svíţjóđ, eđa nýveriđ í Austurríki[14] eđa ţá í Hamborg 17. janúar. En ţađ er sami munur á ţessum andófsađgerđum annarsvegar og raunverulegu skeiđi byltingarsinnađra fjöldaverkfalla hinsvegar, og er á flotaheimsóknum í fjarlćgum höfnum ţegar ástandiđ í alţjóđamálum er erfitt og svo hinsvegar sjóorrustu. Fjöldaverkfall sem boriđ er uppi af tómum aga og hrifningu, verđur í besta tilviki stundarfrávik, dćmi um baráttuanda verkalýđsins. En síđan falla ađstćđur aftur í hversdagsskorđur. Vissulega falla fjöldaverkföll ekki heldur á byltingartímum beinlínis af himnum ofan.Verkamenn verđa ađ gera ţau á einn eđa annan veg. Ákvarđanir verkalýđsins og einbeitni skipta ţar máli og vissulega fellur frumkvćđi og frekari forysta eđlilega í skaut hins skipulagđa, upplýsta, sósíalíska kjarna öreigastéttarinnar. En ţetta frumkvćđi og ţessi forysta fćr svigrúm nćr eingöngu hvađ varđar einstakar ađgerđir, einstök verkföll; ţegar byltingarástandiđ ríkir fyrir, og raunar oftast innan marka einstakrar borgar. Ţannig hafa t.d. sósíalistar oft kvatt menn beinlínis til fjöldaverkfalls í Bakú, Varsjá, Lódz og Pétursborg, og ţađ hefur boriđ árangur einsog viđ sáum. En ţetta tekst miklu síđur gagnvart almennum hreyfingum öreigastéttarinnar í heild. Ennfremur eru frumkvćđi og međvitađri leiđsögn sett skýr mörk ţar. Einmitt međan byltingin stendur er afar erfitt fyrir stjórn öreigahreyfingar ađ sjá fyrir og reikna út hvađa tilefni og atriđi geti leitt til sprengingar, og hver ekki. Einnig hér felst frumkvćđi og stjórn ekki í ţví ađ skipa fyrir einsog manni dettur í hug, heldur í ţví ađ ađlaga sig sem allra best ađstćđum og vera í sem nánustu sambandi viđ hugarástand fjöldans. Einsog viđ sáum, eru sjálfsprottnar ađgerđir mjög mikilvćgar í öllum rússneskum fjöldaverkföllum án undantekningar, hvort sem ţćr voru hreyfiafl eđa hamla. En ţetta er ekki af ţví ađ sósíalistaflokkurinn sé enn ungur eđa veikburđa í Rússlandi[15], heldur af ţví, ađ í hverri einustu athöfn baráttunnar hafa svo margir óyfirsjáanlegir ţćttir áhrif, efnahagslegir, pólitískir og félagslegir, almennir og stađbundnir, efnislegir og andlegir, ađ enga einustu athöfn er hćgt ađ ákvarđa og leysa eins og reikningsdćmi. Jafnvel ţótt öreigastéttin, međ sósíalista í broddi fylkingar, sé leiđandi í byltingunni, ţá er byltingin ekki athafnir hennar á frjálsum vettvangi, heldur barátta viđ ađstćđur, ţar sem allur hinn félagslegi grundvöllur er sífellt ađ bresta, brotna og fćrast til. Í stuttu máli sagt, hlutur hins sjálfsprottna er svo yfirgnćfandi í Rússlandi, ekki af ţví ađ rússnesk öreigastétt sé "óskóluđ", heldur af ţví ađ byltingar lúta ekki skólastjórn.

Hinsvegar sjáum viđ í Rússlandi, ađ byltingin sem gerir sósíalistum svo óskaplega erfitt ađ stjórna fjöldaverkföllum, er svo dyntótt ađ vera alltaf ýmist ađ slá sprotann úr höndum ţeirra, eđa stinga honum í hendur ţeirra aftur, ţessi sama bylting leysir í stađinn sjálf öll ţau vandamál fjöldaverkfalla sem áttu ađ verđa helsta viđfangsefni "stjórnarinnar" skv. frćđilegri fyrirmynd í umrćđunum í Ţýskalandi. En ţađ er ađ annast "birgđasöfnun", "kostnađ" og "fórnarlömbin". Vissulega leysir hún ţau alls ekki einsog gert er á rólegri, leynilegri ráđstefnu ćđstu stjórna verkalýđshreyfingarinnar, međ blýant í hendi. "Lausn" allra ţessara mála felst í ţví ađ byltingin kemur einmitt svo óskaplegum alţýđufjölda á sviđiđ, ađ ţađ er alveg vonlaust fyrirtćki ađ ćtla ađ reikna út og annast kostnađ hreyfingarinnar, einsog kostnađur viđ málaferli er reiknađur út fyrir fram. Vissulega reyna leiđandi samtök í Rússlandi ađ styđja bein fórnarlömb baráttunnar eftir mćtti. Ţannig hlutu t.d. hin hughraustu fórnarlömb verkbannsins mikla í átta stunda herferđinni í Pétursborg stuđning vikum saman. En ţegar litiđ er á hinar hrikalegu sviptingar byltingarinnar, ţá eru allar ţessar ađgerđir dropi í hafiđ. Á sömu stundu og raunverulegt skeiđ fjöldaverkfalla hefst fyrir alvöru, verđa allir "kostnađarútreikningar" ađ áćtlunum um ađ ţurrausa úthafiđ međ vatnsglasi. Ţađ ţarf nefnilega heilt úthaf hrćđilegs skorts og ţjáninga til ađ kaupa öreigafjöldanum hverja byltingu. Og lausnin sem byltingarskeiđ finnur á ţessum örđugleikum, sem virđast óyfirstíganlegir, felst í ţví ađ jafnframt leysir hún svo feiknalegan eldmóđ úr lćđingi hjá fjöldanum, ađ hann verđur ónćmur fyrir hinum mestu ţjáningum. Ţađ er hvorki hćgt ađ gera byltingu né fjöldaverkfall međ hugarfari verkalýđsleiđtoga, sem fer ekki út í neinar 1. maí ađgerđir fyrr en búiđ er ađ tryggja honum fyrirfram nákvćmlega tiltekinn stuđning, verđi hann fyrir refsiađgerđum. En í stormi byltingarskeiđs breytast öreigar einmitt úr fyrirhyggjusömum fjölskyldufeđrum, sem heimta stuđning, í "byltingarrómantíkusa", sem eru jafnvel hin ćđstu gćđi, ţ.e. lífiđ, lítils virđi miđađ viđ hugsjónir baráttunnar, hvađ ţá efnaleg vellíđan.

En sé stjórn fjöldaverkfalla, í merkingunni ákvörđun um tilurđ ţeirra, útreikningur og umsjón kostnađar, mál byltingarskeiđsins sjálfs, ţá hljóta sósíalistar og forysta ţeirra ađ annast leiđsögn fjöldaverkfalla í allt öđrum skilningi. Í stađ ţess ađ brjóta heilann um tćknilega hliđ fjöldaverkfalla, gangvirki ţeirra, ţá er ţađ hlutverk sósíalista ađ taka ađ sér pólitíska forystu, einnig mitt á byltingarskeiđi. Mikilvćgasta hlutverk "forystunnar" á tímum fjöldaverkfalla er ađ veita baráttunni vígorđ og stefnu, ađ móta ađferđ stjórnmálabaráttu ţannig, ađ á hverju skeiđi og andartaki baráttunnar komi fram allt ţađ afl sem öreigastéttin býr yfir, ţađ afl sem ţegar hefur veriđ leyst úr lćđingi. Ţetta afl ţarf ađ koma fram í baráttuskipan flokksins, og einbeitni og skerpa baráttuađferđar sósíalista má aldrei vera á lćgra stigi en afstćđur styrks segja raunverulega fyrir um; öllu heldur á hćrra stigi. Og ţessi forysta verđur af sjálfri sér á vissan hátt tćknileg forysta. Samrćmd og ákveđin, framsćkin baráttuađferđ sósíalista vekur fjöldanum öryggiskennd, sjálfstraust og baráttulöngun. En reikul baráttuađferđ og veikluleg, sem byggist á ţví ađ vanmeta öreigastéttina, orkar lamandi á fjöldann og gerir hann ringlađan. Í fyrra tilvikinu brjótast fjöldaverkföll út "sjálfkrafa" og alltaf "á réttum tíma". En í seinna tilvikinu verđa jafnvel bein tilmćli forystunnar um ađ gera fjöldaverkföll, árangurslaus. Hvort tveggja ţetta sannar rússneska byltingin rćkilega.

 

V

Nú mćtti spyrja ađ hve miklu leyti allir ţessir lćrdómar, sem draga má af rússnesku byltingunni, eigi viđ Ţýskaland. Félagslegar ađstćđur og stjórnmálalegar, saga verkalýđshreyfingarinnar og stađa eru gerólík í Ţýskalandi og Rússlandi. Viđ fyrstu sýn mega líka ofanskráđ innri lögmál rússneskra fjöldaverkfalla virđast vera sköpun rússneskra ađstćđna eingöngu, og ađ ţau komi alls ekki til álita fyrir ţýska öreigastétt. Í rússnesku byltingunni er mjög náiđ innra samhengi stjórnmálabaráttu og efnahagslegrar, eining ţeirra kemur fram á skeiđi fjöldaverkfalla. En leiđir ţađ ekki einfaldlega af rússneska einveldinu? Í ríki ţar sem öll form verkalýđshreyfingar og allar hrćringar hennar eru bannađar, ţar sem einfaldasta verkfall er pólitískt afbrot, ţar hlýtur ţá öll kjarabarátta ađ verđa pólitísk.

Ţegar hinsvegar fyrstu umbrot pólitískrar byltingar leiddu til almenns uppgjörs rússnesks verkalýđs viđ atvinnurekendur, ţá er ţađ aftur einföld afleiđing ţess, ađ rússneskir verkamenn stóđu ţangađ til á hinu lćgsta afkomustigi, og höfđu eiginlega aldrei háđ reglulega kjarabaráttu fyrir bćttri stöđu sinni. Öreigastéttin rússneska ţurfti á vissan hátt ađ vinna sig uppúr skítnum, engin furđa ţótt hún réđist í ţađ af ćskuţori, óđar en byltingin hafđi boriđ fyrsta ferska andblćinn inní stađnađ loft einveldisins. Og byltingarstormur rússnesku fjöldaverkfallanna, og ađ ţau skuli ađallega vera sjálfsprottin, útrás frumafla, skýrist loks annarsvegar af pólitískri vanţróun Rússlands, af nauđsyninni á ađ steypa fyrst austrćnu einrćđinu, hinsvegar af skorti á skipulagningu rússneskrar öreigastéttar og skólun hennar. Í landi ţar sem verkalýđsstéttin hefur 30 ára reynslu af stjórnmálalífi, sósíalistaflokk međ 3 milljónir félaga og 11/4 milljón manna er í skipulögđum kjarnsveitum verkalýđsfélaganna, ţar geta fjöldaverkföll ómögulega fengiđ ţetta sama stormasama frumaflseđli eins og ţau hafa í ríki á hálfgerđu villimannastigi, sem er núna fyrst ađ taka stökkiđ úr miđöldum inn í borgaralega skipan nýaldar. Ţetta er almenn skođun ţeirra, sem vilja lesa ţroskastig félagslegra ađstćđna lands úr orđalagi skrifađra laga ţess.

Athugum málin, eitt af öđru. Í fyrsta lagi er rangt ađ telja ađ kjarabaráttan í Rússlandi hefjist ekki fyrr en byltingin braust út. Í rauninni urđu verkföll sífellt algengari, í hinu eiginlega Rússlandi var launabarátta frá upphafi tíunda áratugsins, í hinum rússneska hluta Póllands meira ađ segja frá lokum níunda áratugsins. Loks unnu verkföll sér raunverulegan ţegnrétt. Vissulega fylgdu ţeim oft grófar hefndarađgerđir lögreglunnar, en samt voru ţau hversdagslegir viđburđir. T.d. var verulegur almennur verkfallssjóđur til í Varsjá og Lódz ţegar áriđ 1891, og um skamma hríđ ól hrifningin af verkalýđsfélögum af sér á ţessum árum í Póllandi meira ađ segja ţćr blekkingar "efnahagshyggju" sem herjuđu nokkrum árum síđar í Pétursborg og annars stađar í Rússlandi.

Ţví er sú hugmynd mjög ýkt, ađ fyrir byltingu hafi öreigalýđurinn i Zarríkinu almennt veriđ á afkomustigi örsnauđra manna. Einmitt sá hluti verkamanna í stóriđnađi og stórborgum sem ákafastur og virkastur var i kjara- og stjórnmálabaráttu, stóđ naumast mikiđ lćgra, hvađ efnalega afkomu varđađi, en samsvarandi hluti ţýskrar öreigastéttar, og í mörgum starfsgreinum voru sömu laun í Rússlandi og Ţýskalandi, hér og ţar jafnvel hćrri. Á vinnutíma mun heldur ekki vera verulegur munur á stórfyrirtćkjum í ţessum tveimur löndum. Ţannig eru hugmyndirnar um efnislegan og menningarlegan ţrćldóm rússnesks verkalýđs mestmegnis úr lausu lofti gripnar. Viđ nokkra umhugsun mćlir ţegar sú stađreynd gegn ţessum hugmyndum ađ ţarna kom til byltingar og ađ öreigastéttin skarađi framúr í henni. Međ örsnauđum mönnum verđa ekki gerđar byltingar af ţvílíkum stjórnmálaţroska og hugsanaskýrleika. Og framverđir baráttunnar, iđnverkalýđur Pétursborgar og Varsjár, Moskvu og Odessa, standa miklu nćr Vesturevrópumönnum, menningarlega og andlega, en ţeir halda sem líta á borgaralegt ţingrćđi og reglulega starfsemi verkalýđsfélaga sem hinn eina og ómissandi menningarskóla öreigastéttarinnar. Ţróun nútímalegs stórauđvalds í Rússlandi og andleg áhrif sósíalista í hálfan annan áratug, en ţeir hafa örvađ kjarabaráttuna og leitt, hvort tveggja hefur valdiđ mikilli menningarţróun án ytri tryggingar borgaralegs réttarríkis.

En munurinn verđur enn minni, ef viđ hinsvegar skođum svolítiđ nánar raunverulega afkomu ţýsks verkalýđs. Pólitísku verkföllin miklu í Rússlandi hrifu öreigastéttina vítt og breitt, frá fyrstu stundu, og steyptu henni í ákafa kjarabaráttu. En eru ekki í Ţýskalandi koldimmir afkimar í stöđu verkalýđsins, sem vermandi ljós verkalýđsfélaga hefur lítt borist til enn, mjög stórir hópar sem enn hafa alls ekki reynt eđa hefur mistekist ađ hefja sig međ daglegri launabaráttu upp úr félagslegum ţrćldómi? Nefnum eymd námamanna. Bara hversdagslega, í svölu andrúmslofti ţingrćđiseinhćfni Ţýskalands kemur launabarátta námamanna varla öđruvísi fram en í ćgilegum sprengingum annađ veifiđ, í dćmigerđum fjöldaverkföllum, sem brjótast út af frumafli. Sama gildir um önnur lönd, jafnvel um gósenland verkalýđsfélaga, England. Ţetta sýnir einmitt, ađ andstćđurnar milli launavinnu og auđmagns eru hér of skarpar og miklar tilađ hćgt sé ađ mola ţćr niđur í mynd rólegrar, takmarkađrar baráttu verkalýđsfélaga, sem fćri eftir áćtlun. En ţessi eymd námamanna og eldvirkur grundvöllur hennar, sem jafnvel á "eđlilegum" tímum myndar sérlega heiftúđugt veđravíti, ćtti umsvifalaust ađ brjótast út í geysiharđa baráttu, efnahagslega og félagslega, hvenćr sem kemur til mikilla pólitískra fjöldaađgerđa verkalýđsstéttarinnar, viđ hvern sterkan kipp sem breytir tímabundnu jafnvćgi hversdagsástands í félagsmálum. Nefnum ennfremur eymd vefiđjufólks. Launabaráttan, sem brýst út og geisar um Vogtland á svo sem tveggja ára fresti, bitur og oftast árangurslaus, gefur okkur veika hugmynd um af hvílíku afli mikill, samţjappađur fjöldi ţrćla samsteypts vefiđjuauđmagnsins myndi brjótast fram viđ öflugar og djarfar fjöldaađgerđir ţýskrar öreigastéttar. Lítum ennfremur á eymd verkafólksins sem framleiđir heima hjá sér, eymd fatasaumaranna, rafiđjufólksins. Allt eru ţetta veđravíti ţar sem geysileg kjarabarátta mun brjótast út viđ hverja breytingu á loftţrýstingi stjórnmála í Ţýskalandi. Ţađ er ţeim mun öruggara ţví sjaldnar sem öreigastéttin tekur hér upp baráttu ella, á rólegum tímum, og ţví minni sem árangurinn verđur af baráttu hennar hverju sinni, ţví ţjösnalegar sem auđvaldiđ neyđir hana tilađ snúa aftur í ţrćldóminn, gnístandi tönnum.

En nú er ađ líta á mjög stóra hópa öreiga, sem viđ "eđlilegan" gang atburđa í Ţýskalandi eru sviptir öllum möguleikum á rólegri kjarabaráttu fyrir ađ bćta stöđu sina, og á ţví ađ bindast samtökum í ţví skyni. Nefnum öđru fremur áberandi eymd járnbrautar- og póstmanna. Fyrir ţessa ríkisstarfsmenn ríkja rússneskar ađstćđur mitt í ţingrćđislegu réttarríkinu ţýska. En vel ađ merkja, ţetta eru rússneskar ađstćđur eins og ţćr gátu ađeins veriđ fyrir byltinguna, međan dýrđ einveldisins stóđ óhögguđ. Ţegar í októberverkfallinu mikla, 1905, stóđu rússneskir járnbrautarmenn fjallhátt yfir ţýskum starfsbrćđrum sínum, hvađ varđađi efnahagslegt og félagslegt svigrúm, ţótt enn vćri formlegt einveldi í Rússlandi. Rússneskir járnbrautar- og póstmenn náđu samtakafrelsi í reynd međ áhlaupi, og enda ţótt um sinn rigni niđur réttarhöldum og refsiađgerđum, ţá getur ekkert skert innri samheldni ţeirra. Ţađ sýndi hinsvegar algera vanţekkingu á sálarlífi ađ halda, eins og ţýska afturhaldiđ gerir, ađ ţessi hlýđni púlshross muni ađ eilífu einkenna ţýska járnbrautar- og póstmenn, ţarna sé ţađ bjarg sem aldrei bifist. Ţýskir verkalýđsleiđtogar hafa vanist ríkjandi ástandi í ţeim mćli ađ ţeir geta litiđ hjá ţessari smán sem á varla sinn líka í Evrópu, og lýst yfir nokkurri ánćgju yfir árangri verkalýđsbaráttu í Ţýskalandi. En ţegar iđnverkamenn rísa almennt upp, ţá mun óhjákvćmilega brjótast fram uppsöfnuđ djúp, dulin gremja einkennisklćddra ríkisţrćla. Og ţegar iđnverkalýđurinn, framvörđur öreigalýđsins, beitir fjöldaverkföllum til ađ seilast eftir nýjum stjórnmálaréttindum eđa til ađ verja forn, ţá hlýtur hiđ mikla liđ járnbrautar- og póstmanna eđlilega ađ minnast sinnar sérstöku smánar, og rísa loks til ađ frelsa sig undan ţeim aukaskammti af rússnesku einveldi sem ţeim hefur veriđ ćtlađur sérstaklega í Ţýskalandi. Hin smásmugulega hugmynd um ađ miklar alţýđuhreyfingar ţróist eftir fyrirmynd og uppskrift, felur í sér ađ járnbrautarmenn ţurfi ađ ná samtakarétti, til ţess ađ yfirleitt "megi hugsa" til fjöldaverkfalls í Ţýskalandi. En raunverulegur og eđlilegur gangur atburđanna getur ađeins veriđ ţveröfugur: Samtakaréttur ţýskra járnbrautar- og póstmanna getur ađeins skapast í öflugu, sjálfsprottnu fjöldaverkfalli. Og verkefniđ sem er óleysanlegt viđ ríkjandi ađstćđur í Ţýskalandi, ţađ mun skyndilega leysast viđ almennar stjórnmálaađgerđir öreigafjöldans.

Og loks er ţađ sem mest er og mikilvćgast: eymd vinnufólksins. Ensk verkalýđsfélög eru eingöngu miđuđ viđ iđnverkalýđ. Ţađ er skiljanlegt, svo sérstćđur sem enskur ţjóđarbúskapur er, ţar sem landbúnađur skiptir litlu máli í efnahagslífinu í heild. Nái hinsvegar verkalýđssamband í Ţýskalandi eingöngu til iđnverkalýđs, en sé lokađ öllum hinum mikla her verkafólks í sveitum, ţá er sama hversu glćsileg uppbygging ţess er, ţađ gefur ađeins veika mynd af hluta stöđu öreigastéttarinnar í heild. En aftur vćri örlagarík blekking ađ halda ađ ástandiđ í sveitum sé óbreytanlegt og óhreyfanlegt. Óţreytandi upplýsingarstarf ţýskra sósíalista, og enn fremur öll innri stéttastjórnmál Ţýskalands eru sífellt ađ grafa undan ytri óvirkni sveitaverkalýđs. Viđ einhverjar miklar almennar stéttaađgerđir ţýskra iđnađaröreiga, ađ hverju sem ţćr svo beinast, hlýtur uppnámiđ líka ađ grípa öreigalýđinn í sveitum. En ţetta getur eđlilega ekki komiđ öđruvísi fram fyrst en í ákafri, almennri kjarabaráttu, í óskaplegum fjöldaverkföllum vinnufólks.

Ţannig breytist mjög myndin af ćtluđum efnahagslegum yfirburđum ţýskrar öreigastéttar yfir rússneska, ef viđ lítum af töflunni um útbreiđslu verkalýđsfélaga í iđnađar- og handverksgreinum, á ţá miklu hluta öreigastéttarinnar sem standa alveg utan viđ baráttu verkalýđsfélaga. Einnig kemur til, ađ sérstakri efnahagsstöđu ţeirra verđi ekki ţrýst inní ţröngan ramma hversdagslegs skćruhernađar verkalýđsfélaga. Ţá sjáum viđ eitt geysistórt sviđ eftir annađ, ţar sem andstćđur hafa skerpst til hins ítrasta, ţar sem sprengiefni hefur haugast upp, ţar sem afar mikiđ er um "rússneskt einveldi" af óduldasta tagi, og ţar sem frumstćđasta efnahagslegt uppgjör viđ auđvaldiđ er ógert.

Viđ almennar pólitískar fjöldaađgerđa öreigastéttarinnar yrđu allir ţessir gömlu reikningar óhjákvćmilega lagđir fyrir ríkjandi kerfi. Ţótt búnar yrđu til einstakar andófsađgerđir borgaröreiga, fjöldaverkfall framkvćmt af tómum aga, eftir sprota flokksstjórnar, ţá gćti ţađ vissulega látiđ breiđari hópa alţýđunnar kalda og ósnortna. En raunverulegar baráttuađgerđir iđnađaröreiga, öflugar og tillitslausar, til orđnar viđ byltingarađstćđur, hlytu örugglega ađ grípa neđri lög alţýđunnar, og einmitt allir ţeir, sem standa utan viđ dćgurbaráttu verkalýđsfélaga á rólegum, venjulegum tímum, hlytu ađ hrífast međ í ákafa, almenna kjarabaráttu.

En snúum okkur aftur ađ skipulögđum framverđi ţýskra iđnađaröreiga og lítum jafnframt á ţau markmiđ sem rússneskur verkalýđur heyr nú kjarabaráttu fyrir. Mér sýnist ţá hreint ekki ađ ţetta séu markmiđ sem ţýsk verkalýđsfélög, eldri ađ árum en rússnesk, geti litiđ á sem útslitna barnsskó sína. Ţannig er mikilvćgasta, almenna krafan í rússnesku verkföllunum allt frá 22/1 1905, átta stunda vinnudagur. Ţađ er alls ekki unninn áfangi fyrir ţýska öreiga, heldur í langflestum tilvikum fjarlćgur, fagur draumur. Sama gildir um baráttuna gegn "húsbóndavaldinu", um baráttuna fyrir ađ koma á verkamannanefndum í öllum verksmiđjum, fyrir ađ afnema ákvćđisvinnu og heimaframleiđslu í handverki, fyrir ađ sunnudagur verđi allsstađar hvíldardagur, fyrir viđurkenningu samtakaréttar. Já, nánar ađ gáđ eru öll markmiđ kjarabaráttu rússneskrar öreigastéttar í byltingunni núna líka í fyllsta mćli á dagskrá fyrir ţýska öreiga og snerta eintóma auma bletti lífs verkalýđsins.

En af ţessu leiđir einkanlega, ađ hrein pólitísk fjöldaverkföll, sem menn tala umfram allt um, eru einnig í Ţýskalandi bara innantómir frćđilegir uppdrćttir. Hljótist fjöldaverkföll eđlilega af mikilli byltingarólgu, sem einbeitt stjórnmálabarátta verkalýđs í borgum, ţá munu ţau jafneđlilega breytast í heilt skeiđ frumvakinnar kjarabaráttu, alveg einsog í Rússlandi. Verkalýđsleiđtogar óttast ađ á skeiđi ákafrar stjórnmálabaráttu, skeiđi fjöldaverkfalla, yrđi kjarabaráttu einfaldlega ýtt til hliđar og hún bćld niđur. Sá ótti hvílir á hugmynd sem er alveg út í bláinn, byrjandahugmynd um gang hlutanna. Ţvert á móti myndi byltingarskeiđ, einnig í Ţýskalandi, breyta eđli verkalýđsbaráttu og magna hana svo ađ skćruhernađur verkalýđsfélaganna núna mun ţá virđast barnaleikir. Og í ţessu ţrumuveđri kjarabaráttu, átökum frumafla, myndi hinsvegar einnig stjórnmálabarátta sćkja stöđugt nýjan mátt, verđa hrundiđ af stađ, aftur og aftur. Víxlverkan stjórnmála- og kjarabaráttu, sem er innri driffjöđur fjöldaverkfallanna í Rússlandi núna, og jafnframt svo ađ segja stýrivél byltingarađgerđa öreiganna, hlytist jafneđlilega af ađstćđunum í Ţýskalandi líka.

 

VI

Út frá ţessu líta skipulagsmálin allt öđruvísi út, en taliđ hefur veriđ, hvađ varđar fjöldaverkföll í Ţýskalandi. Afstađa margra verkalýđsleiđtoga til málsins kemur venjulega öll fram í fullyrđingunni: "Viđ erum enn ekki nógu öflug til ađ leggja út í svo dirfskufulla ţrekraun sem fjöldaverkföll eru". Nú er ţetta sjónarmiđ ađ ţví leyti ótćkt, ađ ţađ er óleysanlegt verkefni ađ komast ađ ţví međ rólegum talnareikningi, hvenćr öreigastéttin "sé nógu sterk" fyrir einhverja baráttu. Fyrir 30 árum voru 50.000 manns í ţýsku verkalýđsfélögunum Samkvćmt ofangreindum mćlikvarđa var greinilega ekki hćgt ađ hugsa til fjöldaverkfalla viđ ţá tölu. 15 árum síđar voru verkalýđsfélögin fjórum sinnum sterkari, og töldu 237.000 félagsmenn, En hefđu menn ţá spurt núverandi verkalýđsleiđtoga, hvort skipulagning öreigastéttarinnar vćri nógu ţroskuđ fyrir fjöldaverkföll, ţá hefđu ţeir áreiđanlega svarađ, ađ ţví fćri víđsfjarri og fyrst ţyrfti ađ telja í milljónum ţá sem skipulagđir vćru í verkalýđsfélögum. Ţeir eru nú komnir á ađra milljón, en skođun leiđtoga ţeirra er nákvćmlega hin sama, svona getur ţetta greinilega gengiđ óendanlega. Ţá er ţegjandi gengiđ útfrá ţeirri forsendu, ađ nokkurnveginn öll verkalýđsstétt Ţýskalands, til síđasta karls og konu, ţurfi ađ vera skipulögđ áđur en menn "séu nógu sterkir" til ađ voga sér út í fjöldaađgerđir, sem myndu ţá sennilega reynast "óţarfar" eftir gömlu formúlunni. En ţessi kenning er hrein draumsýn af ţeirri einföldu ástćđu, ađ hún er hrjáđ af innri mótsögnum, fer vítahring. Verkalýđurinn á allur ađ vera skipulagđur áđur en hann getur fariđ út í nokkra beina stéttarbaráttu. En ađstćđurnar, skilyrđi ţróunar auđvaldsins og borgaralegs ríkis, hafa ţađ í för međ sér, ađ viđ "eđlilegan" gang atburđanna, án ákafrar stéttabaráttu, er einmitt alls ekki hćgt ađ skipuleggja vissa ţjóđfélagshópa. Og ţađ á einmitt viđ um ţá stćrstu, mikilvćgustu, ţá sem lćgst standa, ţá hópa öreigastéttarinnar sem mest eru kúgađir af auđvaldi og ríki. Ţađ sést jafnvel í Englandi, ađ heil öld ţrotlauss faglegs starfs hefur ekki náđ lengra en ađ skipuleggja minnihluta hins betur setta hluta öreigastéttarinnar. Og ţó hafa ekki orđiđ neinar "truflanir" á ţví starfi nema í upphafi, á tímum Chartistahreyfingarinnar, engar villur né freistingar "byltingarrómantíkur".

En hinsvegar geta verkalýđsfélögin ekki, fremur en önnur baráttusamtök öreigastéttarinnar, haldist viđ til lengdar nema einmitt í baráttu. Og ţá er ekki bara átt viđ stríđ froska og músa í stöđupolli tímaskeiđs borgaralegs ţingrćđis, heldur ákafa fjöldabaráttu byltingartíma. Stirđnuđ, vélrćn skođun skriffinna er ađ baráttan sé bara afurđ samtakanna, ţegar ţau hafi náđ ákveđnu afli. Hin lifandi díalektíska ţróun skapar hins vegar samtökin úr baráttunni. Viđ höfum ţegar séđ stórkostlegt dćmi ţessa í Rússlandi, ţar sem óskipulögđ öreigastétt, ađ heita mátti, skapađi sér víđáttumikiđ net samtaka á frumstigi á hálfu öđru ári ákafrar byltingarbaráttu. Annađ dćmi af ţessu tagi sést á sögu ţýsku verkalýđsfélaganna sjálfra. Áriđ 1878 voru félagsmenn ţeirra 50.000. Samkvćmt kenningu núverandi verkalýđsforingja voru ţessi samtök, einsog áđur sagđi, langt frá ţví "nógu sterk" til ađ taka upp ákafa, pólitíska baráttu. En ţýsku verkalýđsfélögin tóku upp baráttu, svo veik sem ţau ţá voru, nefnilega baráttuna gegn sósíalistalögunum. Og ţau reyndust ekki ađeins "nógu sterk" til ađ sigra í ţeirri baráttu, heldur fimmfölduđu ţau afl sitt í baráttunni; eftir fall sósíalistalaganna, 1891, voru félagsmenn ţeirra 277.659. Ađferđin sem dugđi verkalýđsfélögunum til sigurs í ţessari baráttu samsvarar raunar ekki hugsjón friđsamlegrar, stöđugrar uppbyggingar ađ hćtti býflugna. Í upphafi baráttunnar hrundu ţau öll í rúst, en risu svo upp á nćstu bylgju og endurfćddust. En ţetta er einmitt hin sérstaka vaxtarađferđ stéttarsamtaka öreiganna: ţau reynast í baráttu og eru sköpuđ ađ nýju í baráttu.

Viđ nánari athugun ţýskra ađstćđna og stöđu hinna ýmsu hluta verkalýđsins er ljóst, ađ einnig komandi skeiđ ákafrar, pólitískrar fjöldabaráttu myndi ekki leiđa ţýsk verkalýđsfélög til ţess endanlega ósigurs, sem menn óttast, heldur ţvert á móti opna víddir sem ţá grunađi ekki, til stökkhrađrar útvíkkunar valdasviđs ţeirra. En önnur hliđ er á málinu. Hugmyndin um ađ ráđast í fjöldaverkföll, sem alvarlegar pólitískar stéttarađgerđir, međ skipulögđum verkalýđ einum saman, er alveg vonlaus. Eigi fjöldaverkfall, eđa öllu heldur, eigi fjöldaverkföllin, eigi fjöldabaráttan ađ bera árangur, ţá verđur hún ađ verđa raunveruleg alţýđuhreyfing, ţ.e. ađ draga breiđustu hópa öreigastéttarinnar međ í baráttuna. Ţegar í ţingrćđismynd hvílir máttur stéttabaráttu öreiganna ekki á hinum litla, skipulagđa kjarna, heldur á hinu víđa umhverfi hans, byltingarsinnuđum öreigum. Ćtluđu sósíalistar ađ heyja kosningabaráttu sína međ sínum tvöhundruđ ţúsund skipulögđu félagsmönnum einum saman, myndu ţeir skjótt dćma sjálfa sig til áhrifaleysis. Og ţótt sósíalistar hneigist til ţess ađ draga nćr allan kjósendaskara sinn inn í flokksfélögin, eftir ţví sem mögulegt er, ţá sýnir ţó 30 ára reynsla sósíalista ađ kjósendafjöldinn vex ekki viđ eflingu flokksvélarinnar, heldur ţvert á móti, nýir hópar verkalýđsins,sem vinnast í kosningabaráttu hverju sinni, mynda akurinn fyrir sáđkorn skipulagningarinnar á eftir. Einnig hér leggja samtökin ađ vísu til baráttusveitir, en baráttan leggur í enn ríkara mćli til nýliđasveitir fyrir samtökin. Hiđ sama gildir nú greinilega um beinar pólitískar fjöldaađgerđir í miklu ríkara mćli en um ţingrćđislega baráttu. Sósíalistar, skipulagđur kjarni verkalýđsstéttarinnar eru vissulega forystusveit allrar vinnandi alţýđu. Pólitískur skýrleiki, máttur og eining verkalýđsstéttarinnar kemur beinlínis frá ţessum samtökum. En samt má aldrei skilja stéttarhreyfingu öreiganna sem hreyfingu hins skipulagđa minnihluta. Sérhver raunverulega mikil stéttabarátta verđur ađ hvíla á stuđningi og ţátttöku hins víđtćkasta fjölda, og herstjórnarlist stéttabaráttu, sem reiknađi ekki međ ţessari ţátttöku, sem miđađist bara viđ fallega skipulagđar göngur hins litla hluta öreigastéttarinnar sem er í herbúđunum, vćri fyrirfram dćmd til hraklegustu ófara.

Fjöldaverkföll, pólitísk fjöldabarátta, getur ţví ómögulega byggst á skipulögđum félagsmönnum einum í Ţyskalandi, og á reglulegri "leiđsögn"flokksstjórnar. Ţađ sem hér skiptir máli er aftur alveg eins og í Rússlandi ekki bara "agi", "skólun" og sem vandađastar áćtlanir um stuđning og kostnađ, heldur miklu fremur raunverulega byltingarsinnađar, eindregnar stéttarađgerđir, sem geta unniđ og hrifiđ sem víđtćkasta hópa öreigafjöldans sem ađ vísu eru óskipulagđir, en byltingarsinnađir í afstöđu og ađstćđum.

Ofmati og rangmati á hlutverki skipulagningar í stéttarbaráttu öreiganna fylgir venjulega ađ lítiđ er gert úr óskipulögđum öreigafjöldanum og stjórnmálaţroska hans. Á byltingarskeiđi, í stormi mikilla hrćringa stéttabaráttu koma fyrst í ljós hin miklu uppeldisáhrif örrar auđvaldsţróunar og áhrifa sósíalista á alţýđuna vítt og breitt. Á rólegum tímum gefa töflur samtaka og jafnvel kosningatölur einungis mjög veika hugmynd um ţetta.

Viđ höfum séđ ađ undanfarin tvö ár í Rússlandi hafa hin minnstu, takmörkuđu átök verkamanna viđ atvinnurekendur, hinn minnsti stađbundni yfirgangur stjórnarstofnana ţegar leitt til mikilla, almennra ađgerđa öreigastéttarinnar. Ţetta sjá allir, og finnst eđlilegt, af ţví ađ ţađ er einmitt "bylting" í Rússlandi. En hvađ ţýđir ţetta? Ţađ ţýđir ađ stéttarvitund, stéttarkennd rússneskra öreiga er í mesta mćli lifandi, svo ađ ţeir skynja hvert sérhagsmunamál einhvers lítils verkamannahóps beint sem almennt mál, sem almenna stéttarhagsmuni, og bregđast viđ ţví í heild sem elding. Í Ţýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi kalla hin áköfustu átök verkalýđsfélaga alls engar almennar ađgerđir verkalýđsstéttarinnar fram, ekki einu sinni hins skipulagđa hluta hennar. En í Rússlandi vekur hiđ minnsta tilefni heilan storm. En ţađ merkir ekkert annađ, svo mótsagnakennt sem ţađ má hljóma, en ađ nú er stéttarkenndin óendanlega miklu sterkari hjá hinni ungu, óskóluđu, illa upplýstu, rússnesku öreigastétt sem ennţá er tiltölulega illa skipulögđ, en hjá skipulögđum, skóluđum og upplýstum verkalýđ Ţýskalands eđa annarra vesturevrópskra landa. Og ţađ er ekki nein sérstök dyggđ hins "unga, óţreytta Austurs", samanboriđ viđ hiđ "lata Vestur", heldur er ţađ einfaldlega afleiđing beinna byltingarađgerđa fjöldans. Međ ţýskum upplýstum verkamönnum er stéttarvitundin, sem sósíalistar hafa fćrt ţeim, frćđileg, óvirk. Á ţví skeiđi ţegar borgaralegt ţingrćđi ríkir, getur hún venjulega ekki komiđ fram í beinum fjöldaađgerđum, hún er hugsuđ samlagning fjögur hundruđ hliđstćđra ađgerđa kjördćmanna í kosningabaráttunni, hinna margvíslegu, takmörkuđu kjarabaráttuađgerđa og ţví um líkt. Í byltingunni, ţegar fjöldinn kemur sjálfur fram á sviđ stjórnmálanna, verđur stéttarvitundin raunhćf, virk. Eitt byltingarár gaf rússneska byltingin fjöldanum ţá "skólun", sem 30 ára ţingrćđisleg og fagleg barátta gat ekki skapađ ţýskri öreigastétt. Vissulega hlýtur ţessi lifandi, virka stéttartilfinning öreiganna ađ réna verulega, einnig í Rússlandi, eđa öllu heldur verđur hún dulin, óvirk, eftir ađ byltingarskeiđinu lýkur, og réttarríki borgaralegs ţingrćđis verđur komiđ á. En jafnvíst er hitt, ađ ţegar skeiđ öflugra, pólitískra ađgerđa hefst í Ţýskalandi, mun lifandi, starfshćf, byltingarsinnuđ stéttarvitund grípa öreigastéttina, breitt og djúpt, og ţađ ţeim mun örar og öflugar, sem uppeldisstarf sósíalista ţangađ til hefur veriđ mikilfenglegra. Ţetta uppeldisstarf, ásamt međ tendrandi byltingaráhrifum ţýskra stjórnmála í heild núna, mun birtast í ţví, ađ á raunverulegum byltingartímum flykkjast skyndilega um fána sósíalista allir ţeir skarar, sem hingađ til hafa veriđ ónćmir fyrir öllum skipulagningartilraunum sósíalista og verkalýđsfélaga, af pólitískri heimsku, ađ ţví er virtist. Sex mánađa byltingarskeiđ mun fullkomna ţađ verk í skólun ţessa nú óskipulagđa fjölda, sem tíu ár almennra funda og dreifirita gátu ekki fullkomnađ. Og ţegar ađstćđur í Ţýskalandi hafa ţroskast nćgilega fyrir ţađ skeiđ, ţá verđa ţeir hópar, sem nú eru óskipulagđir og vanţróađastir, eđlilega róttćkastir í baráttu, óstýrilátastir, en ekki dragbítar. Komi til fjöldaverkfalla í Ţýskalandi, ţá verđa ţađ nćr örugglega ekki hinir best skipulögđu, áreiđanlega ekki bókaprentarar, heldur hinir, sem lítt eđa ekki eru skipulagđir, námumenn, vefiđjufólk, e.t.v. jafnvel vinnufólk, sem mestan munu sýna ađgerđamáttinn.

En ţannig komumst viđ ađ sömu niđurstöđum um Ţýskaland, hvađ varđar eiginleg verkefni forystunnar, hlutverk sósíalista gagnvart fjöldaverkföllum, og kom út úr greiningunni á atburđarásinni í Rússlandi. Ţví sé horfiđ frá smásmugulegri hugmynd um tilbúiđ fjöldaverkfall sem andófsađgerđ, sem flokkur og verkalýđsfélög fyrirskipa hinum skipulagđa minnihluta, snúum viđ okkur ţess í stađ ađ lifandi mynd raunverulegrar alţýđuhreyfingar, sem sprettur upp af frumafli, ţegar andstćđur stétta og stjórnmálaástandiđ skerpast til hins ítrasta; hreyfingar sem brýst út bćđi í kjara- og stjórnmálabaráttu, í stormum fjöldabaráttu, fjöldaverkfalla ţá getur hlutverk sósíalista greinilega ekki veriđ tćknilegur undirbúningur og stjórn fjöldaverkfalls, heldur felst ţađ umfram allt í stjórnmálaleiđsögn allrar hreyfingarinnar.

Hreyfing sósíalista er upplýstasti framvörđur öreigastéttarinnar, og sá sem mesta hefur stéttarvitundina. Hún getur ekki, og má ekki bíđa međ krosslagđa arma í örlagatrú eftir ţví ađ "byltingarađstćđur " komi, eftir ţví ađ ţessi sjálfsprottna alţýđuhreyfing falli af himnum ofan. Ţvert á móti, eins og ćvinlega verđur hún ađ ćđa á undan ţróun ađstćđna, reyna ađ hrađa henni. En ţađ getur hún ekki međ ţví ađ gefa skyndilega frá sér "slagorđiđ" um fjöldaverkfall út í bláinn á réttum tíma og röngum, heldur umfram allt međ ţví ađ gera öreigastéttinni vítt og breitt ljóst ađ ţetta byltingarskeiđ hlýtur óhjákvćmilega ađ koma, útskýra hvađa innri félagslegir ţćttir leiđa til ţess, og hverjar verđa pólitískar afleiđingar ţess. Til ađ vinna sem mestan hluta öreigastéttarinnar fyrir pólitískar fjöldaađgerđir sósíalista, og eigi sósíalistar, ţegar fjöldahreyfing hefst, ađ ná raunverulegri forystu fyrir henni og halda, eigi ţeir ađ drottna yfir allri hreyfingunni í pólitískum skilningi, ţá verđa ţeir af fullkomnum skýrleika, samkvćmni og einbeitni ađ kunna ađ setja ţýskum öreigalýđ baráttuađferđ og markmiđ fyrir skeiđ komandi baráttu.

 

VII

Viđ höfum séđ ađ fjöldaverkföllin i Rússlandi voru ekki eitthvađ sem sósíalistar bjuggu til međ međvitađri baráttuađferđ, heldur voru ţau eđlilegt, sögulegt fyrirbćri á grundvelli núverandi byltingar. En hvađa ţćttir leiddu til ţessarar nýju birtingarmyndar byltingarinnar í Rússlandi?

Fyrsta verkefni rússnesku byltingarinnar er ađ afnema einveldiđ og koma á nútímalegu réttarríki borgaralegs ţingrćđis. Formlega er ţetta nákvćmlega sama verkefni og beiđ marsbyltingarinnar í Ţýskalandi [1848, ţýđ.] og byltingarinnar miklu í Frakklandi í lok 18. aldar. En ađstćđurnar, sögulegt umhverfi ţessara formlega hliđstćđu byltinga, voru gerólíkar ţví sem nú er í Rússlandi. Úrslitum rćđur, ađ milli ţessara borgaralegu byltinga í vestri og núverandi borgaralegrar byltingar í austri, hefur liđiđ heilt skeiđ auđvaldsţróunar. Og raunar varđ ţessi ţróun ekki ađeins í löndum Vestur-Evrópu, heldur greip hún einnig rússneska einveldiđ. Stóriđnađur og allt sem honum fylgir, nútímaleg ađgreining stétta, skarpar félagslegar andstćđur, nútíma stórborgalíf og nútíma öreigastétt, er orđiđ ríkjandi mynd framleiđslunnar i Rússlandi, ţ.e. rćđur úrslitum um félagsleg ţróun. En af ţví hafa hlotist ţćr ţverstćđukenndu sögulegu ađstćđur, ađ byltingin, sem er borgaraleg hvađ varđar formleg verkefni, verđur framkvćmd fyrst og fremst af stéttvísum öreigum nútímans. Og ţađ verđur í alţjóđlegu umhverfi, sem einkennist af hnignun borgaralegs lýđrćđis. Nú er ekki borgarastéttin leiđandi byltingarafl einsog í fyrri byltingum vesturlanda, ţegar öreigafjöldinn, samrunninn smáborgurum, gegndi herţjónustu hjá henni. Ţessu er nú öfugt fariđ, stéttvísir öreigar eru leiđandi afl, driffjöđur byltingarinnar, en stórborgararnir eru ýmist beinlínis gagnbyltingarsinnađir, eđa hálfvolgir frjálslyndir. Ađeins smáborgarastétt til sveita og menntamenn úr smáborgarastétt í borgum eru í einbeittri andstöđu, jafnvel byltingarsinnađir. En rússnesk öreigastétt, sem hlýtur ţvílíkt forystuhlutverk í borgaralegri byltingu, hún er sjálf laus viđ allar tálsýnir borgaralegs lýđrćđis. Ţess í stađ leggur hún í baráttu međ vel ţroskađa vitund um sína eigin sérstöku stéttarhagsmuni, enda hafa andstćđur auđmagns og vinnuafls skerpst mjög. Ţetta mótsagnakennda samband kemur fram í ţví, ađ í ţessari byltingu, sem formlega er borgaraleg, hverfa andstćđur borgaralegs samfélags og einveldisins í skuggann af andstćđum öreigastéttar og borgaralegs samfélags. Ţví beinist barátta öreigastéttarinnar í senn og af sama afli gegn einveldinu og auđvaldsarđráni, og stefnuskrá byltingarbaráttunnar leggur sömu áherslu á ađ ná pólitísku frelsi og átta stunda vinnudegi, sem og mannsćmandi, efnislegri afkomu fyrir öreigastéttina. Ţetta tvíeđli rússnesku byltingarinnar kemur fram í ţessu innilega sambandi og víxlverkan kjara- og stjórnmálabaráttu, sem viđ höfum kynnst í atburđunum í Rússlandi og kemur einmitt fram í fjöldaverkföllum.

Í hinum fyrri borgaralegu byltingum önnuđust borgaralegir flokkar pólitíska skólun byltingarsinnađs fjöldans og leiđsögn hans. Ţar var líka um ţađ eitt ađ rćđa ađ steypa fyrri ríkisstjórn, og af ţessum tveimur ástćđum var skammvinn orrusta á götuvígjum viđeigandi mynd byltingarbaráttunnar. Nú verđur verkalýđsstéttin sjálf ađ upplýsa sig, safnast saman, og leiđa sig í rás byltingarbaráttunnar. Einnig beinist byltingin jafnt gegn ríkisvaldinu gamla sem auđvaldsarđráninu. Ţví verđur fjöldaverkfall eđlileg ađferđ til ađ draga öreigastéttina sjálfa á sem breiđustum grundvelli í ađgerđir, til ađ gera hana byltingarsinnađa og skipuleggja hana. Jafnframt er ţađ tćki til ađ grafa undan rikisvaldinu gamla og steypa ţví, og ađ reisa skorđur viđ auđvaldsarđráninu. Iđnađaröreigar í borgum eru nú lífiđ og sálin í rússnesku byltingunni. En til ađ fjöldinn geti framkvćmt einhverjar beinar pólitískar ađgerđir, ţarf öreigastéttin fyrst ađ safnast saman í fjölda, og ţá ţarf hún öđru fremur ađ fara út úr verksmiđjum og vinnustöđum, námugöngum og málmbrćđslum, verđur ađ yfirvinna sundrungina og einangrunina á einstökum vinnustöđum, sem hún er dćmd til daglega undir oki auđvaldsins. Fjöldaverkföll eru ţví fyrsta, eđlilega, sjálfsagđa mynd allra mikilla byltingarađgerđa öreigastéttarinnar, og ţví meir sem iđnađur verđur ríkjandi mynd efnahagslífs samfélagsins, ţví ţýđingarmeiri verđur hlutur öreigalýđsins í byltingunni. Ţví meir sem andstćđur vinnuafls og auđmagns ţróast, ţeim mun öflugri hljóta fjöldaverkföll ađ verđa, og ţeim mun fremur ráđa ţau úrslitum. Ţađ sem áđur var helsta form borgaralegra byltinga, orrusta um götuvirki, bein átök viđ vopnavald ríkisins, er í núverandi byltingu ađeins hápunktur, eitt stig í öllu ferli fjöldabaráttu öreiganna.

Og ţannig hefur ţađ orđiđ í nýju formi byltingarinnar, ađ stéttabaráttan siđmenntađist og mildađist, eins og hentistefnumenn međal ţýskra sósíalista, Bernstein, David o. fl. spáđu. Í anda smáborgaralegra lýđrćđisblekkinga töldu ţessir menn reyndar ađ stéttabaráttan mildađist og siđmenntađist á ţann hátt, ađ hún yrđi bundin viđ ţingrćđisbaráttu einvörđungu og byltingin úti á götum yrđi einfaldlega afnumin. En sagan fann lausnina á nokkuđ dýpri og fínlegri hátt: í tilkomu byltingarsinnađra fjöldaverkfalla. Vissulega koma ţau alls ekki í stađ beinna götubardaga međ öllum ţeirra hrottaskap, gera ţá ekki óţarfa, en ţau gera ţá bara ađ einu skeiđi á löngum tíma pólitískrar baráttu. Jafnframt tengja ţau viđ byltingarskeiđiđ geysilegt menningarstarf í nákvćmustu merkinu ţess orđs: öll verkalýđsstéttin hefst upp efnislega og andlega, ţegar villimannlegar myndir arđráns auđvaldsins "siđmenntast".

Ţannig reynast fjöldaverkföll ekki vera sérstaklega rússnesk, afkvćmi einveldisins, heldur eru ţau almenn mynd stéttabaráttu öreiganna, sem hlýst af núverandi stigi auđvaldsţróunar og stéttaafstćđna. Borgaralegu byltingarnar ţrjár: franska byltingin mikla, marsbyltingin ţýska og rússneska byltingin núna, mynda frá ţessu sjónarmiđi keđju stöđugrar ţróunar, í henni speglast uppgangur auđvaldsskeiđsins og endalok. Í frönsku byltingunni miklu voru innri andstćđur borgaralegs samfélags enn allsendis vanţróađar. Um langt skeiđ veittu ţćr ţví feiknlegri baráttu rúm. Allar andstćđurnar, sem í hita byltingarinnar spruttu hratt upp og ţroskuđust, geisuđu ţá óhindrađar, af skefjalausri róttćkni. Hálfri öld síđar, á miđri leiđ auđvaldsţróunar, braust út bylting ţýskrar borgarastéttar. En hún stöđvast á miđri leiđ vegna andstćđra hagsmuna en jafnra krafta auđmagns og vinnuafls, hún er kćfđ međ málamiđlun lénskra ađilja og borgaralegra. Hún er ţannig stytt niđur í örstutt, vesćldarlegt skeiđ, sem hljóđnar í miđju orđi. Hálf öld enn, og rússneska byltingin núna stendur ţar í sögulegri ţróun, sem komiđ er yfir hjallann, yfir hámark auđvaldssamfélagsins, ţar sem borgaraleg bylting verđur ekki lengur kćfđ í andstćđum borgarastéttar og öreigastéttar, heldur ţróast ţvert á móti til nýs, langs skeiđs feikilegrar samfélagsbaráttu. Í henni verđa gamlir reikningar gerđir upp viđ einveldiđ, en ţađ verđa smámunir hjá hinum mörgu nýju reikningum, sem byltingin gerir sjálf. Byltingin núna afgreiđir ţví, ekki ađeins sérstakar ađstćđur rússneska einveldisins, heldur jafnframt almennar niđurstöđur alţjóđlegrar auđvaldsţróunar. Hún virđist ţví síđur hinsti arftaki gömlu borgaralegu byltinganna en undanfari nýrrar keđju byltinga öreigastéttarinnar á vesturlöndum. Einmitt vegna ţess hve óafsakanlega seint á ferđinni ţetta vanţróađasta land er međ sína borgaralegu byltingu, sýnir ţađ öreigastétt Ţýskalands og ţróuđustu auđvaldsríkja leiđir og ađferđir frekari stéttabaráttu.

Ţví virđist ţađ alrangt, einnig fra ţessari hliđ, ađ horfa á rússnesku byltinguna úr fjarlćgđ sem fallega sýningu, eitthvađ sérstaklega "rússneskt" og í mesta lagi ađ dást ađ hetjuskap baráttumannanna, ţ. e. ytri sérkennum baráttunnar. Miklu mikilsverđara er ađ ţýskir verkamenn lćri ađ líta á rússnesku byltinguna sem sitt eigiđ mál, ekki ađeins í skilningi alţjóđlegrar stéttarsamstöđu međ rússneskum öreigum, heldur umfram allt sem kafla í sögu sjálfra sín, félagslega og pólitískt. Ţeir verkalýđsleiđtogar og ţingmenn, sem álíta ţýskan öreigalýđ "of veikburđa" og ţýskar ađstćđur ekki nógu ţroskađar fyrir byltingarlega fjöldabaráttu, hafa greinilega ekki hugmynd um, ađ mćlikvarđinn á ţroska stéttaađstćđna í Ţýskalandi og á mátt öreigastéttarinnar er ekki stađtölur um ţýsk verkalýđsfélög, né kosningatölur, heldur atburđir rússnesku byltingarinnar. Alveg einsog ţroski franskra stéttaandstćđna undir júlíkonungdćminu og júlíorrustunni í París speglađist í marsbyltingunni ţýsku, gangi hennar og óförum, ţannig speglast nú ţroski stéttaandstćđna Ţýskalands í atburđum.rússnesku byltingarinnar og mćtti. Skriffinnar ţýskrar verkalýđshreyfingar draga framúr skúffum sínum sannanir fyrir mćtti hennar og ţroska, en sjá ekki ađ ţađ sem ţeir leita, stendur beint fyrir augum ţeirra sem mikil, söguleg opinberun. Ţví sögulega séđ er rússneska byltingin endurskin máttar og ţroska alţjóđlegrar verkalýđshreyfingar, ţ.e.umfram allt ţýskrar.

Ţađ vćri ţví alltof vesćldarleg, afkáralega lítil útkoma úr rússnesku byltingunni, ef ţýskur öreigalýđur ćtlađi bara ađ draga ţá lćrdóma af henni, sem félagar Frohme, Elm og ađrir vilja. Ţađ er, ef ţeir tćkju ytri baráttuađferđ rússnesku byltingunnar, fjöldaverkföll, og geltu hana, svo ađ ţau yrđu bara varafallbyssa, ef kosningaréttur til ríkisţings yrđi afnuminn, ţ.e. sem óvirkt varnartćki ţingrćđis. Verđi kosningaréttur til ríkisţings tekinn af okkur, ţá verjumst viđ. Ţađ er augljós ákvörđun. En til ađ taka ţá ákvörđun ţarf ekki ađ setja sig í hetjulega stellingu Dantons, einsog t. d. félagi Elm gerđi í Jena [á ţingi ţýska sósíalistaflokksins, 17. -23. sept. 1905. Ţýđ]. Ţví vörn ţeirra litlu lýđrćđisréttinda sem viđ nú ţegar höfum, er ekki sú himinhrópandi nýjung, ađ hrćđilegar fjöldafórnir rússnesku byltingarinnar hafi ţurft til ađ örva menn til hennar. Slík vörn er öllu heldur einfaldasta, fyrsta skylda sérhvers andstöđuflokks. En stefna öreigalýđsins á byltingartímum má aldrei verđa tóm vörn. Og ţótt annarsvegar sé erfitt ađ segja fyrir um ţađ međ vissu, hvort afnám almenns kosningaréttar í Ţýskalandi verđi viđ ađstćđur sem kalli skilyrđislaust fram fjöldaverkfall, ţá er hinsvegar vist, ađ ţegar skeiđ stormasamra fjöldaađgerđa hefst í Ţýskalandi, geta sósíalistar ómögulega bundiđ baráttuađferđ sína viđ tóma ţingrćđisvörn. Ţađ er utan viđ valdsviđ sósíalista ađ ákveđa fyrirfram af hvađa tilefni fjöldaverkföll muni brjótast út í Ţýskalandi og hvenćr, ţví ţađ er utan valdsviđs ţeirra ađ koma á sögulegum ađstćđum međ ákvörđunum flokksţinga. En ţađ sem ţeir geta gert og verđa ađ gera, er ađ skýra pólitíska stefnu ţessarar baráttu, ţegar hún hefst, og móta hana í einbeittri, samrćmdri baráttuađferđ. Ţađ er ekki hćgt ađ halda sögulegum viđburđum í taumi međ ţví ađ gera ţeim uppskriftir, heldur međ ţví ađ átta sig fyrirfram á líklegum afleiđingum ţeirra, hverju reikna má međ, og haga sínum eigin ađgerđum eftir ţví. Sú stjórnmálahćtta sem mest ógn stendur nú af, sem ţýsk verkalýđshreyfing hefur séđ fram á árum saman, er valdrán afturhaldsins, sem myndi vilja rćna alţýđu manna mikilvćgustu stjórnmálaréttindum hennar, kosningarétti til ríkisţings. Ţótt ţessi atburđur yrđi óskaplega áhrifamikill, er eins og ég sagđi, ómögulegt ađ fullyrđa, ađ eftir valdrán kćmi ţegar í stađ breiđ alţýđuhreyfing í formi fjöldaverkfalla, ţví nú ţekkjum viđ ekki alla ţá óteljandi ţćtti og ađstćđur sem orka á ástandiđ viđ fjöldahreyfingu. En ţegar litiđ er á hve magnađar ađstćđur eru nú í Ţýskalandi, og hve margvísleg áhrif rússneska byltingin hefur alţjóđlega, og sem endurnýjađ Rússland framtíđarinnar mun hafa, ţá er ljóst, ađ sú kollsteypa sem yrđi í ţýsku stjórnmálalífi viđ ţađ ađ kosningaréttur til ríkisţings yrđi afnuminn, gćti ekki stöđvast viđ baráttu fyrir ţessum kosningarétti eingöngu. Öllu heldur myndi slíkt valdrán fyrr eđa síđar espa alţýđufjöldann til ađ brjótast fram af frumafli og gera afturhaldinu pólitisk reikningsskil; fyrir brauđokriđ, fyrir ađ búa til hćkkun á kjöti, fyrir ađ mergsjúga fólk međ takmarkalausum fjáraustri í her og flota, fyrir spillingu nýlendustefnu, fyrir ţjóđarsmán réttarhaldanna í Königsberg[16], fyrir kyrrstöđuna í félagslegum umbótum, fyrir réttarskerđingu járnbrautarmanna, póstmanna og vinnufólks, fyrir háđuleg svik viđ námumenn, fyrir dóminn í Löbtau og allt hiđ stéttarlega réttarkerfi, fyrir hin grófu verkbönn - í stuttu máli, fyrir alla tuttugu ára kúgun sameinađs drottinvalds júnkara austan Elbu og samsteypts stórauđvaldsins.

En sé steinninn einu sinni oltinn af stađ, ţá er ekki hćgt ađ stöđva hann lengur, hvort sem sósíalistar vilja eđa ekki. Andstćđingar fjöldaverkfalla eru vanir ađ segja ađ lćrdómar rússnesku byltingarinnar og fordćmi gildi alls ekki fyrir Ţýskaland, vegna ţess, fyrst og fremst, ađ í Rússlandi ţurfti fyrst ađ taka hiđ feiknalega stökk frá austrćnu einrćđi til nútímalegs, borgaralegs réttarkerfis. Formleg fjarlćgđin milli hinnar gömlu stjórnmálaskipanar og nýju á ađ vera fullnćgjandi skýring á ofsa og afli byltingarinnar í Rússlandi. Í Ţýskalandi séu nauđsynlegustu form réttarríkis og öryggi löngu fengin, ţví geti félagslegar andstćđur ómögulega brotist út af ţvílíku frumafli hér. Ţeir sem ţannig hugsa, gleyma ţví, ađ ţegar opin pólitísk barátta brýst út í Ţýskalandi, verđur sögulega ákvarđađ markmiđiđ einmitt ţessvegna allt annađ en nú er í Rússlandi. Einmitt vegna ţess ađ borgaralegu réttarkerfi er löngu á komiđ í Ţýskalandi, ţađ hefur fengiđ tíma til ađ tćma möguleika sína gjörsamlega, og ţví er tekiđ ađ halla undan fćti, vegna ţess ađ borgaralegt lýđrćđi og frjálshyggja höfđu tíma til ađ deyja út, einmitt ţessvegna getur ekki lengur veriđ um borgaralega byltingu ađ rćđa í Ţýskalandi. Og á tímum beinnar, pólitískrar baráttu alţýđunnar í Ţýskalandi getur hiđ sögulega nauđsynlega lokatakmark ţví einungis veriđ alrćđi öreiganna. En ţetta verkefni er miklu fjarlćgara ástandinu í Ţýskalandi núna en borgaralegt réttarkerfi er austrćnu einrćđi, og ţví er ekki hćgt ađ leysa ţetta verkefni í einni atrennu, heldur sömuleiđis ađeins á löngu skeiđi óskaplegrar félagslegrar baráttu.

En eru ekki ćpandi mótsagnir í ţessum framtíđarhorfum, sem ég hefi hér dregiđ upp? Á mögulegum, komandi tímum pólitískra fjöldaađgerđa eiga annarsvegar fyrst og fremst vanţróuđustu hlutar ţýskrar öreigastéttar, vinnufólk, járnbrautarmenn, póstţrćlar, ađ byrja á ţví ađ fá samtakarétt, fyrst á ađ útrýma verstu vanköntunum á arđráninu. Hinsvegar á stjórnmálaverkefni ţessa skeiđs ađ vera pólitísk valdataka öreigastéttarinnar. Annarsvegar er kjarabarátta verkalýđsfélaga fyrir nćrtćkustu hagsmunum, fyrir ađ bćta efnislega stöđu verkalýđsstéttarinnar, hinsvegar er endanlegt lokamarkmiđ sósialista! Vissulega eru ţetta ćpandi mótsagnir. En ţessar mótsagnir eru ekki í röksemdafćrslu minni, heldur í auđvaldsţróuninni sjálfri. Hún gengur ekki eftir snyrtilegri beinni línu, heldur í skörpum sveiflum, líkum eldingu. Rétt eins og mismunandi auđvaldslönd sýna hin sundurleitustu ţróunarstig, ţannig gildir sama um mismunandi hópa verkalýđsstéttar innan hvers lands. En sagan bíđur ekki ţolinmóđ eftir ţví ađ vanţróuđ lönd og hópar nái hinum ţróuđustu, svo ađ allt geti síđan gengiđ skipulega fram í réttri röđ. Fremstu hlutana leiđir hún til sprengingar um leiđ og ađstćđur hafa ţróast til ţess, og í stormi byltingarskeiđsins nćst á fáeinum dögum og mánuđum ţađ sem vanrćkt hafđi veriđ, ójafnt jafnast, félagslegar framfarir í heild taka skyndilega stökk fram á viđ.

Í rússnesku byltingunni sameinuđust öll stig ţróunar og hagsmuna mismunandi verkalýđshópa í stefnuskrá sósialista, og sérstök barátta ótal hópa í sameiginlegar miklar stéttarađgerđir öreigalýđsins. Ţannig verđur ţetta líka í Ţýskalandi, ţegar ađstćđur hafa ţróast nóg. Og verkefni sósíalista verđur ţá ađ miđa baráttuađferđ sína ekki viđ vanţroskuđustu stig ţróunarinnar heldur viđ hin ţróuđustu.

 

VIII

Mikilvćgasta krafan sem uppfylla ţarf fyrir baráttuskeiđiđ mikla sem bíđur ţýskrar öreigastéttar fyrr eđa síđar, er - auk fullrar einbeitni og samrćmdrar baráttuađferđar - hin mesta baráttuhćfni. En ţá ţarf sem mesta einingu hins sósíalíska, leiđandi hluta öreigafjöldans. Hinsvegar hafa fyrstu veikburđa tilraunirnar til ađ undirbúa miklar fjöldaađgerđir afhjúpađ verulegan ágalla hvađ ţetta varđar, samtök verkalýđshreyfingarinnar tvö, sósíalistaflokkurinn og verkalýđsfélögin, eru algerlega ađskilin og sjálfstćđ.

Viđ nánari skođun fjöldaverkfalla í Rússlandi, sem og ađstćđna í Ţýskalandi sjálfu, verđur ljóst, ađ meiriháttar fjöldaađgerđir er ómögulegt ađ hugsa sér sem svokölluđ pólitísk fjöldaverkföll, eigi ţau ekki bara ađ takmarkast viđ einstaka andófsađgerđ, heldur verđa ađ raunverulegum baráttuađgerđum. Verkalýđsfélögin myndu eiga alveg jafnmikinn hlut og sósíalistar í slíkum ađgerđum í Ţýskalandi. Ástćđan er ekki sú, eins og leiđtogar verkalýđsfélaganna ímynda sér, ađ sósíalistar ráđi svo miklu smćrri samtökum og geti ţví ekkert gert "án ţeirra", ţar verđi 1ź milljón félagsmanna verkalýđssamtakanna ađ koma til. Hér valda miklu dýpri ástćđur, ţ.e. ađ hverjar beinar fjöldaađgerđir eđa skeiđ beinnar fjöldabaráttu yrđu í senn stjórnmála- og kjarabarátta. Komi af einhverju tilefni einhverntímann til mikillar stjórnmálabaráttu í Ţýskalandi, til fjöldaverkfalla, ţá upphefst um leiđ skeiđ mikillar baráttu verkalýđsfélaga í Ţýskalandi. Og ţá munu atburđirnir ekkert spyrja um ţađ, hvort verkalýđsforystan hafi veitt hreyfingunni blessun sína eđa ekki. Standi hún hjá, eđa reyni jafnvel ađ setja sig gegn hreyfingunni, ţá leiđir ţađ bara til ţess ađ bylgja atburđanna skolar verkalýđsforystunni til hliđar[17], og kjara- og stjórnmálabarátta fjöldans yrđi háđ án ţeirra.

Svo sannarlega. Skiptingin í stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu, og ađ hvor um sig skuli vera sjálfstćđ, er eingöngu tilbúningur ţingrćđisskeiđsins, ţótt hann sé skilyrtur af sögunni. Viđ rólegan,"eđlilegan" gang borgaralegs samfélags er kjarabaráttan sundruđ, leyst upp í fjölda átaka í hverju fyrirtćki og í hverri grein fyrir sig. Hinsvegar er pólitísk barátta ekki háđ af fjöldanum sjálfum í beinum ađgerđum, heldur samkvćmt formum borgaralegs ríkis eftir fulltrúakerfi, međ ţrýstingi á löggjafarvaldiđ. Um leiđ og skeiđ byltingarbaráttu hefst, ţ. e. um leiđ og fjöldinn birtist á vígvellinum, lýkur sundrungu kjarabaráttunnar og óbeinu ţingrćđisformi pólitískrar baráttu. Í byltingarlegum fjöldaađgerđum eru kjara- og stjórnmálabarátta eitt, og tilbúinn veggurinn milli verkalýđsfélaga og sósíalistaflokks, sem tveggja ađskilinna, alveg sjálfstćđra forma verkalýđshreyfingarinnar, sópast einfaldlega burtu. En ţađ sem kemur svo augsýnilega fram í fjöldahreyfingu byltingarinnar, er líka raunveruleiki á ţingrćđisskeiđinu. Ţađ er ekki til tvennskonar mismunandi stéttabarátta verkalýđsstéttarinnar, ein efnahagsleg og önnur pólitísk, heldur er ađeins til ein stéttabarátta, sem í senn beinist ađ ţví ađ takmarka auđvaldsarđrániđ innan borgaralegs samfélags og ađ afnámi arđránsins og ţar međ ađ afnema borgaralegt samfélag.

Enda ţótt ţessar tvćr hliđar stéttabaráttunnar ađgreinist af tćknilegum ástćđum á ţingrćđisskeiđinu, ţá eru ţćr ţó alls ekki tvennar hliđstćđar ađgerđir, heldur einungis tvö skeiđ, tvö stig frelsisbaráttu verkalýđsstéttarinnar. Barátta verkalýđsfélaganna nćr til nútímahagsmuna verkalýđshreyfingarinnar en sósíalísk barátta til framtíđarhagsmuna. Í Kommúnistaávarpinu segir: Gagnvart ýmsum sérhagsmunum hópa innan öreigalýđsins (ţjóđlegum, stađbundnum) eru kommúnistar fulltrúar sameiginlegra hagsmuna öreigastéttarinnar í heild, og á mismunandi ţróunarstigum stéttabaráttunnar eru ţeir fulltrúar heildarhreyfingarinnar, ţ.e. lokamarkmiđs frelsunar öreigastéttarinnar. Verkalýđsfélögin koma fram fyrir hönd einstakra hópa og tiltekins ţroskastigs verkalýđshreyfingarinnar. Sósíalistaflokkurinn kemur fram fyrir hönd verkalýđsstéttarinnar og frelsunar hennar í heild. Samband verkalýđsfélaga viđ sósíalistaflokkinn er samkvćmt ţessu samband hluta viđ heild, og ţađ ađ kenningin um "jafnrétti" verkalýđsfélaga og sósíalistaflokks skuli fá svo mikinn hljómgrunn međal verkalýđsforystunnar, sýnir verulegan misskilning á sjálfu eđli verkalýđsfélaga og á hlutverki ţeirra í almennri frelsisbaráttu verkalýđsstéttarinnar.

Ţessi kenning um hliđstćđar ađgerđir sósíalistaflokks og verkalýđsfélaga og um "jafnrétti" ţeirra er ţó ekki međ öllu gripin úr lausu lofti, heldur á hún sér sögulegar rćtur. Hún byggist nefnilega á blekkingu rólegra, "eđlilegra" tíma borgaralegs samfélags, um ađ pólitísk barátta sósíalista sé bundin viđ ţingrćđisbaráttu. En ţingrćđisleg barátta er til uppfyllingar baráttu verkalýđsfélaga og samsvarar henni, ţví hvort tveggja er barátta á grundvelli borgaralegrar samfélagsgerđar eingöngu. Ţingrćđisbarátta er í eđli sínu pólitískt umbótastarf, einsog verkalýđsfélög stunda efnahagslegt umbótastarf. Hún er pólitískt stundarstarf, hliđstćtt efnahagslegu stundarstarfi verkalýđsfélaga. Og hvort tveggja er einungis skeiđ, visst ţróunarstig í heild stéttarbaráttu öreiganna, en lokamarkmiđ hennar ná út yfir ţingrćđisbaráttu og baráttu verkalýđsfélaga í jafnríkum mćli. Ţingrćđisbarátta er gagnvart stefnu sósíalista líka einsog hluti gagnvart heild, rétt einsog barátta verkalýđsfélaga. En hreyfing sósíalista dregur bćđi ţingrćđisbaráttu og baráttu verkalýđsfélaga saman í stéttarbaráttu sem beinist ađ afnámi borgaralegrar samfélagsskipunar.

Kenningin um "jafnrétti" verkalýđsfélaga og sósíalistaflokks er ţví ekki bara frćđilegur misskilningur, ekki tóm misgrip, heldur kemur hér fram hin alkunna hneigđ hentistefnuarms sósíalistaflokksins til ađ skera pólitíska baráttu verkalýđsstéttarinnar raunverulega niđur í ţingrćđisbaráttu, og breyta sósíalist flokknum úr byltingarflokki öreiganna í smáborgaralegan umbótaflokk[18]. Féllust sósíalistar á kenninguna um "jafnrétti" verkalýđsfélaga og flokksins, ţá myndu ţeir ţar međ óbeint og umyrđalaust fallast á ţá breytingu, sem fulltrúar hentistefnumanna hafa svo lengi stefnt ađ.

Hinsvegar er slík breyting á afstćđum innan verkalýđshreyfingarinnar ómögulegri í Ţýskalandi en í nokkru öđru landi. Samkvćmt frćđikenningunni eru verkalýđsfélög ađeins hluti hreyfingar sósialista. Einmitt í Ţýskalandi kemur ţetta fram á sígildan hátt í reynd, í lifandi starfi, og raunar á ţrjá vegu. Í fyrsta lagi eru ţýsk verkalýđsfélög beinlínis sköpunarverk sósialistaflokksins, hann annađist fyrsta upphaf faglegrar hreyfingar í Ţýskalandi, hann ól hana upp, hann sér henni enn fyrir leiđtogum og virkustu starfsmönnunum. Í öđru lagi eru ţýsk verkalýđsfélög sköpunarverk sósíalista einnig í ţeim skilningi ađ kenningar sósíalista eru sálin í starfi verkalýđsfélaga, ţau bera af öllum borgaralegum og trúarlegum verkalýđsfélögum vegna hugmyndarinnar um stéttabaráttu. Hagnýtur árangur stéttarfélaganna og vald ţeirra er afleiđing ţess ađ starf ţeirra er í skćru ljósi kenninga frćđilegs sósíalisma, ţađ er hafiđ yfir lágkúrulega reynslustefnu. Styrkur "hagnýtrar stefnu" ţýskra verkalýđsfélaga felst í skilningi ţeirra á djúpstćđu samhengi auđvaldskerfisins, félagslega og efnahagslega. En ţennan skilning eiga ţau engu öđru ađ ţakka en kenningum frćđilegs sósíalisma, sem starf ţeirra byggist á. Í ljósi ţessa er leitin eftir frelsun verkalýđsfélaga undan kenningum sósialista, leitin eftir annarri "faglegri frćđikenningu" en sósíalískri, ekkert annađ en sjálfsmorđstilraun međ tilliti til verkalýđsfélaganna sjálfra og framtíđar ţeirra. Yrđi faglegt starf losađ frá kenningum frćđilegs sósíalisma, myndu ţýsk verkalýđsfélög óđar glata öllum yfirburđum sínum gagnvart hverskyns borgaralegum verkalýđsfélögum. Ţau myndu hrapa af ţví stigi sem ţau hafa hingađ til veriđ á, niđur á sviđ stefnulausra ţreifinga og hreinnar flatneskjulegrar reynslustefnu.

Í ţriđja lagi loks eru verkalýđsfélögin einnig beinlínis, í tölulegum styrk, sköpunarverk hreyfingar sósíalista og áróđurs ţeirra. En raunar er verkalýđsforystan smámsaman farin ađ gleyma ţessu[19]. Ýmsir verkalýđsleiđtogar horfa gjarnan í sigurstolti og af nokkurri illkvittni, af tignarlegri hćđ 11/4 milljóna félagsmanna niđur á vesćllega tćpa hálfa milljón flokksbundinna sósialista. Ţeir rifja ţá upp fyrir ţeim síđarnefndu tímana fyrir 10 til 12 árum, ţegar sósíalistar voru enn svartsýnir á ţróun verkalýđsfélaga. Ţeir taka ţá alls ekki eftir ţví, ađ á vissan hátt er beint orsakasamband á milli ţessara tveggja stađreynda: margir félagsmenn verkalýđsfélaga, fáir flokksbundir sósíalistar. Ţúsundir og aftur ţúsundir verkamanna ganga ekki í flokkinn, einmitt vegna ţess ađ ţeir ganga í verkalýđsfélögin. Samkvćmt kenningunni ćttu allir verkamenn ađ vera skipulagđir tvöfalt: fara á tvennskonar fundi, borga tvennskonar félagsgjöld, lesa tvennskonar verkalýđsblöđ, o. s. frv. En til ţess ađ gera ţetta, ţarf gáfur á háu stigi og ţvílíka hugsjónamennsku, ađ af hreinni skyldutilfinningu viđ verkalýđshreyfinguna komi menn sér ekki hjá daglegum fórnum í tíma og fé. Loks ţarf ţann brennandi áhuga á hreinu innra flokksstarfi, sem ţađ eitt getur svalađ ađ ganga í flokksfélag. Allt á ţetta viđ um upplýstasta og gáfađasta hluta sósíalísks verkalýđs í stórborgum. Ţar er flokkslífiđ innihaldsríkt og lokkandi, ţar eru kjör verkalýđsins betri en annars stađar. En hjá öllum ţorra verkalýđs í stórborgum og úti á landi, í smáborgum og smábćjum er pólitískt líf á stađnum ósjálfstćtt, tóm endurspeglun atburđa í höfuđborginni. Ţví er flokkslífiđ ţar líka fátćklegt og einhćft. Ennfremur eru kjör verkalýđsins ţar oftast mjög vesćl, og vegna alls ţessa er mjög erfitt ađ koma á tvöföldu skipulagi.

Fyrir verkalýđsfjöldann sem hlynntur er sósíalisma, leysist ţá máliđ af sjálfu sér međ ţví einmitt ađ ganga í viđeigandi verkalýđsfélag. Ţví ţađ liggur í eđli kjarabaráttunnar ađ verkalýđurinn getur ekki gćtt beinna hagsmuna sinna nema međ ţví ađ ganga í starfsgreinarfélag. Gjaldiđ sem hann greiđir, oft međ verulegum fórnum í lífskjörum, fćrir honum bein, augsýnileg gćđi. En sósíaliska afstöđu sína getur hann sýnt í verki án ţess ađ ganga í sérstakt flokksfélag, međ ţví ađ kjósa í ţingkosningum, međ ţví ađ sćkja almenna fundi sósíalista, fylgjast međ rćđum sósíalista í fulltrúasamkomum, međ ţví ađ lesa flokksblöđin. Menn beri t.d. saman kjósendafjölda sósíalista og áskrifendafjölda "Vorwärts" viđ tölu flokksfélaga í Berlín. Og ţađ sem rćđur úrslitum:Venjulegir verkamenn úr fjöldanum, hlynntir sósíalisma, hafa, sem einfaldir menn, engan skilning á hinni flóknu og fíngerđu tveggjasálakenningu verkalýđsforystunnar. Međ ţví ađ ganga í verkalýđsfélagiđ finnst ţeim ţeir líka vera skipulagđir sem sósíalistar. Enda ţótt sambönd verkalýđsfélaganna séu ekkimeđ neitt flokksmerki, ţá sjá verkamenn almennt í hverri borg og bć, ađ í forystu verkalýđsfélags ţeirra eru virkustu leiđtogarnir sömu starfsbrćđur og ţeir ţekkja einnig sem félaga, sem sósíalista í opinberu lífi. Ýmist eru ţetta fulltrúar sósíalista á ríkisţingi, landsţingi eđa bćjarstjórn, eđa ţá trúnađarmenn sósíalista, forstöđumenn kjörnefnda, ritstjórar sósíalista, ritarar, eđa bara rćđumenn og áróđursmenn. Í áróđri verkalýđsfélagssins heyra ţeir ennfremur ţau hugtök sem ţeim eru orđin kćr og skiljanleg, um auđvaldsarđrán, um stéttaafstćđur, hugtök sem ţeir ţekkja líka úr áróđri sósíalista. Já, flestir rćđumenn á fundum verkalýđsfélaga, og hinir vinsćlustu, ţeir einu sem "koma lífi í tuskurnar", og draga ađ fundum verkalýđsfélaga, sem ella eru illa sóttir og syfjulegir, ţađ eru einmitt kunnir sósíalistar.

Ţannig orkar allt til ţess, ađ venjulegum stéttvísum verkamönnum finnist, ađ međ ţví ađ ganga í verkalýđsfélag, verđi ţeir einnig í verkamannaflokki sínum, skipuleggist sem sósíalistar. Og í ţessu felst eiginlegt ađdráttarafl ţýskra verkalýđsfélaga. Ekki međ ţví ađ virđast hlutlaus, heldur međ ţví ađ vera í rauninni sósíalísk, náđu Miđsambönd verkalýđsfélaganna núverandi styrk sínum. Í Ţýskalandi lćtur nú í rauninni enginn blekkjast af ţessu yfirborđshlutleysi. Ţađ er einfaldlega ómögulegt vegna ţess ađ einnig eru til verkalýđsfélög borgaralegra flokka; kaţólsk, félög Hirsch-Dunkers o. s. frv. En ţađ átti einmitt ađ vera rök fyrir nauđsyninni á ţessu sýndarhlutleysi". Ţegar ţýskir verkamenn, sem eiga fullkomlega frjálst val um ađ ganga í kristilegt, kaţólskt, lútherskt eđa frjálshyggjuverkalýđsfélag, velja ekkert af ţessu, heldur hin"frjálsu verkalýđsfélög" eđa ganga jafnvel í ţau úr hinum, ţá gera ţeir ţađ bara af ţví ađ í Miđsamböndunum sjá ţeir eindregin samtök nútímastéttabaráttu, eđa, sem kemur í sama stađ niđur í Ţýskalandi, sósíalísk verkalýđsfélög. Í stuttu máli, "hlutleysiđ" sem verkalýđsforystunni virđist vera, er alls ekki til fyrir fjöldanum í verkalýđsfélögunum. Og í ţví liggur öll gćfa Miđsambanda verkalýđsfélaga. Yrđi ţetta sýndar"hlutleysi" nokkurn tímann í raun, ef verkalýđsfélög firrtust hreyfingu sósíalista og losnuđu Łrá henni, sérstaklega ef ţetta yrđi í augum öreigafjöldans, ţá myndu verkalýđsfélögin ţegar missa alla yfirburđi sína gagnvart borgaralegum samkeppnisađiljum, og ţarmeđ einnig ađdráttarafl sitt, lífsglóđina. Ţetta sannast sláandi á alkunnum stađreyndum. Ţađ gćti nefnilega dregiđ menn frábćrlega vel ađ verkalýđsfélögum, ađ ţau virtust flokkspólitískt "hlutlaus" í landi ţar sem sósíalistar njóta sjálfir einskis trausts hjá fjöldanum, ţar sem ţađ skađar ţá fremur en gagnar í augum fjöldans ađ vera verkamannasamtök, í stuttu máli, ţar sem verkalýđsfélögin ţurfa ađ vinna liđssveitir sínar úr alveg óupplýstum, borgaralegum alţýđufjölda.

Slíkt land var alla síđustu öld, og er enn ađ miklu leyti, England. En í Ţýskalandi eru flokkshlutföllin allt önnur. Í landi ţar sem sósíalistar eru öflugasti stjórnmálaflokkurinn, og meira en ţriggja milljón manna öreigaher ber vitni um ađdráttarafl hans, ţar er hlćgilegt ađ tala um ađ sósíalisminn fćli fólk frá og hrćđi, og ađ baráttusamtök verkalýđsins verđi ađ ţykjast hlutlaus pólitískt. Ţađ nćgir ađ bera saman tölur um kjósendur sósíalista og félagsmenn í verkalýđsfélögum í Ţýskalandi, til ađ hverju barni verđi ljóst, ađ ţýsk verkalýđsfélög sćkja liđsmenn sína ekki í óupplýstan, borgaralega hugsandi múg, einsog í Englandi, heldur í öreigafjölda, sem sósíalistar hafa ţegar vakiđ og unniđ til fylgis viđ stéttabaráttu, ţ. e. í kjósendafjölda sósíalista. Ţađ fylgir kenningunni um "hlutleysi", ađ verkalýđsforystan neitar ţví hneyksluđ, ađ líta megi á verkalýđsfélögin sem undirbúningsskóla fyrir inngöngu í sósíalistaflokkinn. Ţeim finnst móđgun ađ gera ráđ fyrir ţessu, en í rauninni er ţađ hinn mesti heiđur. En ţví miđur eru ţetta hugarórar hvađ Ţýskaland varđar, vegna ţeirrar einföldu stađreyndar ađ ţessu er ţveröfugt fariđ. Í Ţýskalandi er sósíalistaflokkurinn undirbúningsskóli fyrir verkalýđsfélögin. Skipulagsstarf verkalýđsfélaganna er oftast mjög erfitt amstur. Ţví vekur ţađ ţá blekkingu hjá verkalýđsleiđtogum, ađ ţađ séu ţeir, sem dragi fyrstu plógförin um nýrćkt öreigastéttarinnar, og kasti fyrsta sáđkorninu. En í rauninni er plógur sósíalista ţegar búinn ađ gera jarđveginn rćktanlegan, og ekki nóg međ ţađ, sjálft sáđkorn verkalýđsfélaganna og sáđmađurinn verđa líka ađ vera "rauđ", sósíalísk, til ţess ađ uppskeran dafni. En ef viđ ţá berum tölur um styrk verkalýđsfélaga saman viđ - ekki samtök sósíalista - heldur hiđ eina rétta, kjósendafjölda sósíalista, ţá komumst viđ ađ niđurstöđu sem stingur töluvert í stúf viđ sigurgleđi verkalýđsforystunnar. Ţá kemur nefnilega í ljós, ađ hin "frjálsu verkalýđsfélög" ná nú ađeins til minnihluta stéttvíss verkalýđs í Ţýskalandi. Ţví međ ţessari milljón félagsmanna sinna hafa ţau ekki einu sinni náđ helmingnum af ţeim fjölda sem sósíalistar hafa unniđ handa ţeim fyrir stéttabaráttu.

Mikilvćgasta ályktunin af ţessum stađreyndum er, ađ sú fullkomna eining faglegrar og sósíalískrar verkalýđshreyfingar sem er skilyrđislaus nauđsyn í komandi fjöldabaráttu í Ţýskalandi, er í rauninni til nú ţegar. En ţađ er hinn mikli fjöldi, sem í senn er grundvöllur sósíalista og verkalýđsfélaga. Í vitund hans eru báđar hliđar hreyfingarinnar samrunnar í andlega einingu. Viđ ţessar ađstćđur reynast ţćr andstćđur, sem menn ćtla vera milli sósíalista og verkalýđsfélaga, ađeins vera á milli sósíalista og efsta lags starfsmanna verkalýđsfélaga, en jafnframt eru ţessar andstćđur innan verkalýđsfélaganna milli hluta verkalýđsforystunnar og faglega skipulagđs öreigafjöldans Mikill vöxtur stéttarfélaga í Ţýskalandi undanfarin 15 ár, sérstaklega á skeiđi mikillar ţenslu í efnahagslífinu, 1895-1900, leiddi af sjálfum sér til ţess ađ ţau urđu mjög sjálfstćđ, baráttuađferđir ţeirra og forysta urđu sérhćfđ og leiddi loks til ţess ađ upp kom hrein og bein starfsmannastétt verkalýđsfélaganna. Allt er ţetta fullkomlega skiljanlegt og eđlilegt, söguleg afleiđing af fimmtán ára vexti verkalýđsfélaganna, afleiđing efnahagslegs uppgangs og pólitísks logns í Ţýskalandi. Ţessi fyrirbćri eru sögulega nauđsynlegir ágallar, sérstaklega á ţađ viđ um starfsmannastétt verkalýđsfélaganna. En díalektík ţróunarinnar hefur ţađ einmitt í för međ sér, ađ ţessi fyrirbćri, sem eru nauđsynleg til ađ efla vöxt verkalýđsfélaga, umbreytast ţegar skipulagningin hefur náđ vissu hámarki og ađstćđur vissum ţroska. Ţá umhverfast ţau í andstćđu sína, og verđa frekari vexti fjötur um fót.

Verkalýđsleiđtogar sérhćfast í starfi, og eđlilega verđur sjóndeildarhringur ţeirra ţröngur viđ sundrađar baráttuađgerđir á rólegu skeiđi. Ţetta leiđir ţá alltof auđveldlega til skriffinnsku og ţröngsýni. En hvorttveggja kemur fram í heilu kerfi tilhneiginga, sem gćtu orđiđ mjög örlagaríkar fyrir framtíđ stéttarfélaganna sjálfra. Ţar er umfram allt ađ nefna ofmat á skipulagi. Ţađ breytist smámsaman úr tćki tilgangs - í tilgang í sjálfu sér, hin ćđstu gćđi, sem hagsmunir baráttunnar sjálfrar eru oft undirskipađir. Ţetta er skýringin á ţví ađ menn skuli lýsa sig opinberlega hvíldarţurfi, forđast meiri háttar áhćttu og meintan háska fyrir tilveru verkalýđsfélaga, og ađ ţeir vilja forđast óvissu meiriháttar fjöldaađgerđa. Ennfremur er ofmat á sjálfum hinum faglegu baráttuháttum, horfum ţeirra og árangri. Verkalýđsleiđtogarnir eru sífellt uppteknir af smáskćrum kjarabaráttunnar. Hlutverk ţeirra er ađ fá verkalýđsfjöldann tilađ trúa á mikiđ gildi hvađa smáárangurs í kjarabaráttunni sem vera skal, launahćkkunar eđa styttingu vinnutíma. Ţví leiđast ţeir smám saman til ađ missa sjálfir yfirsýn yfir víđara samhengi og ástandiđ í heild. Ađeins ţannig verđur skiljanlegt ađ ţýskir verkalýđsleiđtogar skuli t.d. benda međ svo mikilli ánćgju á árangur síđustu 15 ára, á milljón marka launahćkkun, í stađ ţess ţvert á móti ađ leggja áherslu á hina hliđ málsins: hve geysilega afkomu öreiganna hefur samtímis veriđ ţrýst niđur, međ brauđokri, međ allri skatta- og tollastefnunni, međ lóđaokrinu, sem hefur hćkkađ húsaleigu svo óskaplega, í stuttu máli, međ öllum hlutlćgum tilhneigingum borgaralegrar stefnu, sem gerir mikinn hluta árangurs ţessara 15 ára faglegrar baráttu ađ blekkingu. Heildarsannindi sósíalista leggja ekki ađeins áherslu á samtímastarf og algera nauđsyn ţess, heldur leggja ţau jafnframt megináherslu á gagnrýni og takmarkanir ţessa starfs. Úr ţeim eru ţannig sniđin hálfsannindi verkalýđsfélaganna, sem draga einungis fram hiđ jákvćđa í dćgurbaráttunni. Og ţögnin um ţćr hlutlćgu skorđur, sem borgaraleg samfélagsskipan setur faglegri baráttu, verđur loks ađ beinum fjandskap viđ alla frćđilega gagnrýni, sem bendir á ţessar skorđur í samhengi viđ lokatakmörk verkalýđshreyfingarinnar. Skilmálalaust smjađur, takmarkalaus bjartsýni eru gerđ ađ skyldu hvers "vinar verkalýđshreyfingarinnar". En ţar sem sósíalísk viđhorf felast einmitt í ţví ađ berjast gegn gagnrýnislausri faglegri bjartsýni, alveg eins og gegn gagnrýnislausri ţingrćđisbjartsýni, ţá er loks snúist gegn sjálfri frćđikenningu sósíalismans; starfsmenn verkalýđsfélaganna ţreifa fyrir sér eftir "nýrri frćđikenningu" sem gćti samrćmst ţörfum ţeirra og viđhorfum ţeirra, ţ. e. eftir frćđikenningu, sem andstćtt kenningum sósíalista, gerđi ráđ fyrir takmarkalausum efnahagslegum framgangi viđ faglega baráttu á grundvelli auđvaldsskipulagsins. Slík frćđikenning hefur raunar lengi veriđ til. Ţađ eru kenningar Sombarts prófessors, sem voru settar fram í ţeim yfirlýsta tilgangi ađ reka fleyg á milli verkalýđsfélaga og sósialista í Ţýskalandi og lađa verkalýđsfélögin yfir á borgaralegan grundvöll.

Í nánu samhengi viđ ţessi frćđilegu umskipti hluta verkalýđsleiđtoganna eru umskipti í sambandi leiđtoganna viđ fjöldann. Einnig ţetta er alveg eftir kenningum Sombarts. Í stađ ţess ađ stađbundnir félagsmenn verkalýđsfélaga reki áróđur fyrir ţeim á félagslegan hátt, ókeypis, af hreinni hugsjónamennsku, kemur skriffinnskuleg forysta starfsmanna verkalýđsfélaga, mestmegnis ađsendra, rekin á viđskiptalegan hátt. Ţegar ţrćđir hreyfingarinnar dragast saman í höndum ţeirra, verđur ţađ líka sérgrein starfs ţeirra ađ vera dómbćr um fagleg málefni. Félagarnir fćrast almennt niđur í ađ vera ódómbćr múgur, helsta skylda hans verđur dyggđ "agans", ţ.e. óvirk hlýđni. Um sósíalistaflokkinn gengur niđrandi ţjóđsaga um "einrćđi Bebels", en í rauninni ríkir ţar hiđ mesta lýđrćđi, kosningar og félagslegur rekstur, flokksforystan er í rauninni ađeins framkvćmdarađili. Andstćtt ţessu ríkir í verkalýđsfélögunum miklu fremur samband yfirvalda viđ undirgefinn múg[20]. Af ţvílíku sambandi sprettur nefnilega sú stefna ađ banna alla frćđilega gagnrýni á horfur og möguleika faglegs starfs, međ ţeim rökum ađ hún feli í sér hćttu fyrir hollustu alţýđufjöldans viđ verkalýđsfélögin. Ţetta byggist á ţeirri trú ađ verkalýđsfjöldinn verđi ţví ađeins unninn í samtökin og haldiđ ţar, ađ hann hafi blinda, barnalega trú á hjálprćđi faglegrar baráttu. Áhrif sósíalista á fjöldann byggjast einmitt á skilningi hans á andstćđum ríkjandi skipanar, og á allri hinni flóknu ţróun hennar, byggjast á gagnrýnni afstöđu fjöldans til allra stiga og skeiđa stéttabaráttu sín sjálfs. Andstćtt ţessu byggjast áhrif og völd verkalýđsfélaga, samkvćmt ţessari kenningu, á gagnrýnis- og dómgreinarleysi fjöldans. "Ţađ verđur ađ halda viđ trúnni hjá alţýđunni" - ţetta er grundvallarregla margra starfsmanna verkalýđsfélaga, ţegar ţeir stimpla sérhverja gagnrýni á hlutlćgan ófullkomleika verkalýđshreyfingarinnar sem tilrćđi viđ hreyfinguna sjálfa. Loks er ţađ afleiđing af ţessari sérhćfingu og skriffinnsku starfsmanna verkalýđsfélaga, hve sjálfstćđ verkalýđsfélögin eru orđin og "hlutlaus" gagnvart sósíalistum. Ytra sjálfstćđi faglegra samtaka hlaust af vexti ţeirra sem eđlilegar ađstćđur, ţađ óx af tćknilegri verkaskiptingu milli pólitískra og faglegra baráttuađferđa. "Hlutleysi" ţýskra verkalýđsfélaga var hinsvegar afleiđing afturhaldssamrar félagsmálalöggjafar prússnesk-ţýska lögregluríkisins. Í tímans rás breyttist eđli beggja ađstćđna. Úr pólitísku "hlutleysi" verkalýđsfélaga, sem lögreglan ţvingađi fram, hefur eftir á veriđ búin til frćđikenning um hlutleysi af frjálsum vilja, ţađ sé nauđsynlegt vegna sjálfs eđlis faglegrar baráttu. Og tćknilegt sjálfstćđi verkalýđsfélaga, sem átti ađ byggjast á hagnýtri verkaskiptingu sósíalískrar stéttabaráttu, sem er ein heild, ţví hefur veriđ breytt í sjálfstćđi verkalýđsfélaga frá sósíalistum, skođunum ţeirra og forystu, í svokallađ "jafnrétti" viđ sósíalista.

En ţetta sýndarsjálfstćđi og sýndarjafnrétti verkalýđsfélaga viđ sósíalistaflokkinn býr ađallega í starfsmönnum verkalýđsfélaga og nćrist á stjórnkerfi félaganna. Á ytra borđi virđast fullkomnar hliđstćđur í ţví ađ til skuli vera heilt liđskerfi starfsmanna verkalýđsfélaga, óháđ miđstjórn ţeirra, mikill blađakostur starfsgreina og loks ţing verkalýđsfélaganna, viđ hliđ stjórnkerfis sósíalista, flokksforystu, flokksblađa og flokksţinga. Ţessi blekking um jafnrétti sósíalistaflokks og verkalýđsfélaga hefur m. a. leitt til ţess óskapnađar ađ á flokksţingum sósíalista og ţingum verkalýđsfélaga er ađ hluta alveg hliđstćđ dagskrá og um sama máliđ eru teknar mismunandi ákvarđanir, jafnvel beinlínis andstćđar. Úr verkaskiptingu milli flokksţinga sem annast almenna hagsmuni og verkefni verkalýđshreyfingarinnar, og ţinga faglegu hreyfingarinnar, sem fást viđ miklu ţrengra sviđ, sérstök málefni og hagsmunamál dćgurbaráttu innan starfsgreina, hefur veriđ búinn til klofningur milli meintrar faglegrar lífsskođunar og sósíalískrar gagnvart sömu almennu viđfangsefnum og hagsmunamálum verkalýđshreyfingarinnar. En ţegar ţetta óeđlilega ástand hefur einusinni veriđ skapađ, ţá hneigist ţađ eđlilega til ađ ţróast ć meir og skerpast. Núna, síđan ţessi ósiđur hliđstćđrar dagskrár á ţingum verkalýđshreyfingarinnar og flokksins kom upp, er sjálf tilvera ţinga verkalýđsfélaga orđin eđlilegt tilefni til ađ afmarka sig ć meir frá sósíalistum og fjarlćgjast ţá. Til ađ sýna sjálfum sér og öđrum eigiđ "sjálfstćđi", til ađ sanna ekki ađ ţau séu óţörf eđa undirgefin međ ţví ađ endurtaka bara afstöđu flokksţinga, hljóta ţing verkalýđsfélaga ósjálfrátt ađ reyna ađ draga fram ţađ sem ađskilur, ţađ sem er "sérstaklega faglegt". Og eins og alkunna er, sitja einkum starfsmenn verkalýđsfélaga ţessi ţing. Á sama hátt leiđir nú sjálf tilvera hliđstćđrar, óháđrar miđstjórnar verkalýđsfélaga sálrćnt til ţess ađ reyna viđ hvert tćkifćri ađ sýna eigiđ sjálfstćđi gagnvart forystu sósíalista, líta á hvert samband viđ flokkinn um fram allt út frá ţví undir hvern hvađ heyri.

Ţannig myndađist ţađ einkennilega ástand ađ verkalýđshreyfingin, sem er alveg eitt og hiđ sama og hreyfing sósíalista neđst, í öreigafjöldanum, greinist skarpt frá henni efst, í yfirbyggingu stjórnunar, og rís gegn henni eins og óháđ stórveldi. Ţýsk verkalýđshreyfing fćr ţannig hiđ einkennilega form tvöfalds pýramída, grundvöllur og skrokkur eru ein heild, en tindarnir tveir greinast vítt ađ.

Ţađ er ljóst af ţví sem á undan segir, hver er eina ađferđin til ađ ná eđlilega og međ árangri ţeirri traustu einingu ţýskrar verkalýđshreyfingar sem er svo bráđnauđsynleg fyrir komandi pólitíska stéttabaráttu og fyrir frekari ţróun verkalýđsfélaganna sjálfra. Ekkert vćri vitlausara eđa vonlausara en ađ ćtla ađ ná ţessari eftirsóttu einingu međ samningaviđrćđum um einstök mál verkalýđshreyfingarinnar milli flokksstjórnar sósíalista og miđstjórnar verkalýđsfélaganna, annađ veifiđ eđa reglulega. Einmitt efstu skipulagstindar beggja mynda verkalýđshreyfingarinnar fela í sér ađskilnađ ţeirra og sjálfstćđi, einsog viđ sáum, jafnframt bera ţeir uppi blekkinguna um "jafnrétti" og ađ sósíalistaflokkur og verkalýđshreyfing séu hliđstćđur. Ţetta á sérstaklega viđ um forystu verkalýđsfélaganna. Ađ vilja koma á einingu beggja hreyfinga međ ţví ađ tengja flokksstjórnina og miđstjórn verkalýđsfélaganna, vćri ađ reisa brú einmitt ţar sem fjarlćgđin er mest og erfiđast verđur ađ komast yfir. Yrđi svona samband flokks og verkalýđsfélaga ađ kerfi, samningar stórvelda í millum hverju sinni, ţá vćri ţađ bara helgun á ţeim óskapnađi sem ţarf ađ útrýma, ađ sambandsríkjatengsl séu á milli heildar stéttarhreyfingar öreiganna annarsvegar og hluta ţessarar hreyfingar hinsvegar. Diplómatísk tengsl sambandsríkja milli ćđstu stjórna sósíalista og verkalýđsfélaga geta ađeins leitt til ţess ađ sambandiđ verđi ć meir framandi og kalt, geta ađeins orđiđ uppspretta sífelldra nýrra árekstra. Og ţađ liggur í hlutarins eđli. Međ sjálfu formi ţessa sambands er nefnilega gefiđ, ađ hiđ mikla mál međ samrćmda einingu efnahagslegrar og pólitískrar hliđar á frelsisbaráttu öreiganna breytist í hiđ örlitla mál, ađ "máttarvöld" í Lindenstrasse og Engel-Ufer verđi góđir grannar. Ţannig falla mikilfengleg sjónarmiđ verkalýđshreyfingarinnar í skuggann af lítilfjörlegu tilliti til valdastigs og móđgunargirni. Fyrsta tilraunin međ diplómatískt samband máttarvaldanna, samningar flokksforystunnar viđ miđstjórn verkalýđsféiaganna um málefni fjöldaverkfalla, hafa ţegar sannađ nćgilega hversu vonlaust ţetta fyrirtćki er. Miđstjórnin lýsti ţví yfir nýlega, ađ oft hefđi veriđ leitađ eftir viđrćđum á milli hennar og flokksstjórnarinnar, ýmist af hennar hálfu eđa hinnar, og ađ ţćr hefđu líka fariđ fram. Hvađ varđar gagnkvćma kurteisi, ţá má ţessi fullyrđing orka mjög róandi og hressandi á menn. En í ljósi komandi alvarlegra tíma hefur ţýsk verkalýđshreyfing fulla ástćđu til grípa vandamál baráttu sinnar nokkuđ dýpra, ýta ţessum kínversku mandarínasiđum til hliđar, og leita lausnar vandans ţar sem hún er gefin af ađstćđunum sjálfum. Ekki uppi, á tindum stjórna samtakanna og í bandalagi ţeirra, heldur niđri, í skipulögđum öreigafjöldanum, felst tryggingin fyrir raunverulegri einingu verkalýđshreyfingarinnar. Í vitund ţessarar milljónar manna í verkalýđsfélögunum eru flokkur og verkalýđsfélög í rauninni eitt, ţví ţau eru sósíalísk frelsisbarátta öreigastéttarinnar í mismunandi formum. Og af ţví leiđir af sjálfu sér nauđsynina á ađ fjarlćgja ţessa firringu og árekstra, sem hlotist hafa milli sósíalista og verkalýđsfélaga. Samband ţeirra sín í milli ţarf ađ ađlaga vitund öreigafjöldans, ţ. e. ađ fella verkalýđsfélögin aftur inn í rađir sósíalista. Međ ţví kemur ađeins fram samruni raunverulegrar ţróunar, upphaflega voru verkalýđsfélögin hluti sósíalískrar hreyfingar, síđan losnuđu ţau frá henni vegna mikils vaxtar bćđi verkalýđsfélaga og sósíalistaflokks. Á ţví skeiđi var komandi skeiđ mikillar fjöldabaráttu öreiganna undirbúiđ, en ţar međ verđur endursameining sósíalistaflokks og verkalýđsfélaga í beggja hag ađ nauđsyn.

Auđvitađ er hér ekki um ţađ ađ rćđa ađ leysa stéttarfélögin öll upp í flokknum, heldur er um ţađ ađ rćđa ađ koma á ţví eđlilega sambandi milli forystu sósíalistaflokks og verkalýđsfélaga, milli flokksţinga og ţinga verkalýđsfélaga sem samsvarar raunverulegu sambandi verkalýđshreyfingarinnar í heild og faglegs hluta hennar. Ekki getur fariđ hjá ţví ađ slík umskipti mćti ákafri andstöđu hluta starfsmanna verkalýđsfélaganna. En ţađ er tími til kominn ađ sósíalískur verkalýđsfjöldinn lćri ađ beita dómgreind sinni og starfshćfni, og sýna ţannig ađ hann hafi náđ nćgilegum ţroska fyrir ţá tíma mikillar baráttu og mikilla verkefna ţegar fjöldinn verđur kórinn sem framkvćmir, en forystan ađeins "talandi persónur", ţ. e. túlkar vilja fjöldans.

Verkalýđsfélögin eru ekki ţađ sem fáeinar tylftir verkalýđsleiđtoga hafa ímyndađ sér, svo auđskilin sem ţessi sjálfsblekking ţeirra er. Ţau eru ţađ sem lifir í vitund hins mikla fjölda öreiga sem unnist hafa fyrir stéttabaráttu. Í ţeirri vitund er fagleg hreyfing hluti af hreyfingu sósíalista. "Og ţađ sem hún er, ţađ vogi hún sér líka ađ virđast".

Pétursborg 15. september 1906.

 


Athugasemdir:

[1] Hér er vísađ til fornra bćndauppreisna, svo skyndilegra og óundirbúinna, ađ menn gripu bara ţau vopn sem hendi voru nćst, heykvíslar.

[2] Oft kallađur SR flokkurinn, stofnađur 1902. Hann byggđist á sveitafólki, afneitađi forystuhlutverki öreigastéttarinnar, vildi afmá keisaraveldiđ og koma á lýđrćđislegasta lýđveldi međ hryđjuverkum einstaklinga. Vinstrihluti hans tók ţátt í stjórn Sovétríkjanna eftir byltinguna1917.

[3] Innanríkisráđherra Prússlands 1881-8, efldi mjög lögregluríki Bismarcks.

[4] Ţetta samkomulag var gert 16/2 1906. Flokksforystan lofađi ađ reka ekki áróđur fyrir fjöldaverkföllum og reyna ađ hindra uppkomu ţeirra. Kćmi samt til ţeirra, ţurftu verkalýđsfélögin ekki ađ taka ţátt í ţeim.

[5] Ţing ţýska sósíalistaflokksins, haldiđ í Jena, 17-23. sept. 1905, ályktađi ađ fjöldaverkfall vćri ein áhrifamesta baráttuađferđ verkalýđsstéttarinnar, en takmarkađi ţađ fyrst og fremst viđ ađ verja kosningarétt til ríkisţings og félagafrelsi.

[6] Eftir áćtlun Subatoffs lögregluofursta reyndi ríkisstjórnin ađ leiđa verkamenn frá byltingarbaráttu međ stofnun löglegra verkalýđsfélaga, undir eftirliti lögreglunnar, 1901-3.

[7] Ég sleppi hér jafnan upptalningu fyrirtćkjanna. Ţýđ.

[8] á ţýsku: "industrieller konstitutionalismus." Ţýđ.

[9] Ţá fékk almenningur borgaraleg réttindi, dúman löggjafarvald og fleiri fengu kosningarétt til hennar.

[10] Neđanmáls er hér mikil upptalning RL á verkföllum fyrrihluta júní1906. Ţau beindust einkum ađ styttingu vinnutíma, hvíld á sunnudögum og launahćkkun. Oftast urđu ţetta allsherjarverkföll (ýmist allar greinar í senn eđa í keđju, hver eftir ađra) og flest urđu sigursćl.

[11] Ţ.e. ađ dúman yrđi einungis ráđgefandi ţing og kosningaréttur til hennar mjög takmarkađur.

[12] Ţá lögđu 80.000 verkamenn niđur vinnu síđdegis til ađ berjast međ mótmćlagöngum og -fundum gegn takmörkunum á kosningarétti til borgarstjórnar.

[13] Ţađ hófst 6/4 1903 og beindist gegn stjórnarfrumvarpi um ađ verkfallsmönnum skyldi refsađ međ langri fangelsisvist. 10/4 ákvađ varnarnefnd verkalýđsfélaganna ađ hćtta verkfallinu eftir ađ ţingiđ hafđi samţykkt frumvarpiđ.

[14] Í Svíţjóđ voru um 116.000 verkamenn í pólitísku verkfalli 15. -17.maí 1902, til ađ krefjast endurbóta á kosningarétti. Verkfallinu var hćtt, ţegar báđar deildir ţingsins samţykktu áskorun á ríkisstjórn ađ bera fram nýtt frumvarp um kosningarétt fyrir 1904. Í Austurríska keisaradćminu voru ađ frumkvćđi sósíalista fjöldaverkföll og fjöldaađgerđir til ađ krefjast almenns kosningaréttar í okt. - des. 1905.

[15] Ţađ er ţví rangt fariđ međ stađreyndir, ţegar félagi Roland-Holst segir í formála rússneskrar útgáfu bókar sinnar um fjöldaverkföll: "Raunar kunni öreigastéttin [í Rússlandi, RL] tökin á fjöldaverkföllum nćrri ţví frá upphafi stóriđju, af ţeirri einföldu ástćđu ađ takmörkuđ verkföll reyndust ómöguleg undir pólitískum ţrýstingi einveldisins." (Neue Zeit, 190đ, nr. 33). Öllu heldur var ţetta ţveröfugt. Enda sagđi frummćlandi alţýđusambands Pétursborgar á annarri ráđstefnu rússneskra verkalýđsfélaga, í febrúar 1906, í upphafi rćđu sinnar: "Eins og sú ráđstefna er skipuđ, sem ég sé hér fyrir mér, ţarf ég ekki ađ benda á ađ verkalýđshreyfing okkar reis hreint ekki upp af frjálslyndisskeiđi Swiatopolk-Mirski fursta [áriđ 1904, RL], eđa frá 22, janúar, einsog margir fullyrđa. Fagleg hreyfing hefur miklu dýpri rćtur, hún er órjúfanlega tengd allri fortíđ verkalýđshreyfingar okkar. Verkalýđsfélög okkar eru ađeins ný skipulagsform til ađ leiđa ţá kjarabaráttu sem rússneskur öreigalýđur hefur háđ áratugum saman. Án ţess ađ fara of langt út í söguna er óhćtt ađ segja ađ kjarabarátta verkalýđsins í Pétursborg fćrist meir eđa minna í skipulagt form međ hinum eftirminnilegu verkföllum áranna 1896 og 1897. Leiđsögn ţessarar baráttu er vel samhćfđ viđ leiđsögn pólitískrar baráttu í höndum ţeirra sósíalísku samtaka sem hétu Félagiđ í Pétursborg til ađ berjast fyrir frelsun verklýđsstéttarinnar. Eftir stofnţingiđ í mars 1898 breyttist ţađ í Pétursborgardeild rússneska sósíalistaflokksins. Komiđ var upp flóknu kerfi samtaka í verksmiđjum, hverfum og útborgum, sem tengir miđstjórnina verkalýđsfjöldanum međ ótal ţráđum, og gerir henni kleyft ađ bregđast viđ öllum ţörfum verkalýđsins međ dreifiritum. Fundin voru fćri á ađ styđja verkföll og leiđa." RL.

[16] gegn ţýskum sósíalistum 12. -25. jú lí 1904, fyrir ađ flytja til Rússlands rit andstćđ zarnum.

[17] sl. í 2. útg.: rétt eins og flokksforystunni í hliđstćđu tilviki.

[18] Venjulega er ţví neitađ, ađ slík hneigđ sé til innan ţýska sósíalistaflokksins. Ţví verđur ađ fagna ţví, hve opinskátt endurskođunarsinnar settu nýlega fram eiginleg markmiđ sín og óskir. Á flokksfundi í Mainz 10/9 ţ.á. var samţykkt eftirfarandi tillaga dr. Davids: "Í ljósi ţess ađ sósíalistaflokkurinn skilur orđiđ "bylting" ekki sem kollvörpun stjórnvalda međ ofbeldi, heldur sem friđsamlega ţróun, ţ. e. ađ smám saman verđi komiđ á nýrri grundvallarreglu efnahagslífs, hafnar opinber flokksfundur í Mainz hverskyns "byltingarrómantík". Fundurinn álítur ađ pólitísk valdataka sé ekkert annađ en ađ vinna meirihluta fólksins til fylgis viđ hugmyndir sósíalista og kröfur. En slíkur sigur verđur ekki unninn međ ofbeldi, heldur ađeins međ ţví ađ umbylta höfđum manna međ andlegum áróđri og hagnýtu endurbótastarfi á öllum sviđum stjórnmála-, efnahags- og félagslífs. Sannfćrđur umađ hreyfing sósíalista dafni miklu betur á löglegum leiđum en ólöglegum, viđ kollvörpun, hafnar fundurinn "beinum fjöldaađgerđum" sem grundvallarreglu í baráttuađferđ, og heldur fast viđ reglu ţingrćđislegra umbóta, ţ. e. hann óskar ţess ađ flokkurinn reyni enn sem fyrr af alvöru ađ ná markmiđum okkar smám saman međ löggjöf og lífrćnni ţróun. Raunar er grundvallarforsenda ţessarar baráttuađferđar endurbóta, ađ möguleikar eignalausrar alţýđu á ţátttöku í löggjafarvaldi ríkisins og einstökum löndum ţess verđi ekki skertir, heldur auknir til fulls jafnréttis. Ţví álítur fundurinn verkalýđinn eiga ótvírćđan rétt til ađ verjast árásum á lögleg réttindi sín og til ađ öđlast frekari réttindi, jafnvel međ ţví ađ neita ađ vinna um lengri eđa skemmri tíma, bregđist allar ađrar ađferđir. En ţar sem pólitísk fjöldaverkföll geta ţví ađeins leitt til sigurs verkalýđsstéttarinnar, ađ ţeim sé stranglega haldiđ á löglegum brautum og verkfallsmenn gefi hinu vopnađa valdi ekkert réttmćtt tilefni til árása, ţá álítur fundurinn ađ eini nauđsynlegi og virki undirbúningur ţess ađ nota ţetta baráttutćki sé frekari uppbygging stjórnmálasamtaka, stéttarfélaga og samvinnusamtaka. Ţví einungis ţannig verđi skapađar ţćr forsendur međal alţýđunnar almennt, sem tryggi árangursríkt fjöldaverkfall: markviss agi og ţađ efnahagslega afl sem ţarf." RL.

[19] Sl. í 2. útg.: Vissulega kom og kemur áróđur verkalýđsfélaga á undan áróđri sósíalistaflokksins á mörgum svćđum, og alls stađar ryđur faglegt starf flokksstarfi braut líka. Hvađ áhrifin varđar, er fullkomin samvinna milli flokks og verkalýđsfélaga. En sé litiđ á stéttabaráttuna í Ţýskalandi í heild og dýpra samhengi, breytist myndin verulega.

[20] Í 1. gerđ var ţessi hluti svona: Í nánu samhengi viđ ţessar frćđilegu tilhneigingar er umbreyting á sambandi leiđtoga viđ fjöldann. Í stađ félagslegrar forystu stađbundinna félaga, sem tvímćlalaust var ófullkomin, kemur viđskiptaleg forysta starfsmanna verkalýđsfélaga. Frumkvćđi og dómgreind verđa ţannig ađ sérgrein starfs ţeirra, en fjöldanum ber fyrst og fremst ađ sýna hina óvirku dyggđ agans. Ţessar skuggahliđar embćttismannakerfisins fela áreiđanlega í sér verulegar hćttur fyrir flokkinn líka. Ţćr gćtu mjög auđveldlega komiđ fram í síđustu nýjunginni, ađ ráđa flokksritara á hverjum stađ, gćti hinn sósíalíski fjöldi ţess ekki vandlega, ađ ritararnir verđi hreinir framkvćmdaađiljar, en ekki verđi fariđ ađ líta á ţá sem útvalda til frumkvćđis og forystu flokkslífs á stađnum. En ţađ liggur í hlutarins eđli, ţ. e. í eđli stjórnmálabaráttu, ađ skriffinnsku eru settar ţrengri skorđur í sósíalistaflokki en í starfi verkalýđsfélaga. Ţar felur einmitt tćknileg sérhćfing launabaráttunnar, t. d. samningar um flókna taxta og ţ. u. l. ţađ í sér, ađ ţví er afneitađ, ađ allur ţorri félagsmanna hafi "yfirsýn um atvinnulífiđ í heild", ţađ eru rökin fyrir ţví ađ ţeir séu ekki dómbćrir.

 


Last updated on: 10.03.2008