Rósa Lúxembúrg

Kosningaréttur kvenna og stéttabarátta

1912


Source: Gefiđ út á 2. ţingi sósialiskra kvenna, Stuttgart 12. mai, 1912.
Translation: Örn Ólafsson
HTML Markup: Jonas Holmgren
Public Domain: Marxists Internet Archive (2008). You may freely copy, distribute, display and perform this work; as well as make derivative and commercial works. Please credit "Marxists Internet Archive" as your source.


"Hversvegna eru engin félög verkakvenna í Ţýskalandi? Hversvegna heyrist svo fátt um hreyfingu verkakvenna?" Međ ţessum orđum hóf ein stofnenda hreyfingar öreigakvenna í Ţýskalandi, Emma Ihrer, rit sitt: Verkakonur í stéttabaráttu, 1898. Síđan eru tćp fjórtán ár, og hreyfing öreigakvenna í Ţýskalandi hefur nú ţróast mjög. Meira en hundrađ og fimmtíu ţúsund konur eru skipulagđar í verkalýđsfélögum, og ţćr eru međal framvarđarsveita öreiganna 1 kjarabaráttu. Margir tugir ţúsunda kvenna eru pólitískt skipulagđir undir fána sósíalismans, kvennablađ sósíalista hefur yfir hundrađ ţúsund áskrifendur, krafan um kosningarétt kvenna er ćvinlega á dagskrá í pólitísku lífi sósíalista.

Einmitt ţessar stađreyndir gćtu orđiđ mörgum manni tilefni til ađ vanmeta baráttuna fyrir kosningarétti kvenna. Hugsa mćtti sem. svo: Jafnvel ţótt konur hafi ekki haft pólitískt jafnrétti, höfum viđ náđ glćsilegum framförum í upplýsingu kvenna og skipulagningu. Framvegis er ţví varla heldur nein knýjandi nauđsyn á kosningarétti kvenna. En ađ hugsa ţannig vćri ađ láta blekkjast. Hin stórfenglega vakning fjölda öreigakvenna, faglega og pólitískt, undanfarinn hálfan annan áratug, var ađeins möguleg vegna ţess ađ vinnandi alţýđukonur tóku ákaft ţátt í stjórnmálalífi og ţinglegri baráttu stéttar sinnar ţrátt fyrir réttleysi sitt. Öreigakonur hafa hingađ til neytt kosningaréttar manna sinna, ţćr taka raunverulega ţátt í honum, ţótt óbeint sé. Kosningabaráttan er nú ţegar sameiginleg miklum fjölda kvenna sem karla í verkalýđsstétt. Á öllum kosningafundum sósíalista eru konur fjölmennar, oft í meirihluta, jafnan eru ţćr áhugasamir áheyrendur, ákafir ţátttakendur. Í öllum kjördćmum ţar sem starfa traust samtök sósíalista, taka konur ţátt í kosningastarfinu. Og ţćr hafa unniđ mikiđ starf viđ dreifingu flugrita og söfnun áskrifenda fyrir blöđ sósíalista, sem eru mikilvćgasta vopniđ í kosningabaráttunni.

Auđvaldsríkiđ hefur ekki getađ varnađ alţýđukonum ţess ađ taka á sig allt ţetta erfiđi og skyldur stjórnmálalífs. Ţađ hefur sjálft neyđst til ađ auđvelda ţeim ţađ og tryggja, skref fyrir skref, međ ţví ađ veita félaga- og fundafrelsi. Ađeins hinstu stjórnmálaréttindin vill ríkiđ ekki veita konum, réttinn til ađ beita kjörseđli, taka beinar ákvarđanir um fulltrúa fólksins í löggjafar- og stjórnsýslusamkomum, og verđa kjörnar á ţessar samkomur. En hér er ţađ eins og á öllum öđrum sviđum ţjóđlífsins: Ađ gefa eftir ţumlung í upphafi, kostar alin. Nútímaríkisvald vék ţegar fyrir öreigakonum, ţegar ţađ hleypti ţeim inná opinbera fundi og í stjórnmálafélög. Raunar gerđi ţađ ţetta ekki af fúsum vilja, heldur af beiskri neyđ, vegna óviđráđanlegs ţrýstings frá verkalýđsstétt á uppleiđ. Ţađ var ekki síst stormandi sókn öreigakvennanna sjálfra fram, sem neyddi prússnesk-ţýska lögregluríkiđ til ađ falla frá hinum frćga "kvennageira" á fundum stjórnmálasamtaka[1] og til ađ opna konum hurđir stjórnmálasamtaka uppá gátt. En ţá fór steinninn ađ velta enn hrađar. Óstöđvandi framrás stéttabaráttu öreiganna hefur hrifiđ vinnandi konur beint inn í hringiđu stjórnmálalífsins. Međ ţví ađ nota sér samtaka- og fundarétt hafa öreigakonur náđ mikilli ţátttöku í ţingrćđislífinu, í kosningabaráttunni. Og ţađ er bara óhjákvćmileg niđurstađa, eđlileg afleiđing hreyfingarinnar, ađ milljónir öreigakvenna skuli nú hrópa í sjálfsöryggi og ţverúđ: Viđ heimtum kosningarétt kvenna!

Í gömlu góđu dagana fyrir 1848, međan einveldiđ ríkti, var venjulega sagt um alla vinnandi alţýđu, ađ hún vćri "enn ekki nógu ţroskuđ" til ađ njóta stjórnmálaréttinda. Nú er ekki hćgt ađ segja ţetta um öreigakonur, ţví ţćr hafa sýnt ţroska sinn til ađ njóta stjórnmálaréttinda. Ţví allir vita ađ án ţeirra, án ákafrar ţátttöku öreigakvenna, hefđu ţýskir sósíalistar aldrei unniđ ţennan glćsilega sigur 12. janúar, ţessi 41/4 milljón atkvćđi. Hins er ţó ađ minnast, ađ vinnandi alţýđa varđ hverju sinni ađ sýna ţroska sinn fyrir stjórnmálafrelsi međ sigursćlli, byltingarsinnađri fjöldahreyfingu. Ţegar einvaldur af guđsnáđ og göfgustu og bestu menn ţjóđarinnar fengu siggróinn hnefa öreigastéttarinnar upp í andlitiđ og fundu kné hennar á kviđi sér, ţá fyrst fengu ţeir allt í einu trú á "stjórnmálaţroska" alţýđunnar. Nú er komiđ ađ konum öreigastéttarinnar ađ gera auđvaldsríkinu ljósan ţroska sinn. Ţađ gerist međ langvarandi öflugri fjöldahreyfingu, ţar sem beita verđur öllum ađferđum baráttu öreiganna og ţrýstings frá ţeim.

Takmarkiđ er kosningaréttur kvenna. En fjöldahreyfingin fyrir honum er ekki bara mál kvenna, heldur sameiginlegir stéttarhagsmunir kvenna og karla í öreigastétt. Ţví réttleysi kvenna í Ţýskalandi nú er ađeins einn hlekkur í keđju afturhaldsins, sem hlekkjar líf alţýđunnar. Auk ţessa réttleysis byggist afturhaldiđ á konungdćminu. Í Ţýskalandi tuttugustu aldar, landi stórauđvalds og háţróađs iđnađar, á tímum rafmagns og loftsiglinga, er pólitískt réttleysi kvenna samskonar afturhaldsleifar úrelts ástands einsog konungsdćmi af guđs náđ. Bćđi ţessi fyrirbćri: ađ handbendi himnaríkis sé forystuafl stjórnmálalífsins, og konan sem siđsöm sat í helgi heimilisins og lét sig engu varđa storma ţjóđlífsins, stjórnmál og stéttabaráttu; bćđi eiga ţau rćtur sínar í feysknum ađstćđum fortíđarinnar, á tímum átthagabanda i sveitum og gildabanda í borgum. Á ţeim tímum voru ţau skiljanleg og nauđsynleg. Hvort tveggja, konungsveldi og réttleysi kvenna eru nú rótlaus orđin viđ nútíma auđvaldsţróun, hlćgilegar skrípamyndir af mannkyninu. Ţau standa ţó áfram í nútímasamfélagi, ekki vegna ţess ađ gleymst hefđi ađ ryđja ţeim á brott, ekki vegna tómrar tregđu og festu ástandsins. Nei, ţau standa enn, ţví bćđi konungsveldi og réttleysi kvenna eru orđin máttug tćki afla sem eru fjandsamleg alţýđunni. Á bak viđ hásćtiđ og altariđ, á bak viđ pólitíska ţrćlkun kvenna, búast nú um verstu og grófustu fulltrúar arđráns og ţrćlkunar á öreigastéttinni. Konungsveldi og réttleysi kvenna eru orđin mikilvćgustu tćki stéttadrottnunar auđvaldsins.

Fyrir nútímaríki er máliđ ţađ ađ halda vinnandi konum frá kosningarétti, og ţeim einum. Ţađ óttast međ réttu ađ ţćr myndu setja allar hefđbundnar stofnanir stéttardrottnunar í hćttu. Hernađarstefnuna, ţví sérhver hugsandi öreigakona hlýtur ađ verđa eindreginn fjandmađur hennar, konungsveldiđ, ránkerfi tolla og skatta á lífsnauđsynjum, o. s. frv. Kosningaréttur kvenna er ógn og skelfing fyrir nútíma auđvaldsríki, ţví honum fylgja milljónir kvenna sem myndu styrkja innri óvininn, byltingarsinnađa sósíalista. Snerist ţetta um dömur borgarastéttarinnar, ţyrfti auđvaldsríkiđ ekki ađ búast viđ öđru af ţeim en virkum stuđningi viđ afturhaldiđ. Flestar borgaralegar konur, sem bera sig ađ einsog ljónynjur í baráttunni gegn "forréttindum karla", myndu trítla einsog ţćg lömb međ afturhaldi klerka og íhalds, fengju ţćr kosningarétt. Já, ţćr yrđu áreiđanlega töluvert afturhaldssamari en hinn karlmannlegi hluti stéttar ţeirra. Fyrir utan ţćr fáu sem eru í störfum, taka konur borgarastéttarinnar engan ţátt í framleiđslu samfélagsins, ţćr taka ađeins ţátt í ađ neyta gildisaukans, sem menn ţeirra kreista út úr öreigastéttinni, ţćr eru sníkjudýr á sníkjudýrum á ţjóđarlíkamanum. Og međneytendur eru venjulega enn ólmari og grimmari viđ ađ verja "rétt" sinn til sníkjulífs en ţeir sem beinlínis halda uppi stéttardrottnun og arđráni. Ţetta hefur saga allra mikilla byltingarbardaga stađfest hryllilega. Eftir fall jakobína í frönsku byltingunni miklu var Robespierre ekiđ hlekkjuđum til aftökustađarins. Naktar gleđikonur sigurdrukkinnar borgarastéttarinnar stigu ţá blygđunarlaust gleđidans á götum úti, umhverfis fallna byltingarhetjuna. Og ţegar hetjudjörf verkalýđskommúnan í París var sigruđ međ vélbyssum 1871, ţá yfirstigu trylltar konur borgarastéttarinnar jafnvel dýrslega menn sína í blóđugri hefnd á sigrađri öreigastéttinni. Konur eignastéttanna verđa alltaf ofstćkisfullir verjendur arđráns og kúgunar á vinnandi alţýđu, frá henni fá ţćr í annan liđ efnin fyrir félagslega gagnslausa tilveru sína.

Efnahagslega og félagslega eru konur í arđránsstéttum ekki sjálfstćđur ţjóđfélagshópur. Félagslegt hlutverk ţeirra er bara ađ annast eđlilega viđkomu ríkjandi stétta. Hinsvegar eru konur í öreigastétt efnahagslega sjálfstćđar, ţćr eru jafnvirkar körlum í framleiđslu fyrir samfélagiđ. Ekki í ţeim skilningi ađ ţćr hjálpi mönnum sínum međ húsverkum til ţess ađ fjölskyldan megi lifa dag frá degi af lágum launum, og ala upp börn. Ţessi vinna er ekki framleiđin í skilningi nútíma auđvaldshagkerfis, hversu gífurlegt afrek í sjálfsfórn og áreynslu sem hún er, í ţúsundum smárra erfiđisverka. Hún er bara einkamál öreigans, hamingja hans og blessun, og einmitt ţessvegna er hún loftiđ tómt í augum nútíma samfélags. Međan drottnun auđmagns og launakerfi standa, er sú vinna ein framleiđin, sem skapar gildisauka, auđvaldsgróđa. Frá ţessu sjónarmiđi er glysbúin dansmćrin, sem međ fótleggjunum sópar gróđa í vasa atvinnurekanda síns, framleiđin verkakona, en allt erfiđi kvenna og mćđra öreigastéttarinnar, innan fjögurra veggja heimilis ţeirra, telst óframleiđin starfsemi. Ţetta hljómar ruddalega og brjálćđislega, en ţađ samsvarar nákvćmlega ruddaskap og brjálćđi nútíma auđvaldshagkerfis, og fyrsta nauđsyn öreigakvenna er ađ skilja ţennan ruddalega veruleika skýrt og nákvćmlega.

Ţví einmitt frá ţessu sjónarmiđi er krafa öreigakvenna núna um pólitískt jafnrétti byggđ á traustum efnahagslegum grundvelli. Milljónir öreigakvenna skapa nú auđvaldsgróđa jafnt körlum í verksmiđjum, vinnustöđum, í búskap, heimaframleiđslu, skrifstofum, verslunum. Ţćr eru ţví framleiđnar í strangasta frćđilegum skilningi nútíma samfélags. Hver dagur stćkkar skara kvenna sem eru arđrćndar af auđvaldinu, hverjar nýjar framfarir í iđnađi, í tćkni skapa konum nýjan stađ í kerfi gróđabralls auđvaldsins. Og ţannig leggur hver dagur og hverjar iđnađarframfarir nýjan stein í fastan grundvöll pólitísks jafnréttis kvenna. Skólamenntun kvenna og andlegar gáfur eru nú orđnar nauđsynlegar sjálfu efnahagskerfinu. Takmörkuđ kona, fjarlćg umheiminum, fylgdi "helgi heimilisins" í gamla daga. En hún stenst nú kröfur stóriđnađar og verslunar jafnilla og kröfur stjórnmálalífsins. Raunar hefur auđvaldsríkiđ vanrćkt skyldur sínar einnig hvađ ţetta varđar. Hingađ til hafa fagleg og sósíalísk samtök unniđ mest og best ađ andlegri og siđferđislegri vakningu kvenna. Fyrir áratugum voru sósíalistar ţegar orđnir kunnir sem duglegustu og gáfuđustu verkamennirnir. Á sama hátt hafa nú sósíalísk og fagleg samtök hafiđ öreigakonur upp úr loftleysi ţröngskorđađrar tilveru, upp úr vesćllegu andleysi og smámunasemi heimilishaldsins. Stéttabarátta öreiganna hefur víkkađ sjóndeildarhring ţeirra, gert anda ţeirra sveigjanlegri, ţroskađ hugsun ţeirra og vísađ viđleitni ţeirra á mikilfengleg markmiđ. Sósíalisminn hefur valdiđ andlegri endurfćđingu alls fjölda öreigakvenna, og ţannig tvímćlalaust gert ţćr duglegar, framleiđnar verkakonur fyrir auđvaldiđ.

Í ljósi alls ţessa er pólitískt réttleysi öreigakvenna ţeim mun svívirđilegra ranglćti, sem ţađ er ţegar orđiđ hálfgerđ lýgi. Ţví mikill fjöldi kvenna tekur virkan ţátt í stjórnmálalífinu. En sósíalistar beita ekki ţeim rökum ađ benda á "ranglćti". Grundvallarmunurinn á okkur og tilfinningalegum draumsćissósíalisma fyrri tíđar liggur einmitt í ţví, ađ viđ treystum ekki á réttlćti ríkjandi stéttar, heldur einvörđungu á byltingarafl verkalýđsfjöldans og á gang samfélagsţróunar, sem skapar grundvöll ţess afls. Ţannig er ranglćti útaf fyrir sig engin rök fyrir ţví ađ steypa afturhaldskerfi. En ţegar miklir hópar samfélagsins finna fyrir ranglćti, ţá er ţađ jafnan öruggt merki um ađ víđtćkar breytingar hafi orđiđ á efnahagslegum grundvelli samfélagsins, ađ ríkjandi ástand er ţegar komiđ í mótsögn viđ gang ţróunarinnar, svo vitnađ sé til Friedrich Engels sem átti ţátt í ađ skapa hinn frćđilega sósíalisma. Máttug hreyfing milljóna öreigakvenna núna, sem skynja pólitískt réttleysi sitt sem ćpandi ranglćti, hún er ótvírćtt merki af ţessu tagi um ađ samfélagslegur grundvöllur núverandi ríkiskerfis sé ţegar orđinn feyskinn, og dagar hans taldir.

Einn mesti bođberi hugsjóna sósíalista, Frakkinn Charles Fourier, skrifađi ţessi eftirminnilegu orđ fyrir hundrađ árum: Í sérhverju samfélagi er ţađ eđlilegasti mćlikvarđinn á almenna frelsun, hve langt kvenfrelsi hefur ţróast. Ţetta á fullkomlega viđ um núverandi samfélag. Fjöldabaráttan núna fyrir pólitísku jafnrétti kvenna er bara eitt stig, einn hluti af almennri frelsisbaráttu öreigastéttarinnar. Styrkur hennar og framtíđ felst einmitt í ţví. Svo er kvenhluta öreigastéttarinnar fyrir ađ ţakka ađ almennur, jafn og beinn kosningaréttur kvenna myndi fleyta stéttarbaráttu öreiganna óskaplega fram á viđ og skerpa hana. Ţessvegna hatar borgaralegt samfélag og óttast kosningarétt kvenna og ţessvegna viljum viđ og skulum ná honum. Einnig međ baráttu fyrir kosningarétti kvenna flýtum viđ ţeirri stund, ţegar núverandi samfélag hrynur i rúst undan hamarshöggum byltingarsinnađra öreiga.

 


Athugasemdir:

[1] Áriđ 1902 gaf innanríkisráđherra Prússlands út tilskipun um ađ á stjórmmálafundum mćttu konur ađeins vera í sérstökum hluta salarins, "kvennageiranum".

 


Last updated on: 10.03.2008